„Það er erfitt að hitta fólkið sitt því maður skammast sín svo mikið“ Atli Arason skrifar 19. mars 2021 23:00 Njarðvíkingar tapa og tapa. vísir/vilhelm Jón Arnór Sverrisson, leikmaður Njarðvíkur, var algjörlega miður sín og hálf orðlaus í viðtali eftir 89-57 tap gegn erkifjendunum í Keflavík. „Ég skammast mín, þetta er það versta sem ég hef á ævinni minni séð. Ég bara veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Aðspurður af því hvers vegna Njarðvík tapaði svona stórt í kvöld svaraði Jón, „Það er erfitt að segja, ég eiginlega bara veit það ekki. Við spiluðum ekki vörn í kvöld og vorum lélegir í sókn. Þetta er alls ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Keflavík var betri aðilinn í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar voru þó ekki langt á eftir en í þriðja leikhluta þá gjörsamlega hrundi leikur gestanna og Keflavík valtaði yfir þá. „Við byrjuðum hræðilega í þriðja leikhluta, ég veit ekki hvort við náðum einu sinni að skora eitthvað á fyrstu mínútunum, þeir tóku eitthvað 13 eða 15-0 áhlaup á okkur.“ Jóni er þá bent á að Njarðvíkingar skoruðu bara tvö stig á fyrstu fimm mínútum þriðja leikhlutans. „Einmitt, það segir bara hversu slappir við vorum sóknarlega. Þetta er búið að vera svolítið svona í vetur. Allt of mikið drippl og hnoð. Við vorum að taka allt of mikið af tveggja stiga skotum sem er eiginlega versta skotið í leiknum, svona 'jumper-ar' á dripplinu.“ „Við vorum inn í leiknum í hálfleik en svo bara mættum við ekki til leiks í seinni hálfleik. Við vorum andlausir og andleysið var of mikið, það er eins og við höfum ekki trú á þessu. Við höfum verið að byrja þessa síðustu tapleiki ágætlega en svo fer einhvern veginn allt alltaf í klessu í seinni hálfleik. Það sama gerðist í dag.“ Jón Arnór og Þröstur Leó lentu eitthvað saman í fjórða leikhluta en það er alltaf mikill hiti í mönnum þegar þessi lið mætast á vellinum. Aðspurður að því hvað fór fram þeirra á milli sagði Jón, „Hann er með einhverja stæla þegar þeir eru 30 stigum yfir. Það er tilgangslaust og algjör óþarfi hjá honum. Hann sagðist þurfa að vera leiðinlegur, hann ræður hvernig hann hefur þetta en hann er samt toppmaður.“ Njarðvíkingar eru komnir í bullandi vesen í deildinni og eru farnir að daðra við falldrauginn. Einar Árni þjálfari Njarðvíkur kvartaði yfir því eftir tapið gegn Tindastól í síðasta leik liðsins að ósanngjarnt væri að mótherjar Njarðvíkur fái ítrekað auka dag í hvíld. Það truflar Jón Arnór þó ekki mikið. „Nei mér finnst þetta bara gaman. Færri æfingar og fleiri leikir en það er ógeðslega erfitt að vera tapa endalaust, það tekur á þegar maður þarf að mæta í vinnuna daginn eftir. Það er erfitt að hitta fólkið sitt því maður skammast sín svo mikið og sérstaklega eftir svona leik þar sem við spiluðum eins og aumingjar.“ „Við erum allavega ekkert hættir, langt því frá. Það jákvæða við þetta er að við getum nánast bara farið upp á við eftir þetta,“ sagði Jón Arnór Sverrisson að lokum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 89-57 | Gestirnir niðurlægðir Njarðvík voru lömb leidd til slátrunar í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflavík er því með örugga forystu á toppnum en Njarðvík hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum. 19. mars 2021 21:52 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
„Ég skammast mín, þetta er það versta sem ég hef á ævinni minni séð. Ég bara veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Aðspurður af því hvers vegna Njarðvík tapaði svona stórt í kvöld svaraði Jón, „Það er erfitt að segja, ég eiginlega bara veit það ekki. Við spiluðum ekki vörn í kvöld og vorum lélegir í sókn. Þetta er alls ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Keflavík var betri aðilinn í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar voru þó ekki langt á eftir en í þriðja leikhluta þá gjörsamlega hrundi leikur gestanna og Keflavík valtaði yfir þá. „Við byrjuðum hræðilega í þriðja leikhluta, ég veit ekki hvort við náðum einu sinni að skora eitthvað á fyrstu mínútunum, þeir tóku eitthvað 13 eða 15-0 áhlaup á okkur.“ Jóni er þá bent á að Njarðvíkingar skoruðu bara tvö stig á fyrstu fimm mínútum þriðja leikhlutans. „Einmitt, það segir bara hversu slappir við vorum sóknarlega. Þetta er búið að vera svolítið svona í vetur. Allt of mikið drippl og hnoð. Við vorum að taka allt of mikið af tveggja stiga skotum sem er eiginlega versta skotið í leiknum, svona 'jumper-ar' á dripplinu.“ „Við vorum inn í leiknum í hálfleik en svo bara mættum við ekki til leiks í seinni hálfleik. Við vorum andlausir og andleysið var of mikið, það er eins og við höfum ekki trú á þessu. Við höfum verið að byrja þessa síðustu tapleiki ágætlega en svo fer einhvern veginn allt alltaf í klessu í seinni hálfleik. Það sama gerðist í dag.“ Jón Arnór og Þröstur Leó lentu eitthvað saman í fjórða leikhluta en það er alltaf mikill hiti í mönnum þegar þessi lið mætast á vellinum. Aðspurður að því hvað fór fram þeirra á milli sagði Jón, „Hann er með einhverja stæla þegar þeir eru 30 stigum yfir. Það er tilgangslaust og algjör óþarfi hjá honum. Hann sagðist þurfa að vera leiðinlegur, hann ræður hvernig hann hefur þetta en hann er samt toppmaður.“ Njarðvíkingar eru komnir í bullandi vesen í deildinni og eru farnir að daðra við falldrauginn. Einar Árni þjálfari Njarðvíkur kvartaði yfir því eftir tapið gegn Tindastól í síðasta leik liðsins að ósanngjarnt væri að mótherjar Njarðvíkur fái ítrekað auka dag í hvíld. Það truflar Jón Arnór þó ekki mikið. „Nei mér finnst þetta bara gaman. Færri æfingar og fleiri leikir en það er ógeðslega erfitt að vera tapa endalaust, það tekur á þegar maður þarf að mæta í vinnuna daginn eftir. Það er erfitt að hitta fólkið sitt því maður skammast sín svo mikið og sérstaklega eftir svona leik þar sem við spiluðum eins og aumingjar.“ „Við erum allavega ekkert hættir, langt því frá. Það jákvæða við þetta er að við getum nánast bara farið upp á við eftir þetta,“ sagði Jón Arnór Sverrisson að lokum.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 89-57 | Gestirnir niðurlægðir Njarðvík voru lömb leidd til slátrunar í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflavík er því með örugga forystu á toppnum en Njarðvík hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum. 19. mars 2021 21:52 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 89-57 | Gestirnir niðurlægðir Njarðvík voru lömb leidd til slátrunar í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflavík er því með örugga forystu á toppnum en Njarðvík hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum. 19. mars 2021 21:52
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga