Telur að Martin ætti bara að hinkra því hann muni fá starf á næstu mánuðum Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2021 10:30 Israel Martin er búinn að koma sér vel fyrir á Íslandi með fjölskyldu sinni og ekkert fararsnið er á honum. vísir/vilhelm Spænski körfuboltaþjálfarinn Israel Martin, sem þjálfað hefur á Íslandi síðustu sjö ár, ætti bara að bíða rólegur að mati Kjartans Atla Kjartanssonar. Hann muni fá starf hér á landi á næstu mánuðum. Martin var rekinn frá Haukum á dögunum eftir að hafa stýrt þeim frá sumrinu 2019. Hann skildi við Hauka á botni Dominos-deildarinnar en liðið var í 6. sæti í fyrra þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Hann gerði Tindastól að bikarmeistara árið 2018 en hætti hjá félaginu ári síðar. „Hann þótti ekki alveg standa undir sínu þegar hann var á Króknum og gerði enga hluti með Hauka. Á hann framtíð fyrir sér í íslenskum körfubolta,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Bendir á að Borce hafi verið lengi að finna taktinn „Já,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef setið þjálfaranámskeið þar sem að Israel Martin kenndi. Það er gaman að hlusta á hann. Þetta er gæi sem að landaði Bakken Bears starfinu, sem er eitt allra stærsta liðið á Norðurlöndum,“ sagði Kjartan Atli. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar en umræðan um Martin hefst eftir 22 og hálfa mínútu. Kjartan Atli telur að Martin muni með tímanum geta náð betri árangri og nefndi Borce Ilievski, þjálfara ÍR, sem dæmi: „Við sáum hvernig Borce Ilievski kom hingað til lands, byrjaði hjá Vestra, fór á Krókinn og til Breiðabliks, og var lengi að finna taktinn. Borce hefur alltaf verið frábær þjálfari en körfuboltinn var ekki á þeim stað sem hann er núna. Borce er svo „all-in“ að leikmenn voru kannski ekki tilbúnir. Þannig að ég held að Israel Martin eigi bara að hinkra aðeins og að hann muni fá starf hér. Það er skortur á körfuboltaþjálfurum hér sem að geta þjálfað í efstu deild. Ég held að þolinmæði sé dyggð, og að Isarel Martin eigi bara að hinkra því það muni eitthvað opnast á næstu mánuðum. Hann er góður þjálfari en stundum ganga hlutirnir ekki upp. Hann er líka herramaður sem beitir sér algjörlega fyrir klúbbinn,“ sagði Kjartan Atli. Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Ef að Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali“ „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér vil ég vera það sem eftir er ævinnar,“ segir körfuboltaþjálfarinn Israel Martin sem nú leitar að nýju liði til að þjálfa hér á landi. Hann ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn. 16. mars 2021 12:01 Sævaldur tekur við Haukaliðinu af Israel Martín Sævaldur Bjarnason verður nýr þjálfari Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og mun taka við liðinu af Spánverjanum Israel Martín. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Martin var rekinn frá Haukum á dögunum eftir að hafa stýrt þeim frá sumrinu 2019. Hann skildi við Hauka á botni Dominos-deildarinnar en liðið var í 6. sæti í fyrra þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Hann gerði Tindastól að bikarmeistara árið 2018 en hætti hjá félaginu ári síðar. „Hann þótti ekki alveg standa undir sínu þegar hann var á Króknum og gerði enga hluti með Hauka. Á hann framtíð fyrir sér í íslenskum körfubolta,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Bendir á að Borce hafi verið lengi að finna taktinn „Já,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef setið þjálfaranámskeið þar sem að Israel Martin kenndi. Það er gaman að hlusta á hann. Þetta er gæi sem að landaði Bakken Bears starfinu, sem er eitt allra stærsta liðið á Norðurlöndum,“ sagði Kjartan Atli. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar en umræðan um Martin hefst eftir 22 og hálfa mínútu. Kjartan Atli telur að Martin muni með tímanum geta náð betri árangri og nefndi Borce Ilievski, þjálfara ÍR, sem dæmi: „Við sáum hvernig Borce Ilievski kom hingað til lands, byrjaði hjá Vestra, fór á Krókinn og til Breiðabliks, og var lengi að finna taktinn. Borce hefur alltaf verið frábær þjálfari en körfuboltinn var ekki á þeim stað sem hann er núna. Borce er svo „all-in“ að leikmenn voru kannski ekki tilbúnir. Þannig að ég held að Israel Martin eigi bara að hinkra aðeins og að hann muni fá starf hér. Það er skortur á körfuboltaþjálfurum hér sem að geta þjálfað í efstu deild. Ég held að þolinmæði sé dyggð, og að Isarel Martin eigi bara að hinkra því það muni eitthvað opnast á næstu mánuðum. Hann er góður þjálfari en stundum ganga hlutirnir ekki upp. Hann er líka herramaður sem beitir sér algjörlega fyrir klúbbinn,“ sagði Kjartan Atli.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Ef að Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali“ „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér vil ég vera það sem eftir er ævinnar,“ segir körfuboltaþjálfarinn Israel Martin sem nú leitar að nýju liði til að þjálfa hér á landi. Hann ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn. 16. mars 2021 12:01 Sævaldur tekur við Haukaliðinu af Israel Martín Sævaldur Bjarnason verður nýr þjálfari Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og mun taka við liðinu af Spánverjanum Israel Martín. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
„Ef að Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali“ „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér vil ég vera það sem eftir er ævinnar,“ segir körfuboltaþjálfarinn Israel Martin sem nú leitar að nýju liði til að þjálfa hér á landi. Hann ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn. 16. mars 2021 12:01
Sævaldur tekur við Haukaliðinu af Israel Martín Sævaldur Bjarnason verður nýr þjálfari Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og mun taka við liðinu af Spánverjanum Israel Martín. 17. mars 2021 11:01