Þórsarar endurheimta Drungilas en enda þeir taphrinuna í toppslag kvöldsins? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 16:31 Adomas Drungilas skorar fyrir Þór í fyrri leiknum á móti Stjörnunni. Vísir/Elín Björg Liðin í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar karla í körfubolta, Stjarnan og Þór Þorlákshöfn, mætast í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld. Stjarnan er með tveimur stigum meira en Þórsliðið í öðru sæti deildarinnar en með sigri ná Þórsarar öðru sætinu og tryggja sér um leið betri innbyrðis stöðu á móti Garðbæingum út tímabilið. Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.05. Bæði liðin töpuðu síðasta leik sínum og Þórsarar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Liðið lék síðasta leik án litháíska leikmannsins Adomas Drungilas sem tók út leikbann á móti Grindavík. Í leiknum á undan tapaði Þórsliðið á móti Keflavík en þar á undan hafði spútniklið vetrarins unnið fimm leiki í röð. Stjarnan tapaði óvænt á móti Þór Akureyri í síðasta leik sínum en Garðabæjarliðið hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð undanfarna rúmu sextán mánuði. Stjarnan hefur síðan unnið sex leiki í röð í næsta leik eftir tapleik. Þórsarar sóttu sigur í Garðabæinn í fyrri leik liðanna í janúar en Þórsliðið vann leikinn 111-100 þar sem umræddur Adomas Drungilas var með 20 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 3 varin skot. Stjörnuliðið hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik en liðið er að fá á sig meðaltali 88,2 stig í leik. Ragnar Örn Bragason setti líka niður 20 stig í leiknum en hann var með fjóra þrista og alls voru fimm leikmenn Þórsliðsins með fimmtán stig eða meira því Larry Thomas og Emil Karel Einarsson skoruðu báðir 16 stig og Styrmir Snær Þrastarson var með 15 stig. Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson voru báðir með 24 stig fyrir Stjörnuna í leiknum og Mirza Sarajlija skoraði 19 stig. Stjörnuliðið lék án sænska landsliðsmannsins Alexander Lindqvist og verða væntanlega aftur án hans í kvöld þar sem hann fór til Svíþjóðar á dögunum vegna persónulegra ástæðna. Auk þess að sýna beint frá leik Þórs Þ. og Stjörnunnar þá verður leikur Vals og Tindastóls sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.45 og á eftir honum verða Dominos Tilþrifin. Leikur Vals og Tindastóls er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin. Píeta samtökin eru samtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn verður í opinn dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkkan 20.15 en útsending hefst klukkan 19.45 þar sem vakin verður athygli á samtökunum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Sjá meira
Stjarnan er með tveimur stigum meira en Þórsliðið í öðru sæti deildarinnar en með sigri ná Þórsarar öðru sætinu og tryggja sér um leið betri innbyrðis stöðu á móti Garðbæingum út tímabilið. Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.05. Bæði liðin töpuðu síðasta leik sínum og Þórsarar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Liðið lék síðasta leik án litháíska leikmannsins Adomas Drungilas sem tók út leikbann á móti Grindavík. Í leiknum á undan tapaði Þórsliðið á móti Keflavík en þar á undan hafði spútniklið vetrarins unnið fimm leiki í röð. Stjarnan tapaði óvænt á móti Þór Akureyri í síðasta leik sínum en Garðabæjarliðið hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð undanfarna rúmu sextán mánuði. Stjarnan hefur síðan unnið sex leiki í röð í næsta leik eftir tapleik. Þórsarar sóttu sigur í Garðabæinn í fyrri leik liðanna í janúar en Þórsliðið vann leikinn 111-100 þar sem umræddur Adomas Drungilas var með 20 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 3 varin skot. Stjörnuliðið hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik en liðið er að fá á sig meðaltali 88,2 stig í leik. Ragnar Örn Bragason setti líka niður 20 stig í leiknum en hann var með fjóra þrista og alls voru fimm leikmenn Þórsliðsins með fimmtán stig eða meira því Larry Thomas og Emil Karel Einarsson skoruðu báðir 16 stig og Styrmir Snær Þrastarson var með 15 stig. Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson voru báðir með 24 stig fyrir Stjörnuna í leiknum og Mirza Sarajlija skoraði 19 stig. Stjörnuliðið lék án sænska landsliðsmannsins Alexander Lindqvist og verða væntanlega aftur án hans í kvöld þar sem hann fór til Svíþjóðar á dögunum vegna persónulegra ástæðna. Auk þess að sýna beint frá leik Þórs Þ. og Stjörnunnar þá verður leikur Vals og Tindastóls sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.45 og á eftir honum verða Dominos Tilþrifin. Leikur Vals og Tindastóls er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin. Píeta samtökin eru samtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn verður í opinn dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkkan 20.15 en útsending hefst klukkan 19.45 þar sem vakin verður athygli á samtökunum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Sjá meira