Skoða hvort erfiðara sé að greina nýtt afbrigði sem fannst í Frakklandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2021 23:05 Vísindamenn rannsaka nú hvort stökkbreyting kunni að hafa valdið því að afbrigðið sé illgreinanlegt með PCR-prófum. Julien Mattia/Anadolu Agency via Getty Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur verið uppgötvað í Frakklandi. Afbrigðið er ekki talið meira smitandi eða valda alvarlegri veikindum en önnur, en kann að greinast illa í PCR-prófum. France24 greinir frá því að átta tilfelli afbrigðisins hefðu greinst hjá sjúklingum á spítala í Lannion í Bretagne-héraði. Sum þeirra hefðu ekki komið fram þegar sjúklingarnir voru prófaðir með PCR-prófum, sem iðulega er stuðst við þegar skimað er fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu rannsaka vísindamenn nú hvort stökkbreyting gæti hafa valdið því að erfiðara sé að greina kórónuveiruna hjá þeim sem smitast af afbrigðinu. Búið er að gera Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni viðvart vegna uppgötvunarinnar, og fylgist hún með gangi mála. Alþekkt er að veirur stökkbreytist þegar þær smitast á milli manna. Í langfæstum tilfellum hefur stökkbreyting mikla þýðingu, en í einstaka tilfellum getur hún orðið til þess að veiran breytist á þann hátt að erfiðara getur reynst að hindra útbreiðslu hennar. Eins og sakir standa eru þrjú afbrigði kórónuveirunnar sem valdið hafa heilbrigðisyfirvöldum og vísindamönnum víða um heim sérstökum áhyggjum. Þau eru kennd við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. RÚV hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttavarnalækni að fréttirnar séu ekki áhyggjuefni að svo stöddu. PCR-próf sem notuð eru hér á landi séu búin fleiri en einum þreifara sem leiti að veirunni í fólki. Hafa hætt notkun AstraZeneca Frönsk stjórnvöld hafa ekki viljað grípa til útgöngubanns þrátt fyrir fjölgun smita á milla daga, sem hafa verið í kring um 25 þúsund síðustu daga. Rúmlega 4,1 milljón manna hafa greinst með veiruna í landinu frá upphafi faraldursins, og yfir 91 þúsund látið lífið. Frakkland er þá á meðal þeirra þjóða sem hefur gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið bólusetningar með bóluefni AstraZeneca, eftir að tilkynningar um blóðtappa hjá fólk sem hafði þegið bólusetningu með efninu tóku að berast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
France24 greinir frá því að átta tilfelli afbrigðisins hefðu greinst hjá sjúklingum á spítala í Lannion í Bretagne-héraði. Sum þeirra hefðu ekki komið fram þegar sjúklingarnir voru prófaðir með PCR-prófum, sem iðulega er stuðst við þegar skimað er fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu rannsaka vísindamenn nú hvort stökkbreyting gæti hafa valdið því að erfiðara sé að greina kórónuveiruna hjá þeim sem smitast af afbrigðinu. Búið er að gera Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni viðvart vegna uppgötvunarinnar, og fylgist hún með gangi mála. Alþekkt er að veirur stökkbreytist þegar þær smitast á milli manna. Í langfæstum tilfellum hefur stökkbreyting mikla þýðingu, en í einstaka tilfellum getur hún orðið til þess að veiran breytist á þann hátt að erfiðara getur reynst að hindra útbreiðslu hennar. Eins og sakir standa eru þrjú afbrigði kórónuveirunnar sem valdið hafa heilbrigðisyfirvöldum og vísindamönnum víða um heim sérstökum áhyggjum. Þau eru kennd við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. RÚV hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttavarnalækni að fréttirnar séu ekki áhyggjuefni að svo stöddu. PCR-próf sem notuð eru hér á landi séu búin fleiri en einum þreifara sem leiti að veirunni í fólki. Hafa hætt notkun AstraZeneca Frönsk stjórnvöld hafa ekki viljað grípa til útgöngubanns þrátt fyrir fjölgun smita á milla daga, sem hafa verið í kring um 25 þúsund síðustu daga. Rúmlega 4,1 milljón manna hafa greinst með veiruna í landinu frá upphafi faraldursins, og yfir 91 þúsund látið lífið. Frakkland er þá á meðal þeirra þjóða sem hefur gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið bólusetningar með bóluefni AstraZeneca, eftir að tilkynningar um blóðtappa hjá fólk sem hafði þegið bólusetningu með efninu tóku að berast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira