Gleymdir vegir Þröstur Friðfinnsson skrifar 17. mars 2021 07:01 Stjórnvöld eru að gera átak í samgöngumálum víða um land og ekki vanþörf á. Það er þakkarvert sem gert er, en þó eru enn til vegir sem ekki ná athygli þingmanna þó brýn þörf sé á úrbótum. Það er sorglegt ef alvarleg slys þurfa að verða til að horft sé til vegabóta þar sem þörfin má þó kallast augljós. Ég hef á undanförnum árum reynt við ýmis tækifæri að minna á einn gleymdan veg, sem er vegurinn um Fnjóskadal og Dalsmynni. Þessi vegur var byggður um miðja síðustu öld og má heita enn í upprunalegri mynd. Hann er mjór, krókóttur og mishæðóttur malarvegur, langt frá því að standast nokkur nútíma viðmið um umferðaröryggi. Samt tekst ekki að ná eyrum ráðamanna og engin áform eru um endurbyggingu vegarins á komandi árum, er hún þó ansi brýn orðin. Þingmenn bera því við að umferð um veginn sé ekki næg til að réttlæta endurbætur. Það eru eiginlega afleit rök, því í raun er það bara ástand vegarins sem hamlar því að umferð um hann margfaldist. Eftir að Vaðlaheiðargöng hafa tekið við megin straumi umferðar austur frá Akureyri, ætti þessi leið um Fnjóskadal og Dalsmynni að byggjast upp sem einstaklega falleg ferðamannaleið, jafnt að vetri sem sumri. Hún er hluti af Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way, og mun á komandi árum fá mjög vaxandi athygli og umferð vegna þess. Að sönnu er snjóflóðahætta í Dalsmynni einhverja daga flesta vetur, en þá er einfalt að loka leiðinni, enda þekkt hætta og vel fylgst með. Þessi leið hefur mun breiðari tilgang en Víkurskarð og ætti að taka við sem leið 2 á móti göngunum í framtíðinni. Það má kalla mikinn galla á okkar skipulagi í vegamálum, að eðlilega flokkun vega skortir. Vegir hafa almennt þríþætt hlutverk í okkar samfélagi; Þeir þjóna sem flutningaleiðir fyrir vörur, sem ferðamannaleiðir og loks sem tengileiðir fyrir íbúa viðkomandi svæðis eða milli landssvæða. Sumir vegir þjóna öllum þremur hlutverkum, sumir einu eða tveimur. Vegur um Fnjóskadal og Dalsmynni þjónar t.d. ekki þungaflutningum og þarf því ekki að byggjast upp til að bera þá. En hann er mikilvæg tengileið fyrir íbúa í Fnjóskadal. Þeir eiga ekki annan kost nú til að sinna sínum daglegu erindum en grýttan veg, með ryki eða drullu í kaupbæti eftir tíðafari. Einnig er þessi vegur ferðamannaleið en mikið fáfarnari en skyldi, vegna þess hve slæmur og beinlínis hættulegur vegurinn er. Með vegabótum mun verða umtalsverð og vaxandi umferð ferðamanna um þessa leið, bæði í rútum og á einkabílum. Ég skora á ráðamenn að koma veginum um Fnjóskadal og Dalsmynni strax inn á áætlun og byggja hann síðan markvisst upp á næstu árum svo hann megi sinna sínu hlutverki til framtíðar með þeim sóma sem ber. Fegurð Fnjóskadals og Dalsmynnis er óumdeild og ætti að vera ferðamönnum aðgengileg án þess að þeir þurfi að leggja sig í stórhættu til að njóta. Höfundur er sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Grýtubakkahreppur Samgöngur Vegagerð Þingeyjarsveit Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru að gera átak í samgöngumálum víða um land og ekki vanþörf á. Það er þakkarvert sem gert er, en þó eru enn til vegir sem ekki ná athygli þingmanna þó brýn þörf sé á úrbótum. Það er sorglegt ef alvarleg slys þurfa að verða til að horft sé til vegabóta þar sem þörfin má þó kallast augljós. Ég hef á undanförnum árum reynt við ýmis tækifæri að minna á einn gleymdan veg, sem er vegurinn um Fnjóskadal og Dalsmynni. Þessi vegur var byggður um miðja síðustu öld og má heita enn í upprunalegri mynd. Hann er mjór, krókóttur og mishæðóttur malarvegur, langt frá því að standast nokkur nútíma viðmið um umferðaröryggi. Samt tekst ekki að ná eyrum ráðamanna og engin áform eru um endurbyggingu vegarins á komandi árum, er hún þó ansi brýn orðin. Þingmenn bera því við að umferð um veginn sé ekki næg til að réttlæta endurbætur. Það eru eiginlega afleit rök, því í raun er það bara ástand vegarins sem hamlar því að umferð um hann margfaldist. Eftir að Vaðlaheiðargöng hafa tekið við megin straumi umferðar austur frá Akureyri, ætti þessi leið um Fnjóskadal og Dalsmynni að byggjast upp sem einstaklega falleg ferðamannaleið, jafnt að vetri sem sumri. Hún er hluti af Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way, og mun á komandi árum fá mjög vaxandi athygli og umferð vegna þess. Að sönnu er snjóflóðahætta í Dalsmynni einhverja daga flesta vetur, en þá er einfalt að loka leiðinni, enda þekkt hætta og vel fylgst með. Þessi leið hefur mun breiðari tilgang en Víkurskarð og ætti að taka við sem leið 2 á móti göngunum í framtíðinni. Það má kalla mikinn galla á okkar skipulagi í vegamálum, að eðlilega flokkun vega skortir. Vegir hafa almennt þríþætt hlutverk í okkar samfélagi; Þeir þjóna sem flutningaleiðir fyrir vörur, sem ferðamannaleiðir og loks sem tengileiðir fyrir íbúa viðkomandi svæðis eða milli landssvæða. Sumir vegir þjóna öllum þremur hlutverkum, sumir einu eða tveimur. Vegur um Fnjóskadal og Dalsmynni þjónar t.d. ekki þungaflutningum og þarf því ekki að byggjast upp til að bera þá. En hann er mikilvæg tengileið fyrir íbúa í Fnjóskadal. Þeir eiga ekki annan kost nú til að sinna sínum daglegu erindum en grýttan veg, með ryki eða drullu í kaupbæti eftir tíðafari. Einnig er þessi vegur ferðamannaleið en mikið fáfarnari en skyldi, vegna þess hve slæmur og beinlínis hættulegur vegurinn er. Með vegabótum mun verða umtalsverð og vaxandi umferð ferðamanna um þessa leið, bæði í rútum og á einkabílum. Ég skora á ráðamenn að koma veginum um Fnjóskadal og Dalsmynni strax inn á áætlun og byggja hann síðan markvisst upp á næstu árum svo hann megi sinna sínu hlutverki til framtíðar með þeim sóma sem ber. Fegurð Fnjóskadals og Dalsmynnis er óumdeild og ætti að vera ferðamönnum aðgengileg án þess að þeir þurfi að leggja sig í stórhættu til að njóta. Höfundur er sveitarstjóri.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun