Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2021 23:13 Pavel Ermolinskij var með tvö stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar í sigri Vals á Tindastóli. vísir/hulda margrét Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. „Þetta er bara vinna sem við höfum lagt inn undanfarin mánuð eða svo. Það var ekkert sérstakt sem gerðist í þessum leik. Ákveðin hugarfarsbreyting átti sér stað hérna og hún skilar sér í því að við spilum betri körfubolta og vinnum leiki,“ sagði Pavel við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Liðsheild Vals var mjög öflug í leiknum í kvöld og margir leikmenn áttu góðan leik. „Það var alltaf tilgangurinn með þessu liði, þetta átti að vera safn af mönnum sem spila saman og leggja sín lóð á vogarskálarnar. Það var planið en það hefur gengið erfiðlega að fá menn til að sýna sitt besta andlit, að setja þá í réttar stöður til að standa sig,“ sagði Pavel. „Við höfum unnið í því og besta útgáfan af þessu Valsliði er þetta; að allir skili sínu hlutverki, hvað sem það er.“ Þrátt fyrir að vera komnir á beinu brautina og unnið þrjá leiki í röð er Pavel ekki í nokkrum vafa um að Valsmenn geti orðið enn betri. „Hundrað prósent. Þakið á þessu liði er með því hæsta í deildinni, ef ekki það hæsta. Við höfum sýnt okkar verstu hliðar en svo uppgötvuðum við að þetta er bara eins og hver önnur vinna. Þetta eru klukkutímar í æfingasalnum, sýna einbeitingu, vilja vera betri og setja ábyrgð á sjálfan sig,“ sagði Pavel. „Við erum komnir yfir smá hjalla og höfum fengið trú á sjálfum okkur sem var horfin. Sama hversu stór nöfn eru í þessu liði og mikið sjálfstraust, þá var búið að berja það niður. Það er svo bara æfing á morgun og við þurfum að mæta aftur í vinnuna.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 22:45 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
„Þetta er bara vinna sem við höfum lagt inn undanfarin mánuð eða svo. Það var ekkert sérstakt sem gerðist í þessum leik. Ákveðin hugarfarsbreyting átti sér stað hérna og hún skilar sér í því að við spilum betri körfubolta og vinnum leiki,“ sagði Pavel við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Liðsheild Vals var mjög öflug í leiknum í kvöld og margir leikmenn áttu góðan leik. „Það var alltaf tilgangurinn með þessu liði, þetta átti að vera safn af mönnum sem spila saman og leggja sín lóð á vogarskálarnar. Það var planið en það hefur gengið erfiðlega að fá menn til að sýna sitt besta andlit, að setja þá í réttar stöður til að standa sig,“ sagði Pavel. „Við höfum unnið í því og besta útgáfan af þessu Valsliði er þetta; að allir skili sínu hlutverki, hvað sem það er.“ Þrátt fyrir að vera komnir á beinu brautina og unnið þrjá leiki í röð er Pavel ekki í nokkrum vafa um að Valsmenn geti orðið enn betri. „Hundrað prósent. Þakið á þessu liði er með því hæsta í deildinni, ef ekki það hæsta. Við höfum sýnt okkar verstu hliðar en svo uppgötvuðum við að þetta er bara eins og hver önnur vinna. Þetta eru klukkutímar í æfingasalnum, sýna einbeitingu, vilja vera betri og setja ábyrgð á sjálfan sig,“ sagði Pavel. „Við erum komnir yfir smá hjalla og höfum fengið trú á sjálfum okkur sem var horfin. Sama hversu stór nöfn eru í þessu liði og mikið sjálfstraust, þá var búið að berja það niður. Það er svo bara æfing á morgun og við þurfum að mæta aftur í vinnuna.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 22:45 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 22:45
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga