Fordómafulla Ísland Lúðvík Júlíusson skrifar 16. mars 2021 11:01 Íslendingar monta sig reglulega af því hvað við stöndum okkur vel í mannréttindamálum, að Ísland ætti að vera fyrirmynd annarra ríkja. Fyrir marga á Ísland þá virðast mannréttindi og virðing fyrir fólki því miður fjarlægur draumur. Segjum að fjögurra ára barn greinist með dæmigerða einhverfu. Ef barnið uppfyllir ákveðin skilyrði hjá Tryggingastofnun(TR) þá getur það fengið umönnunarkort. Umönnunarkort veitir ýmisleg réttindi. Ein þeirra eru frítt í sund með einum fylgdaraðila. Þegar barnið fer í sund þá sýnir fylgdaraðilinn umönnunarkortið í afgreiðslu og fær afhenta tvo miða. Þarna byrjar vandamálið. Í mörgum sundlaugum á Íslandi, og þangað til nýlega í Reykjavík, þá fá þau afhenta miða sem á stendur „öryrki“. Finnst fólki það í lagi? Barn með einhverfu er barn. Það ætti því í öllum kringumstæðum að fá miða sem stendur á „barn“. Sveitarfélögin segjast þurfa góða tölfræði yfir sundlaugargesti og því þurfi að prenta „öryrki“ á miðann. Það er ekki rétt. Í sölukerfum samtímans eru notuð vörunúmer og upplýsingatækni til að greina tölfræðina. Það skiptir engu máli hvaða nöfn vörunúmerin fá. Flest alvöru sölukerfi eru sveigjanleg og heimila að prentaðar séu aðrar upplýsingar á miða og kvittanir en koma fram í sölukerfi. Það er því hægt að fá fullkomnar upplýsingar um sundlaugargesti án þess að rétta barni miða sem stendur á „öryrki“. Heilsufarsupplýsingar eru flokkaðar sem viðkvæmar upplýsingar í persónuverndarlögum. Gerðar eru ríkari kröfur til vinnslu og meðferðar þessara upplýsinga. Þetta eru til dæmis upplýsingar sem ekki eru almennar eins og aldur og kyn heldur geta þær varðað viðkvæmar félagslegar og heilsufarslegar upplýsingar sem koma engum öðrum við en sundlaugargesti og starfsfólki í afgreiðslu. Þess vegna á ekki að afhenda barni og/eða fylgdaraðila miða sem stendur á „öryrki“. Þarna er sveitarfélag að prenta á miða viðkvæmar persónuupplýsingar sem eiga að fara leynt. Það er algjör óþarfi og tilgangslaus vinnsla persónuupplýsinga. Í einhverjum tilfellum eru börnin að fara í sund með öðrum börnum og að sjálfsögðu eiga öll börn að fá eins miða. Hverjum dettur í hug að annað sé í lagi? Ungt barn, jafnvel þó það sé með fötlun, veit ekki alltaf að það sé eitthvað öðruvísi en önnur börn. Það þarf ekki einu sinni að vita það því öll börn eru ólík, með ólíka hæfni. Jafnvel önnur börn í kringum þau eru ekkert að spá í því. Börn geta oft verið víðsýnni en fullorðnir. Margar hindranir hafa verið í vegi barnsins en það hefur sigrast á þeim með útsjónarsemi og hvatningu. Það þarf ekkert á því að halda að starfsmaður í sundlaug setji á það stimpil. Ég skil ekki einu sinni tilganginn með því. Þetta á einnig við varðandi aðra sundlaugargesti. Þegar gestur fær afhentan miða í afgreiðslu þá skráir tölvan hvort um sé að ræða barn, fullorðinn, öryrkja, eldri borgara o.s.fr.v. Það þarf ekki að prenta þetta á miðan, það á ekki að stimpla fólk. Allir sem fara í sundlaugar eru sundlaugargestir. Leyfum börnum að vera börn eins lengi og hægt er og hættum að stimpla fólk með þessum hætti. Ég skora á sveitarfélög, ríki og stofnanir að breyta vinnulagi sínu og sýna börnum, jafnt sem fullorðnum, virðingu og tillitssemi. Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Réttindi barna Lúðvík Júlíusson Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íslendingar monta sig reglulega af því hvað við stöndum okkur vel í mannréttindamálum, að Ísland ætti að vera fyrirmynd annarra ríkja. Fyrir marga á Ísland þá virðast mannréttindi og virðing fyrir fólki því miður fjarlægur draumur. Segjum að fjögurra ára barn greinist með dæmigerða einhverfu. Ef barnið uppfyllir ákveðin skilyrði hjá Tryggingastofnun(TR) þá getur það fengið umönnunarkort. Umönnunarkort veitir ýmisleg réttindi. Ein þeirra eru frítt í sund með einum fylgdaraðila. Þegar barnið fer í sund þá sýnir fylgdaraðilinn umönnunarkortið í afgreiðslu og fær afhenta tvo miða. Þarna byrjar vandamálið. Í mörgum sundlaugum á Íslandi, og þangað til nýlega í Reykjavík, þá fá þau afhenta miða sem á stendur „öryrki“. Finnst fólki það í lagi? Barn með einhverfu er barn. Það ætti því í öllum kringumstæðum að fá miða sem stendur á „barn“. Sveitarfélögin segjast þurfa góða tölfræði yfir sundlaugargesti og því þurfi að prenta „öryrki“ á miðann. Það er ekki rétt. Í sölukerfum samtímans eru notuð vörunúmer og upplýsingatækni til að greina tölfræðina. Það skiptir engu máli hvaða nöfn vörunúmerin fá. Flest alvöru sölukerfi eru sveigjanleg og heimila að prentaðar séu aðrar upplýsingar á miða og kvittanir en koma fram í sölukerfi. Það er því hægt að fá fullkomnar upplýsingar um sundlaugargesti án þess að rétta barni miða sem stendur á „öryrki“. Heilsufarsupplýsingar eru flokkaðar sem viðkvæmar upplýsingar í persónuverndarlögum. Gerðar eru ríkari kröfur til vinnslu og meðferðar þessara upplýsinga. Þetta eru til dæmis upplýsingar sem ekki eru almennar eins og aldur og kyn heldur geta þær varðað viðkvæmar félagslegar og heilsufarslegar upplýsingar sem koma engum öðrum við en sundlaugargesti og starfsfólki í afgreiðslu. Þess vegna á ekki að afhenda barni og/eða fylgdaraðila miða sem stendur á „öryrki“. Þarna er sveitarfélag að prenta á miða viðkvæmar persónuupplýsingar sem eiga að fara leynt. Það er algjör óþarfi og tilgangslaus vinnsla persónuupplýsinga. Í einhverjum tilfellum eru börnin að fara í sund með öðrum börnum og að sjálfsögðu eiga öll börn að fá eins miða. Hverjum dettur í hug að annað sé í lagi? Ungt barn, jafnvel þó það sé með fötlun, veit ekki alltaf að það sé eitthvað öðruvísi en önnur börn. Það þarf ekki einu sinni að vita það því öll börn eru ólík, með ólíka hæfni. Jafnvel önnur börn í kringum þau eru ekkert að spá í því. Börn geta oft verið víðsýnni en fullorðnir. Margar hindranir hafa verið í vegi barnsins en það hefur sigrast á þeim með útsjónarsemi og hvatningu. Það þarf ekkert á því að halda að starfsmaður í sundlaug setji á það stimpil. Ég skil ekki einu sinni tilganginn með því. Þetta á einnig við varðandi aðra sundlaugargesti. Þegar gestur fær afhentan miða í afgreiðslu þá skráir tölvan hvort um sé að ræða barn, fullorðinn, öryrkja, eldri borgara o.s.fr.v. Það þarf ekki að prenta þetta á miðan, það á ekki að stimpla fólk. Allir sem fara í sundlaugar eru sundlaugargestir. Leyfum börnum að vera börn eins lengi og hægt er og hættum að stimpla fólk með þessum hætti. Ég skora á sveitarfélög, ríki og stofnanir að breyta vinnulagi sínu og sýna börnum, jafnt sem fullorðnum, virðingu og tillitssemi. Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um réttindi barna.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun