Telur að Martin ætti bara að hinkra því hann muni fá starf á næstu mánuðum Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2021 10:30 Israel Martin er búinn að koma sér vel fyrir á Íslandi með fjölskyldu sinni og ekkert fararsnið er á honum. vísir/vilhelm Spænski körfuboltaþjálfarinn Israel Martin, sem þjálfað hefur á Íslandi síðustu sjö ár, ætti bara að bíða rólegur að mati Kjartans Atla Kjartanssonar. Hann muni fá starf hér á landi á næstu mánuðum. Martin var rekinn frá Haukum á dögunum eftir að hafa stýrt þeim frá sumrinu 2019. Hann skildi við Hauka á botni Dominos-deildarinnar en liðið var í 6. sæti í fyrra þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Hann gerði Tindastól að bikarmeistara árið 2018 en hætti hjá félaginu ári síðar. „Hann þótti ekki alveg standa undir sínu þegar hann var á Króknum og gerði enga hluti með Hauka. Á hann framtíð fyrir sér í íslenskum körfubolta,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Bendir á að Borce hafi verið lengi að finna taktinn „Já,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef setið þjálfaranámskeið þar sem að Israel Martin kenndi. Það er gaman að hlusta á hann. Þetta er gæi sem að landaði Bakken Bears starfinu, sem er eitt allra stærsta liðið á Norðurlöndum,“ sagði Kjartan Atli. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar en umræðan um Martin hefst eftir 22 og hálfa mínútu. Kjartan Atli telur að Martin muni með tímanum geta náð betri árangri og nefndi Borce Ilievski, þjálfara ÍR, sem dæmi: „Við sáum hvernig Borce Ilievski kom hingað til lands, byrjaði hjá Vestra, fór á Krókinn og til Breiðabliks, og var lengi að finna taktinn. Borce hefur alltaf verið frábær þjálfari en körfuboltinn var ekki á þeim stað sem hann er núna. Borce er svo „all-in“ að leikmenn voru kannski ekki tilbúnir. Þannig að ég held að Israel Martin eigi bara að hinkra aðeins og að hann muni fá starf hér. Það er skortur á körfuboltaþjálfurum hér sem að geta þjálfað í efstu deild. Ég held að þolinmæði sé dyggð, og að Isarel Martin eigi bara að hinkra því það muni eitthvað opnast á næstu mánuðum. Hann er góður þjálfari en stundum ganga hlutirnir ekki upp. Hann er líka herramaður sem beitir sér algjörlega fyrir klúbbinn,“ sagði Kjartan Atli. Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Ef að Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali“ „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér vil ég vera það sem eftir er ævinnar,“ segir körfuboltaþjálfarinn Israel Martin sem nú leitar að nýju liði til að þjálfa hér á landi. Hann ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn. 16. mars 2021 12:01 Sævaldur tekur við Haukaliðinu af Israel Martín Sævaldur Bjarnason verður nýr þjálfari Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og mun taka við liðinu af Spánverjanum Israel Martín. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Martin var rekinn frá Haukum á dögunum eftir að hafa stýrt þeim frá sumrinu 2019. Hann skildi við Hauka á botni Dominos-deildarinnar en liðið var í 6. sæti í fyrra þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Hann gerði Tindastól að bikarmeistara árið 2018 en hætti hjá félaginu ári síðar. „Hann þótti ekki alveg standa undir sínu þegar hann var á Króknum og gerði enga hluti með Hauka. Á hann framtíð fyrir sér í íslenskum körfubolta,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Bendir á að Borce hafi verið lengi að finna taktinn „Já,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef setið þjálfaranámskeið þar sem að Israel Martin kenndi. Það er gaman að hlusta á hann. Þetta er gæi sem að landaði Bakken Bears starfinu, sem er eitt allra stærsta liðið á Norðurlöndum,“ sagði Kjartan Atli. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar en umræðan um Martin hefst eftir 22 og hálfa mínútu. Kjartan Atli telur að Martin muni með tímanum geta náð betri árangri og nefndi Borce Ilievski, þjálfara ÍR, sem dæmi: „Við sáum hvernig Borce Ilievski kom hingað til lands, byrjaði hjá Vestra, fór á Krókinn og til Breiðabliks, og var lengi að finna taktinn. Borce hefur alltaf verið frábær þjálfari en körfuboltinn var ekki á þeim stað sem hann er núna. Borce er svo „all-in“ að leikmenn voru kannski ekki tilbúnir. Þannig að ég held að Israel Martin eigi bara að hinkra aðeins og að hann muni fá starf hér. Það er skortur á körfuboltaþjálfurum hér sem að geta þjálfað í efstu deild. Ég held að þolinmæði sé dyggð, og að Isarel Martin eigi bara að hinkra því það muni eitthvað opnast á næstu mánuðum. Hann er góður þjálfari en stundum ganga hlutirnir ekki upp. Hann er líka herramaður sem beitir sér algjörlega fyrir klúbbinn,“ sagði Kjartan Atli.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Ef að Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali“ „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér vil ég vera það sem eftir er ævinnar,“ segir körfuboltaþjálfarinn Israel Martin sem nú leitar að nýju liði til að þjálfa hér á landi. Hann ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn. 16. mars 2021 12:01 Sævaldur tekur við Haukaliðinu af Israel Martín Sævaldur Bjarnason verður nýr þjálfari Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og mun taka við liðinu af Spánverjanum Israel Martín. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
„Ef að Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali“ „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér vil ég vera það sem eftir er ævinnar,“ segir körfuboltaþjálfarinn Israel Martin sem nú leitar að nýju liði til að þjálfa hér á landi. Hann ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn. 16. mars 2021 12:01
Sævaldur tekur við Haukaliðinu af Israel Martín Sævaldur Bjarnason verður nýr þjálfari Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og mun taka við liðinu af Spánverjanum Israel Martín. 17. mars 2021 11:01