Hlúum að verðmætasköpun Svavar Halldórsson skrifar 19. mars 2021 11:00 Töluvert hefur gefið á bátinn í íslensku efnahagslífi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú tröllríður heimsbyggðinni. Botninn hefur dottið úr heilu atvinnugreinunum og útflutningur minnkað mikið. Samkvæmt nýlegum tölum hefur viðskiptahalli ekki verið jafn mikill og í fyrra síðan hrunárið 2008. Í slíkum aðstæðum er afskaplega mikilvægt að hlúa að atvinnuskapandi vaxtasprotum og nýsköpun, enda ljóst að auknar útflutningstekjur er skynsamlegasta leiðin til að koma styrkari stoðum undir íslenskt þjóðarbú. Sérstaklega er vert að horfa á greinar eins og líftækni og þau fyrirtæki í þeim geira sem skara fram úr og eru til fyrirmyndar. Tækifæri í líftækni Mikil tækifæri eru líftækni á Íslandi. Ekki síst þegar kemur að því að fullvinna eða nýta hliðarafurðir í landbúnaði og sjávarútvegi. Þar nýtist hreinleiki íslenskrar náttúru, hugvit og frumkvöðlakraftur eins og dæmin sanna. Um leið nýtist einnig sú þekking og reynsla úr lyfjageiranum sem hér hefur byggst upp síðustu áratugi. Flest íslensk líftæknifyrirtæki eiga það sammerkt að sækja inn á vel borgandi markaði fyrir afurðir í hæsta gæðaflokki. Þar veitir hreinleiki, íslenskur uppruni og græn orka þeim samkeppnisforskot. Fyrirtækin eiga það líka sameiginlegt að hafa í öndvegi sjónarmið umhverfisverndar og dýravelferðar. Til fyrirmyndar í dýravelferð Eitt þessara gjaldeyrisaflandi nýsköpunarfyrirtækja vinnur verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Í fyrra námu útflutningstekjurnar um einum og hálfum milljarði króna. Um hundrað bændur hafa tekjur af þessari búgrein og um fjörutíu manns starfa hjá fyrirtækinu. Starfsemin er í alla staði til fyrirmyndar. Blóðgjöfin er undir eftirliti dýralækna og Matvælastofnunar. Líftæknifyrirtækið sjálft er undir eftirliti Lyfjastofnunar og vottað af bæði lyfjaeftirlitum Evrópu og Bandaríkjanna, auk þess að vera með alþjóðlega vottun um góða framleiðsluhætti sem viðurkenndur er í lyfjageiranum. Þá er þetta eina afurðafyrirtækið í íslenskum landbúnaði sem gerir sérstaka velferðarsamninga við alla bændur sem það á í viðskiptum við. Það eru vinnubrögð sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Dýraheilbrigði Nýsköpun Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Sjá meira
Töluvert hefur gefið á bátinn í íslensku efnahagslífi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú tröllríður heimsbyggðinni. Botninn hefur dottið úr heilu atvinnugreinunum og útflutningur minnkað mikið. Samkvæmt nýlegum tölum hefur viðskiptahalli ekki verið jafn mikill og í fyrra síðan hrunárið 2008. Í slíkum aðstæðum er afskaplega mikilvægt að hlúa að atvinnuskapandi vaxtasprotum og nýsköpun, enda ljóst að auknar útflutningstekjur er skynsamlegasta leiðin til að koma styrkari stoðum undir íslenskt þjóðarbú. Sérstaklega er vert að horfa á greinar eins og líftækni og þau fyrirtæki í þeim geira sem skara fram úr og eru til fyrirmyndar. Tækifæri í líftækni Mikil tækifæri eru líftækni á Íslandi. Ekki síst þegar kemur að því að fullvinna eða nýta hliðarafurðir í landbúnaði og sjávarútvegi. Þar nýtist hreinleiki íslenskrar náttúru, hugvit og frumkvöðlakraftur eins og dæmin sanna. Um leið nýtist einnig sú þekking og reynsla úr lyfjageiranum sem hér hefur byggst upp síðustu áratugi. Flest íslensk líftæknifyrirtæki eiga það sammerkt að sækja inn á vel borgandi markaði fyrir afurðir í hæsta gæðaflokki. Þar veitir hreinleiki, íslenskur uppruni og græn orka þeim samkeppnisforskot. Fyrirtækin eiga það líka sameiginlegt að hafa í öndvegi sjónarmið umhverfisverndar og dýravelferðar. Til fyrirmyndar í dýravelferð Eitt þessara gjaldeyrisaflandi nýsköpunarfyrirtækja vinnur verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Í fyrra námu útflutningstekjurnar um einum og hálfum milljarði króna. Um hundrað bændur hafa tekjur af þessari búgrein og um fjörutíu manns starfa hjá fyrirtækinu. Starfsemin er í alla staði til fyrirmyndar. Blóðgjöfin er undir eftirliti dýralækna og Matvælastofnunar. Líftæknifyrirtækið sjálft er undir eftirliti Lyfjastofnunar og vottað af bæði lyfjaeftirlitum Evrópu og Bandaríkjanna, auk þess að vera með alþjóðlega vottun um góða framleiðsluhætti sem viðurkenndur er í lyfjageiranum. Þá er þetta eina afurðafyrirtækið í íslenskum landbúnaði sem gerir sérstaka velferðarsamninga við alla bændur sem það á í viðskiptum við. Það eru vinnubrögð sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun