Milljóna sekt á leiðinni fyrir að mæta í röngum bíl á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 11:01 Kingsley Coman tryggði Bayern München sigur í Meistaradeildinni síðasta haust. EPA-EFE/Alexander Hassenstein Hjá þýska félaginu Bayern München er það bara ein bílategund sem skiptir máli og það er eins gott fyrir leikmenn liðsins að hlýða því. Því fær veski Kingsley Coman líklega að kynnast á næstunni. Kingsley Coman verður væntanlega sektaður um fimmtíu þúsund evrur fyrir að mæta á Mercedes bíl á æfingu liðsins á dögunum en allir leikmenn eiga á mæta á æfingar og í leiki á Audi bílum. Audi er stór styrktaraðili hjá Bayern. Það ætti samt ekki að vera mikil vandræði fyrir leikmenn Bayern að fylgja þessum reglum enda fá þeir allir bíl frá Audi. Þrátt fyrir þetta gengur einum leikmanni liðsins erfiðlega að fylgja þessari reglu. Kingsley Coman facing a 50,000 fine for driving to Bayern Munich training in the wrong car https://t.co/Drtk4ub69R— SPORTbible (@sportbible) March 16, 2021 Þýska blaðið BILD segir frá hrakförum Kingsley Coman þegar honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið á Mercedes bílnum sínum. Sportbild segir líka að hann eigi vona á fimmtíu þúsund evru sekt sem gerir um 7,6 milljónir íslenskra króna. Audi bílaframleiðandinn á 8,33 prósent hlut í Bayern og samstarfið þeirra er sagt vera að skila félaginu 42,8 milljónum punda á ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi 24 ára gamli Frakki gerist sekur um að brjóta þessar reglur. Hann mætti á McLaren sportbílnum sínum á æfingu í fyrra. Kingsley Coman baðst þá afsökunar en hann sagði þá ástæðuna vera að það hafi verið smá beygla á Audi bílnum hans. Sportbild reporting that Kingsley Coman faces a 50,000 fine from Bayern Munich for showing up to training in his Mercedes rather than his Audi company car. Club rules demand each player has to travel in an Audi for business appointments because they re a huge club sponsor.— Stefan Bienkowski (@SBienkowski) March 15, 2021 Hann bauðst líka til að mæta til Ingolstadt þar sem Audi verksmiðjan er og gefa eiginhandaráritanir í klukkutíma. Coman hefur tekið þátt í tuttugu leikjum með Bayern í Bundesligunni á þessu tímabili og er með þrjú mörk og tíu stoðsendingar í þeim. Það var einmitt Coman sem skoraði sigurmark Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Kingsley Coman verður væntanlega sektaður um fimmtíu þúsund evrur fyrir að mæta á Mercedes bíl á æfingu liðsins á dögunum en allir leikmenn eiga á mæta á æfingar og í leiki á Audi bílum. Audi er stór styrktaraðili hjá Bayern. Það ætti samt ekki að vera mikil vandræði fyrir leikmenn Bayern að fylgja þessum reglum enda fá þeir allir bíl frá Audi. Þrátt fyrir þetta gengur einum leikmanni liðsins erfiðlega að fylgja þessari reglu. Kingsley Coman facing a 50,000 fine for driving to Bayern Munich training in the wrong car https://t.co/Drtk4ub69R— SPORTbible (@sportbible) March 16, 2021 Þýska blaðið BILD segir frá hrakförum Kingsley Coman þegar honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið á Mercedes bílnum sínum. Sportbild segir líka að hann eigi vona á fimmtíu þúsund evru sekt sem gerir um 7,6 milljónir íslenskra króna. Audi bílaframleiðandinn á 8,33 prósent hlut í Bayern og samstarfið þeirra er sagt vera að skila félaginu 42,8 milljónum punda á ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi 24 ára gamli Frakki gerist sekur um að brjóta þessar reglur. Hann mætti á McLaren sportbílnum sínum á æfingu í fyrra. Kingsley Coman baðst þá afsökunar en hann sagði þá ástæðuna vera að það hafi verið smá beygla á Audi bílnum hans. Sportbild reporting that Kingsley Coman faces a 50,000 fine from Bayern Munich for showing up to training in his Mercedes rather than his Audi company car. Club rules demand each player has to travel in an Audi for business appointments because they re a huge club sponsor.— Stefan Bienkowski (@SBienkowski) March 15, 2021 Hann bauðst líka til að mæta til Ingolstadt þar sem Audi verksmiðjan er og gefa eiginhandaráritanir í klukkutíma. Coman hefur tekið þátt í tuttugu leikjum með Bayern í Bundesligunni á þessu tímabili og er með þrjú mörk og tíu stoðsendingar í þeim. Það var einmitt Coman sem skoraði sigurmark Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira