Reykjavík - fyrir okkur öll! Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 17. mars 2021 08:30 Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtækt samráð um mótun velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Í ferlinu hefur markvisst verið kallað eftir og hlýtt á fjölbreyttar raddir borgarbúa, samstarfsaðila, hagsmunaaðila, starfsfólks og kjörinna fulltrúa. Markmið stefnunnar er að auka lífsgæði fólks og tryggja að Reykjavík sé fyrir okkur öll. Nú liggja drög að velferðarstefnunni fyrir. Hún er hugsuð sem vegvísir fyrir borgarbúa og er rammi utan um metnaðarfullt og mannvænt velferðarstarf sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Áfram eru til stefnur í einstaka málaflokkum, s.s. í húsnæðismálum, málefnum aldraðra og málefnum fatlaðs fólks. Á velferðarsviði starfa yfir þrjú þúsund manns á rúmlega 100 starfsstöðum víðsvegar um borgina. Sviðið býður upp á margskonar einstaklingsbundna þjónustu, í heimahúsum, í skammtímadvölum, íbúðakjörnum, neyðarskýlum og félagsmiðstöðvum en einnig viðtöl og félagslega ráðgjöf. Kjarninn í velferðarstefnunni er að engin tveir einstaklingar eru eins en það á að vera grundvallarnálgun í velferðarþjónustu borgarinnar. Við viljum tryggja nálægð og aðgengileika, þjónustulipurð og skilvirkni, virðingu og umhyggju. Ennfremur er markmiðið að sýna frumkvæði og bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu en það er mikilvæg nálgun í því fjölmenningarlega samfélagi sem Reykjavík er. Loks er mikilvægt að eiga reglubundið samtal og samráð við samfélagið, ekki síst fulltrúa notenda þjónustunnar. Auk greinarhöfundar sem er formaður velferðarráðs og stýrihóps um mótun stefnunnar áttu borgarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri Græn og Egill Þór Jónsson Sjálfstæðisflokki sæti í hópnum, Ásta Þórdís Skjóldal Guðjónsdóttir frá Pepp, samtökum fólks í fátækt, Bergsteinn Þórðarson frá Öryrkjabandalaginu, Ingibjörg Sverrisdóttir frá félagi eldri borgara í Reykjavík, Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri og Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Verkefnisstjóri hópsins var Dís Sigurgeirsdóttir skrifstofustjóri. Um leið og ég færi þeim og þeim hundruðum borgarabúa, samstarfsaðila og starfsmanna sem hafa lagt hönd á plóg bestu þakkir fyrir samstarfið þá hvet ég borgarbúa til að kynna sér stefnudrögin og nota tækifærið til að gera athugasemdir við þau, koma með tillögur um hvernig borgin getur best sannarlega verið fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtækt samráð um mótun velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Í ferlinu hefur markvisst verið kallað eftir og hlýtt á fjölbreyttar raddir borgarbúa, samstarfsaðila, hagsmunaaðila, starfsfólks og kjörinna fulltrúa. Markmið stefnunnar er að auka lífsgæði fólks og tryggja að Reykjavík sé fyrir okkur öll. Nú liggja drög að velferðarstefnunni fyrir. Hún er hugsuð sem vegvísir fyrir borgarbúa og er rammi utan um metnaðarfullt og mannvænt velferðarstarf sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Áfram eru til stefnur í einstaka málaflokkum, s.s. í húsnæðismálum, málefnum aldraðra og málefnum fatlaðs fólks. Á velferðarsviði starfa yfir þrjú þúsund manns á rúmlega 100 starfsstöðum víðsvegar um borgina. Sviðið býður upp á margskonar einstaklingsbundna þjónustu, í heimahúsum, í skammtímadvölum, íbúðakjörnum, neyðarskýlum og félagsmiðstöðvum en einnig viðtöl og félagslega ráðgjöf. Kjarninn í velferðarstefnunni er að engin tveir einstaklingar eru eins en það á að vera grundvallarnálgun í velferðarþjónustu borgarinnar. Við viljum tryggja nálægð og aðgengileika, þjónustulipurð og skilvirkni, virðingu og umhyggju. Ennfremur er markmiðið að sýna frumkvæði og bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu en það er mikilvæg nálgun í því fjölmenningarlega samfélagi sem Reykjavík er. Loks er mikilvægt að eiga reglubundið samtal og samráð við samfélagið, ekki síst fulltrúa notenda þjónustunnar. Auk greinarhöfundar sem er formaður velferðarráðs og stýrihóps um mótun stefnunnar áttu borgarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri Græn og Egill Þór Jónsson Sjálfstæðisflokki sæti í hópnum, Ásta Þórdís Skjóldal Guðjónsdóttir frá Pepp, samtökum fólks í fátækt, Bergsteinn Þórðarson frá Öryrkjabandalaginu, Ingibjörg Sverrisdóttir frá félagi eldri borgara í Reykjavík, Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri og Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Verkefnisstjóri hópsins var Dís Sigurgeirsdóttir skrifstofustjóri. Um leið og ég færi þeim og þeim hundruðum borgarabúa, samstarfsaðila og starfsmanna sem hafa lagt hönd á plóg bestu þakkir fyrir samstarfið þá hvet ég borgarbúa til að kynna sér stefnudrögin og nota tækifærið til að gera athugasemdir við þau, koma með tillögur um hvernig borgin getur best sannarlega verið fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun