„Látum oft eins og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 14:01 Valsmennirnir hans Finns Freys Stefánssonar eru komnir upp í 6. sæti Domino's deildar karla. vísir/hulda margrét Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í gær og ekki síður með daginn en leikurinn á Hlíðarenda var styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Allur ágóði af miðasölu leiksins í gær rann óskiptur til Píeta samtakanna og þá var, og er enn hægt, að styrkja þau með frjálsum framlögum. Valur vann leikinn með ellefu stiga mun, 90-79, en þetta var þriðji sigur liðsins í Domino's deild karla í röð. „Ég er bara ánægður með sigurinn og að ná tveimur góðum stigum. Þetta hefur verið brösugt það sem af er vetri hjá báðum liðum og þau á sama stað í töflunni þannig að það var gríðarlega mikilvægt að landa þessum tveimur stigum,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Sigurinn gladdi ekki bara Finn heldur einnig allt í kringum leikinn í gær. „Þetta er frábært málefni. Strákarnir í liðinu hafa staðið fyrir þessu í samstarfi við Píeta samtökin. Bergur Ástráðsson hefur leitt þetta áfram og gert það vel,“ sagði Finnur. Klippa: Viðtal við Finn Frey „Við látum oft eins og körfubolti og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða. Við fórum á fund með Kristínu [Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Píeta samtakanna] í aðdraganda leiksins og það sem sló mann er að maður heldur að það sé einhver staðalímynd fólks sem lendir í þessu. En þetta er bara venjulegt fólk eins og ég og þú.“ Málefnið snertir liðin sem mættust í gær, meðal annars í gegnum Lárus Dag Pálsson sem lék með þeim báðum. Rætt var við ekkju hans í útsendingu Stöðvar 2 Sports fyrir leikinn í gær. „Þetta mál snertir þessi félög mikið. Þau hafa misst góða syni alltof snemma. Það var mjög fallegt að geta vakið athygli á þessu,“ sagði Finnur sem hvetur fólk sem líður illa og glímir við sjálfsvíg til að leita sér hjálpar. „Menn þurfa ekkert að skammast sín fyrir að leita til Píeta samtakanna. Þetta er ekkert tabú. Ef þú ert með einhverjar hugsanir, hafðu samband. Fólk er þarna til að hjálpa þér. Við rífum hvorn annan upp og höldum áfram með lífið.“ Hægt er að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00 „Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01 Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira
Allur ágóði af miðasölu leiksins í gær rann óskiptur til Píeta samtakanna og þá var, og er enn hægt, að styrkja þau með frjálsum framlögum. Valur vann leikinn með ellefu stiga mun, 90-79, en þetta var þriðji sigur liðsins í Domino's deild karla í röð. „Ég er bara ánægður með sigurinn og að ná tveimur góðum stigum. Þetta hefur verið brösugt það sem af er vetri hjá báðum liðum og þau á sama stað í töflunni þannig að það var gríðarlega mikilvægt að landa þessum tveimur stigum,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Sigurinn gladdi ekki bara Finn heldur einnig allt í kringum leikinn í gær. „Þetta er frábært málefni. Strákarnir í liðinu hafa staðið fyrir þessu í samstarfi við Píeta samtökin. Bergur Ástráðsson hefur leitt þetta áfram og gert það vel,“ sagði Finnur. Klippa: Viðtal við Finn Frey „Við látum oft eins og körfubolti og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða. Við fórum á fund með Kristínu [Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Píeta samtakanna] í aðdraganda leiksins og það sem sló mann er að maður heldur að það sé einhver staðalímynd fólks sem lendir í þessu. En þetta er bara venjulegt fólk eins og ég og þú.“ Málefnið snertir liðin sem mættust í gær, meðal annars í gegnum Lárus Dag Pálsson sem lék með þeim báðum. Rætt var við ekkju hans í útsendingu Stöðvar 2 Sports fyrir leikinn í gær. „Þetta mál snertir þessi félög mikið. Þau hafa misst góða syni alltof snemma. Það var mjög fallegt að geta vakið athygli á þessu,“ sagði Finnur sem hvetur fólk sem líður illa og glímir við sjálfsvíg til að leita sér hjálpar. „Menn þurfa ekkert að skammast sín fyrir að leita til Píeta samtakanna. Þetta er ekkert tabú. Ef þú ert með einhverjar hugsanir, hafðu samband. Fólk er þarna til að hjálpa þér. Við rífum hvorn annan upp og höldum áfram með lífið.“ Hægt er að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00 „Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01 Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira
Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00
„Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01
Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11