Áskorun til stjórnvalda Vilhjálmur Birgisson skrifar 19. mars 2021 10:30 Fjölmargt launafólk hefur nýtt sér úrræði stjórnvalda og ráðstafað hluta af séreignarsparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán sín. Það er mat mitt að hér sé um mjög skynsamlega ráðstöfun að ræða enda umrædd ráðstöfun skattfrjáls og það er einnig mitt mat að besti lífeyrir heimilanna er að eiga skuldlitla eða skuldlausa eign þegar fólk fer á eftirlaun. Hins vegar liggur fyrir að þessi heimild heimilanna til að ráðstafa séreign sinni skattfrjálst inn á húsnæðislán sín rennur út í júní næstkomandi og ekki hefur heyrst frá stjórnvöldum hvort þau muni framlengja þetta frábæra úrræði fyrir heimilin. Ég skora á stjórnvöld að halda þessu úrræði áfram því eins og áður sagði þá tel ég að besti lífeyrir launafólks sé að eiga skuldlítið eða skuldlaust húsnæði þegar það kemst á eftirlaun. Það gefur fólki möguleika á að selja eign sína og fjárfesta annað hvort í minni og ódýrari eign eða fara í önnur búsetuúrræði sem bjóðast eldra fólki eins og t.d. í gegnum Búseta. Já, húseign launafólks er okkar besti lífeyrir og í því jákvæða vaxtastigi sem við núna loksins búum við þar sem fólk hefur í stríðum straumum komið sér úr viðjum og hlekkjum verðtryggingar og endurfjármagnað sig með óverðtryggðum húsnæðislánum er frábært að geta notað skattfrjálsan séreignarlífeyrissparnað sinn til að lækka höfuðstól húsnæðislána. Ég ítreka áskorun mína til stjórnvalda að heimila áframhald á þessu góða úrræði heimilum til hagsbóta! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Kjaramál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Fjölmargt launafólk hefur nýtt sér úrræði stjórnvalda og ráðstafað hluta af séreignarsparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán sín. Það er mat mitt að hér sé um mjög skynsamlega ráðstöfun að ræða enda umrædd ráðstöfun skattfrjáls og það er einnig mitt mat að besti lífeyrir heimilanna er að eiga skuldlitla eða skuldlausa eign þegar fólk fer á eftirlaun. Hins vegar liggur fyrir að þessi heimild heimilanna til að ráðstafa séreign sinni skattfrjálst inn á húsnæðislán sín rennur út í júní næstkomandi og ekki hefur heyrst frá stjórnvöldum hvort þau muni framlengja þetta frábæra úrræði fyrir heimilin. Ég skora á stjórnvöld að halda þessu úrræði áfram því eins og áður sagði þá tel ég að besti lífeyrir launafólks sé að eiga skuldlítið eða skuldlaust húsnæði þegar það kemst á eftirlaun. Það gefur fólki möguleika á að selja eign sína og fjárfesta annað hvort í minni og ódýrari eign eða fara í önnur búsetuúrræði sem bjóðast eldra fólki eins og t.d. í gegnum Búseta. Já, húseign launafólks er okkar besti lífeyrir og í því jákvæða vaxtastigi sem við núna loksins búum við þar sem fólk hefur í stríðum straumum komið sér úr viðjum og hlekkjum verðtryggingar og endurfjármagnað sig með óverðtryggðum húsnæðislánum er frábært að geta notað skattfrjálsan séreignarlífeyrissparnað sinn til að lækka höfuðstól húsnæðislána. Ég ítreka áskorun mína til stjórnvalda að heimila áframhald á þessu góða úrræði heimilum til hagsbóta! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar