Sportið í dag: Fengu leikmenn að velja hvort þeir spiluðu með A- eða U-21 árs landsliðinu? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 10:30 Úr leik með U-21 árs landsliðinu í undankeppni EM. vísir/vilhelm Strákarnir í Sportinu í dag veltu því fyrir hvort leikmenn sem eru bæði gjaldgengir í A- og U-21 árs landslið Íslands í fótbolta hefðu fengið að velja hvoru landsliðinu þeir spiluðu með í þessum mánuði. Hópur U-21 árs landsliðsins fyrir EM í Ungverjalandi var birtur í gær þótt KSÍ hafi ætlað að kynna hann á fimmtudaginn. Athygli vakti að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson voru ekki í EM-hópnum en þeir verða þá væntanlega með A-landsliðinu í þremur leikjum þess í undankeppni HM 2022. Leikirnir fara fram sömu daga og leikir U-21 árs landsliðsins á EM. „Það hlýtur að vera niðurstaðan að Alfons og Arnór verði með A-landsliðinu. Síðan sjáum við stráka sem hafa verið í hópnum hjá A-landsliðinu undanfarna mánuði sem eru í U-21 árs liðinu,“ sagði Guðmundur Benediktsson sem leysti Kjartan Atla Kjartansson af í Sportinu í dag. „Ég heyrði einhvers staðar orðróm um það, og sel það ekki dýrara en ég keypti það, þessir leikmenn sem eru gjaldgengir í þessa keppni hafi fengið val hvort þeir vildu fara með U-21 árs eða A-landsliðinu, því þeir hafi allir verið inni í myndinni.“ Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson sögðust finna til með nýjum þjálfara U-21 árs landsliðsins, Davíð Snorra Jónassyni, sem fær afar knappan tíma til að undirbúa fyrstu leiki liðsins undir sinni stjórn. „Það eru engir leikir og hann þarf að vinna með það sem búið var að gera,“ sagði Henry Birgir. Hann sagði að ef leikmenn hafi fengið að velja milli landsliða minni það á þegar gullkynslóðin svokallaða spilaði frekar leiki í umspili um sæti á EM en leiki með A-landsliðinu. „Stóri munurinn er að A-landsliðið er að byrja nýja undankeppni en á þessum tíma var það í einhverju þroti í sinni undankeppni. Það var auðveldara að setja alla á stórmótið og Óli Jóh var svo bara brjálaður að fá ekki strákana,“ sagði Henry Birgir. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Stóru spurningarnar sem Arnar, Lars og Eiður Smári munu svara í vikunni Fyrsti landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar mun svala forvitni margra sem hafa verið að pæla í því hvaða stefnu hann ætlar að taka nú þegar gullaldarlið Íslands er að hefja endasprett sinn í landsliðsbúningnum. Vísir skoðaði nokkrar spurningar sem brenna á fótboltaáhugafólki við þessi tímamót. 16. mars 2021 10:01 „Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. 16. mars 2021 09:45 UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49 Danir í sömu stöðu og Íslendingar: „Mjög óheppilegt“ Danir tilkynntu í gær hvaða leikmenn fara með U21 árs landsliðinu á EM og mæta þar meðal annars Íslandi sem og hvaða leikmenn munu taka þátt í undankeppninni með A-landsliðinu. 16. mars 2021 07:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Hópur U-21 árs landsliðsins fyrir EM í Ungverjalandi var birtur í gær þótt KSÍ hafi ætlað að kynna hann á fimmtudaginn. Athygli vakti að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson voru ekki í EM-hópnum en þeir verða þá væntanlega með A-landsliðinu í þremur leikjum þess í undankeppni HM 2022. Leikirnir fara fram sömu daga og leikir U-21 árs landsliðsins á EM. „Það hlýtur að vera niðurstaðan að Alfons og Arnór verði með A-landsliðinu. Síðan sjáum við stráka sem hafa verið í hópnum hjá A-landsliðinu undanfarna mánuði sem eru í U-21 árs liðinu,“ sagði Guðmundur Benediktsson sem leysti Kjartan Atla Kjartansson af í Sportinu í dag. „Ég heyrði einhvers staðar orðróm um það, og sel það ekki dýrara en ég keypti það, þessir leikmenn sem eru gjaldgengir í þessa keppni hafi fengið val hvort þeir vildu fara með U-21 árs eða A-landsliðinu, því þeir hafi allir verið inni í myndinni.“ Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson sögðust finna til með nýjum þjálfara U-21 árs landsliðsins, Davíð Snorra Jónassyni, sem fær afar knappan tíma til að undirbúa fyrstu leiki liðsins undir sinni stjórn. „Það eru engir leikir og hann þarf að vinna með það sem búið var að gera,“ sagði Henry Birgir. Hann sagði að ef leikmenn hafi fengið að velja milli landsliða minni það á þegar gullkynslóðin svokallaða spilaði frekar leiki í umspili um sæti á EM en leiki með A-landsliðinu. „Stóri munurinn er að A-landsliðið er að byrja nýja undankeppni en á þessum tíma var það í einhverju þroti í sinni undankeppni. Það var auðveldara að setja alla á stórmótið og Óli Jóh var svo bara brjálaður að fá ekki strákana,“ sagði Henry Birgir. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Stóru spurningarnar sem Arnar, Lars og Eiður Smári munu svara í vikunni Fyrsti landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar mun svala forvitni margra sem hafa verið að pæla í því hvaða stefnu hann ætlar að taka nú þegar gullaldarlið Íslands er að hefja endasprett sinn í landsliðsbúningnum. Vísir skoðaði nokkrar spurningar sem brenna á fótboltaáhugafólki við þessi tímamót. 16. mars 2021 10:01 „Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. 16. mars 2021 09:45 UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49 Danir í sömu stöðu og Íslendingar: „Mjög óheppilegt“ Danir tilkynntu í gær hvaða leikmenn fara með U21 árs landsliðinu á EM og mæta þar meðal annars Íslandi sem og hvaða leikmenn munu taka þátt í undankeppninni með A-landsliðinu. 16. mars 2021 07:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Stóru spurningarnar sem Arnar, Lars og Eiður Smári munu svara í vikunni Fyrsti landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar mun svala forvitni margra sem hafa verið að pæla í því hvaða stefnu hann ætlar að taka nú þegar gullaldarlið Íslands er að hefja endasprett sinn í landsliðsbúningnum. Vísir skoðaði nokkrar spurningar sem brenna á fótboltaáhugafólki við þessi tímamót. 16. mars 2021 10:01
„Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. 16. mars 2021 09:45
UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49
Danir í sömu stöðu og Íslendingar: „Mjög óheppilegt“ Danir tilkynntu í gær hvaða leikmenn fara með U21 árs landsliðinu á EM og mæta þar meðal annars Íslandi sem og hvaða leikmenn munu taka þátt í undankeppninni með A-landsliðinu. 16. mars 2021 07:00