Fyrsti ráðherra Bandaríkjanna af frumbyggjaættum Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2021 09:33 Deb Haaland, nýr innanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jim Watson Bandarískir öldungadeildarþingmenn staðfestu í gærkvöldi tilnefningu þingkonunnar Deb Haaland í embætti innanríkisráðherra. Þar með varð hún fyrsti fumbygginn sem verður ráðherra í sögu Bandaríkjanna. Hún er þá einnig auðvitað fyrsti frumbygginn til að stýra ráðuneytinu, sem heldur meðal annars utan um 574 landskika í eigu frumbyggja. Ráðuneytið var þar að auki á árum áður í forsvari þess að reka frumbyggja Bandaríkjanna á þar til gerð verndarsvæði svo hægt væri að nema land þeirra, samkvæmt frétt Politico. Haaland tilheyrir Laguna Pueblo þjóðinni frá Nýju Mexíkó. Thank you to the U.S. Senate for your confirmation vote today. As Secretary of @Interior, I look forward to collaborating with all of you. I am ready to serve. #BeFierce— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 15, 2021 Atkvæðagreiðslan fór 51-40 en fjórir þingmen Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata og veittu Haaland atkvæði sitt. Heilt yfir voru Repúblikanar þó mjög andvígir tilnefningu hennar, vegna andstöðu hennar við að gefa leyfi fyrir olíu og gasvinnslu á landi í alríkiseigu. Þeir hafa lýst henni sem rótækri, vegna ákalla hennar eftir því að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis og gripið til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Þá segja þeir innanríkisráðherra eiga að ýta undir olíu- og gasvinnslu og vegna andstöðu hennar ætti hún ekki að leiða ráðuneytið, samkvæmt frétt Washington Post. Haaland dró þó úr afstöðu sinni og sagði að sem innanríkisráðherra yrði afstaða hennar gagnvart vinnslu jarðefnaeldsneyta önnur en afstaða hennar sem þingmaður. Í embætti ráðherra væri það starf hennar að framfylgja stefnumálum Joes Biden, forseta. Hann hefur sagst vilja leyfa einhverja vinnslu olíu og gass á landi í alríkiseigu en í senn draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. My life experiences give me hope for the future. If an Indigenous woman from humble beginnings can be confirmed as Secretary of the @Interior, our country and its promise still holds true for everyone.— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 4, 2021 Haaland sagði einnig að hún myndi leggja áherslu á að bæta land sem hefði orðið fyrir skaða vegna námuvinnslu og annars iðnaðar. Þá vill hún beita sér til að draga úr morðum á bandarískum konum af frumbyggjaættum. Hlutfall þeirra kvenna sem eru myrtar eða týnast er um tíu sinnum hærra en heilt yfir Bandaríkin og þær eru sömuleiðis mun líklegri til að verða fórnarlömb mansals og kynlífsþrælkunar. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Hún er þá einnig auðvitað fyrsti frumbygginn til að stýra ráðuneytinu, sem heldur meðal annars utan um 574 landskika í eigu frumbyggja. Ráðuneytið var þar að auki á árum áður í forsvari þess að reka frumbyggja Bandaríkjanna á þar til gerð verndarsvæði svo hægt væri að nema land þeirra, samkvæmt frétt Politico. Haaland tilheyrir Laguna Pueblo þjóðinni frá Nýju Mexíkó. Thank you to the U.S. Senate for your confirmation vote today. As Secretary of @Interior, I look forward to collaborating with all of you. I am ready to serve. #BeFierce— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 15, 2021 Atkvæðagreiðslan fór 51-40 en fjórir þingmen Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata og veittu Haaland atkvæði sitt. Heilt yfir voru Repúblikanar þó mjög andvígir tilnefningu hennar, vegna andstöðu hennar við að gefa leyfi fyrir olíu og gasvinnslu á landi í alríkiseigu. Þeir hafa lýst henni sem rótækri, vegna ákalla hennar eftir því að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis og gripið til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Þá segja þeir innanríkisráðherra eiga að ýta undir olíu- og gasvinnslu og vegna andstöðu hennar ætti hún ekki að leiða ráðuneytið, samkvæmt frétt Washington Post. Haaland dró þó úr afstöðu sinni og sagði að sem innanríkisráðherra yrði afstaða hennar gagnvart vinnslu jarðefnaeldsneyta önnur en afstaða hennar sem þingmaður. Í embætti ráðherra væri það starf hennar að framfylgja stefnumálum Joes Biden, forseta. Hann hefur sagst vilja leyfa einhverja vinnslu olíu og gass á landi í alríkiseigu en í senn draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. My life experiences give me hope for the future. If an Indigenous woman from humble beginnings can be confirmed as Secretary of the @Interior, our country and its promise still holds true for everyone.— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 4, 2021 Haaland sagði einnig að hún myndi leggja áherslu á að bæta land sem hefði orðið fyrir skaða vegna námuvinnslu og annars iðnaðar. Þá vill hún beita sér til að draga úr morðum á bandarískum konum af frumbyggjaættum. Hlutfall þeirra kvenna sem eru myrtar eða týnast er um tíu sinnum hærra en heilt yfir Bandaríkin og þær eru sömuleiðis mun líklegri til að verða fórnarlömb mansals og kynlífsþrælkunar.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira