Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Guðmundur S. Johnsen skrifar 16. mars 2021 14:32 Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. Tækniframfarir hafa fært lesblindum margt sem gagnast þeim í daglegu lífi. Nýjungar á borð við snjallsíma, hljóðbækur, talgreinar og ekki síst talgervla, hafa aukið aðgengi að skrifuðum texta verulega, auðveldað nám og starf og gert þeim kleift að njóta bókmennta. Lesblindir sem og blindir og sjónskertir hafa nýtt talgervla snjallsíma þar sem texti er merktur í vafra, tölvupósti eða skjali og þá „les“ talgervilinn textann upphátt á íslensku fyrir notandann. Þessar íslensku talgervilsraddir sem bera heitið „Karl“ og „Dóra“ hafa verið mjög mikilvægar fyrir blinda, sjónskerta og lesblinda. Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti, íslensku raddirnar „Karl“ og „Dóra“ í talgervlum snjallsíma verða brátt ekki lengur aðgengilegar í Android-símum. Eftir að Amazon verslunarrisinn keypti fyrirtækið sem þróað hafði tæknina var ákveðið að hætta viðhaldi á íslensku röddunum. Í stað þeirra þurfa notendur að reiða sig á enskan talgervil. Það er mikill missir. Í máltækniáætlun ríkisstjórnarinnar er smíði á nýjum íslenskum talgervli á döfinni. En þrátt fyrir að unnið sé að gerð nýs talgervils verður hann ekki tilbúinn fyrr en eftir eitt til tvö ár. Blindrafélagið sem hafði forgöngu um smíði íslensku talgervilsraddanna, meðal annars með þátttöku lesblindra, vakti máls á þessu nýverið í fjölmiðlum. Félag lesblindra sér ástæðu til að deila þessum áhyggjum með Blindrafélaginu. Það er jafnframt rík ástæða til að hvetja ríkisstjórnina til að vakta þetta mál vel. Öll seinkun getur haft verulega neikvæð og íþyngjandi áhrif á lífsgæði margra blindra, sjónskertra sem og lesblindra. Höfundur er formaður Félags lesblindra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Heilbrigðismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. Tækniframfarir hafa fært lesblindum margt sem gagnast þeim í daglegu lífi. Nýjungar á borð við snjallsíma, hljóðbækur, talgreinar og ekki síst talgervla, hafa aukið aðgengi að skrifuðum texta verulega, auðveldað nám og starf og gert þeim kleift að njóta bókmennta. Lesblindir sem og blindir og sjónskertir hafa nýtt talgervla snjallsíma þar sem texti er merktur í vafra, tölvupósti eða skjali og þá „les“ talgervilinn textann upphátt á íslensku fyrir notandann. Þessar íslensku talgervilsraddir sem bera heitið „Karl“ og „Dóra“ hafa verið mjög mikilvægar fyrir blinda, sjónskerta og lesblinda. Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti, íslensku raddirnar „Karl“ og „Dóra“ í talgervlum snjallsíma verða brátt ekki lengur aðgengilegar í Android-símum. Eftir að Amazon verslunarrisinn keypti fyrirtækið sem þróað hafði tæknina var ákveðið að hætta viðhaldi á íslensku röddunum. Í stað þeirra þurfa notendur að reiða sig á enskan talgervil. Það er mikill missir. Í máltækniáætlun ríkisstjórnarinnar er smíði á nýjum íslenskum talgervli á döfinni. En þrátt fyrir að unnið sé að gerð nýs talgervils verður hann ekki tilbúinn fyrr en eftir eitt til tvö ár. Blindrafélagið sem hafði forgöngu um smíði íslensku talgervilsraddanna, meðal annars með þátttöku lesblindra, vakti máls á þessu nýverið í fjölmiðlum. Félag lesblindra sér ástæðu til að deila þessum áhyggjum með Blindrafélaginu. Það er jafnframt rík ástæða til að hvetja ríkisstjórnina til að vakta þetta mál vel. Öll seinkun getur haft verulega neikvæð og íþyngjandi áhrif á lífsgæði margra blindra, sjónskertra sem og lesblindra. Höfundur er formaður Félags lesblindra.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun