Mikilvægi tjáningarfrelsisins Anna Lúðvíksdóttir skrifar 22. mars 2021 08:31 Almenningi er tamt að nota orðið hatursorðræða þegar viðhöfð eru móðgandi eða særandi ummæli í garð einstaklings en þegar að er gáð er ljóst að skilgreining á hatursorðræðu samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er mun þrengri. Afstaða Amnesty International til hatursorðræðu byggir á fyrrgreindum samningi. Þar segir að allur málflutningur til stuðnings haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga sem felur í sér hvatningu um mismunun, fjandskap eða ofbeldi skuli bannaður með lögum. Hatursorðræða er því meira en aðeins tjáning á hugmyndum eða skoðunum sem fela í sér hatur í garð einstaklinga innan ákveðins hóps. Hatursorðræða er því málflutningur til stuðnings haturs sem sýnir með skýrum hætti ásetning þar sem aðrir eru hvattir til að mismuna, sýna andúð eða beita tiltekinn hóp ofbeldi. Í Rabat-aðgerðaáætluninni sem samin var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um hvernig stemma mætti stigu við hvatningu til haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga, er settur fram sex þrepa mælikvarði til að ákvarða hvort tjáning teljist til hatursorðræðu og sé refsiverð. Í þrepunum er horft til þess í hvaða samhengi ummælin eru látin falla, hver tjáir sig, ásetnings, innihalds, umfangs og hverjar líkurnar eru á því að tjáningin leiði til skaða. Rétturinn til tjáningarfrelsis nær til tjáningar sem kemur öðrum úr jafnvægi, móðgar og truflar. Tjáning sem gengur á hlut einhvers en telst ekki sem stuðningur til haturs eða sem hvatning um mismunun, fjandskap eða ofbeldi á ekki að vera refsiverð né takmörkuð nema slíkt byggi á lögum, þjóni lögmætu markmiði og sé nauðsynlegt. Í Rabat-aðgerðaáætluninni er lagt til að refsingar vegna tjáningar sem brjóta í bága við lög teljist til síðustu úrræða sem gripið er til. Það skal undirstrika að afstaða Amnesty International felur ekki í sér að láta tjáningu eins og fordómafull ummæli óátalin. Í því sambandi vísum við til Rabat-aðgerðaáætlunarinnar þar sem ríki eru hvött til þess að stemma stigu við ólögmætum ummælum með öðrum viðurlögum en refsingu.til að koma í veg fyrir ólögmæta tjáningu, svo sem með réttinum til að krefjast bóta, réttinum til leiðréttinga og svara. Ríkjum er ætlað að banna málflutning til stuðnings haturs sem felur í sér fyrrgreinda hvatningu. Mikilvægt er að slík bönn séu sett fram í lögum með nákvæmum hætti þannig að stjórnvöld hafi ekki svigrúm til að misbeita þeim. Amnesty International hefur skrásett fjölda dæma frá löndum eins og Egyptalandi, Nígeríu, Pakistan og Veneseúela þar sem mistækri og óljósri löggjöf er beitt með vísan í víða skilgreiningu á hatursorðræðu til að þagga niður í stjórnarandstæðingum, aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki og öðrum þeim sem stjórnvöldum hugnast ekki. Amnesty International krefst þess að vel sé gætt að jafnvægi milli réttarins um bann við mismunun og réttinum til tjáningarfrelsis. Takmarkanir á tjáningu sem byggja ekki á lögum, þjóna ekki lögmætu markmiði eða eru ekki nauðsynlegar standast ekki samning Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Aðgerðir sem takmarka tjáningu með refsingu séu ekki árangursríkar í baráttu gegn mismunun. Ríki eiga heldur að setja sér yfirgripsmikla löggjöf um bann við mismunun og tryggja víðtækar stefnumótunaraðgerðir til að takast á við undirrót umburðarleysis. Skilvirk vernd og félagsleg þátttaka jaðarsettra hópa krefst víðtækra aðgerða ríkisins og samfélagsins alls. Meðal annars með því að stuðlað sé að samræðum milli ólíkra menningarheima, fræðslu um fjölbreytni og fjölhyggju og valdeflingu minnihlutahópa til að nýta sér rétt sinn til tjáningarfrelsis. Í því samhengi er mikilvægt að stjórnmálaleiðtogar tali gegn orðræðu sem felur í sér mismunun, hvar sem hún á sér stað. Amnesty International heldur áfram baráttunni fyrir mannréttindum allra einstaklinga og hópa með það að leiðarljósi að efla jafnrétti meðal fólks og sporna gegn mismunun. Grunnurinn að opnu og sanngjörnu samfélagi byggir á því að fólk geti notið þessara réttinda, óttalaust og án þvingana eða ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Í slíku samfélagi njóta almennir borgarar réttlætis og mannréttinda. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðis og verndun þess er nauðsynleg í heilbrigðri lýðræðislegri umræðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Almenningi er tamt að nota orðið hatursorðræða þegar viðhöfð eru móðgandi eða særandi ummæli í garð einstaklings en þegar að er gáð er ljóst að skilgreining á hatursorðræðu samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er mun þrengri. Afstaða Amnesty International til hatursorðræðu byggir á fyrrgreindum samningi. Þar segir að allur málflutningur til stuðnings haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga sem felur í sér hvatningu um mismunun, fjandskap eða ofbeldi skuli bannaður með lögum. Hatursorðræða er því meira en aðeins tjáning á hugmyndum eða skoðunum sem fela í sér hatur í garð einstaklinga innan ákveðins hóps. Hatursorðræða er því málflutningur til stuðnings haturs sem sýnir með skýrum hætti ásetning þar sem aðrir eru hvattir til að mismuna, sýna andúð eða beita tiltekinn hóp ofbeldi. Í Rabat-aðgerðaáætluninni sem samin var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um hvernig stemma mætti stigu við hvatningu til haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga, er settur fram sex þrepa mælikvarði til að ákvarða hvort tjáning teljist til hatursorðræðu og sé refsiverð. Í þrepunum er horft til þess í hvaða samhengi ummælin eru látin falla, hver tjáir sig, ásetnings, innihalds, umfangs og hverjar líkurnar eru á því að tjáningin leiði til skaða. Rétturinn til tjáningarfrelsis nær til tjáningar sem kemur öðrum úr jafnvægi, móðgar og truflar. Tjáning sem gengur á hlut einhvers en telst ekki sem stuðningur til haturs eða sem hvatning um mismunun, fjandskap eða ofbeldi á ekki að vera refsiverð né takmörkuð nema slíkt byggi á lögum, þjóni lögmætu markmiði og sé nauðsynlegt. Í Rabat-aðgerðaáætluninni er lagt til að refsingar vegna tjáningar sem brjóta í bága við lög teljist til síðustu úrræða sem gripið er til. Það skal undirstrika að afstaða Amnesty International felur ekki í sér að láta tjáningu eins og fordómafull ummæli óátalin. Í því sambandi vísum við til Rabat-aðgerðaáætlunarinnar þar sem ríki eru hvött til þess að stemma stigu við ólögmætum ummælum með öðrum viðurlögum en refsingu.til að koma í veg fyrir ólögmæta tjáningu, svo sem með réttinum til að krefjast bóta, réttinum til leiðréttinga og svara. Ríkjum er ætlað að banna málflutning til stuðnings haturs sem felur í sér fyrrgreinda hvatningu. Mikilvægt er að slík bönn séu sett fram í lögum með nákvæmum hætti þannig að stjórnvöld hafi ekki svigrúm til að misbeita þeim. Amnesty International hefur skrásett fjölda dæma frá löndum eins og Egyptalandi, Nígeríu, Pakistan og Veneseúela þar sem mistækri og óljósri löggjöf er beitt með vísan í víða skilgreiningu á hatursorðræðu til að þagga niður í stjórnarandstæðingum, aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki og öðrum þeim sem stjórnvöldum hugnast ekki. Amnesty International krefst þess að vel sé gætt að jafnvægi milli réttarins um bann við mismunun og réttinum til tjáningarfrelsis. Takmarkanir á tjáningu sem byggja ekki á lögum, þjóna ekki lögmætu markmiði eða eru ekki nauðsynlegar standast ekki samning Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Aðgerðir sem takmarka tjáningu með refsingu séu ekki árangursríkar í baráttu gegn mismunun. Ríki eiga heldur að setja sér yfirgripsmikla löggjöf um bann við mismunun og tryggja víðtækar stefnumótunaraðgerðir til að takast á við undirrót umburðarleysis. Skilvirk vernd og félagsleg þátttaka jaðarsettra hópa krefst víðtækra aðgerða ríkisins og samfélagsins alls. Meðal annars með því að stuðlað sé að samræðum milli ólíkra menningarheima, fræðslu um fjölbreytni og fjölhyggju og valdeflingu minnihlutahópa til að nýta sér rétt sinn til tjáningarfrelsis. Í því samhengi er mikilvægt að stjórnmálaleiðtogar tali gegn orðræðu sem felur í sér mismunun, hvar sem hún á sér stað. Amnesty International heldur áfram baráttunni fyrir mannréttindum allra einstaklinga og hópa með það að leiðarljósi að efla jafnrétti meðal fólks og sporna gegn mismunun. Grunnurinn að opnu og sanngjörnu samfélagi byggir á því að fólk geti notið þessara réttinda, óttalaust og án þvingana eða ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Í slíku samfélagi njóta almennir borgarar réttlætis og mannréttinda. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðis og verndun þess er nauðsynleg í heilbrigðri lýðræðislegri umræðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun