„Ég trúi á mátt hinna mörgu“ Jón Björn Hákonarson skrifar 20. mars 2021 13:00 Framsóknarflokkurinn er leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og hefur verið það um langt skeið enda elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn hefur undanfarin fjögur ár, eins og oft áður, verið kjölfestan í farsælu ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka og er þar brú á milli ólíkra sjónarmiða. En það eru ekki bara ráðherrar og þingmenn sem eiga heiðurinn að því, heldur ekki síður öflug fylking framsóknarfólks um allt land sem af sannfæringu talar máli flokksins og stefnu hans. Hin öfluga grasrót, sem finna má innan flokksins, er nefnilega einn helsti styrkur hans og auður og í henni endurspeglast svo sannarlega eitt af kjörorðum samvinnustefnunnar; „Máttur hinna mörgu“. Ég hef í störfum mínum sem ritari Framsóknarflokksins undanfarin ár fengið að kynnast því öfluga flokkstarfi sem finna má um allt land sem er lífæð flokksins. Framsóknarflokkurinn byggir á öflugri samvinnu flokksmanna enda vitum við að þannig náum við bestum árangri; með góðri samvinnu og samtali þar sem ólík sjónarmið eru leidd fram og náum við best sameiginlegri og farsælli niðurstöðu. Það er því nauðsynlegt fyrir kjörna fulltrúa að rækta sambandið við fólki í flokknum og tryggja þannig gott og öflugt samstarf við grasrótina. „Að vera í sambandi við annað fólk, er mér lífsnauðsyn.“ Svo kváðu Stuðmenn í frægum söngtexta sem fjallar um mikilvægi þess að efla góð sambönd við annað fólk. Á fundum mínum með framsóknarfólki í Norðausturkjördæmi nú í aðdraganda póstkosningar flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis, sem og á fundum með flokksfólki um land allt land, heyri ég þá miklu áherslu sem það leggur á að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina heima í héraði sé góð. Þannig er það upplifun einhverra að þessi tengsl hafi minnkað með samfara stækkandi kjördæmum og auknum skyldum sem lagðar hafa verið á hendur kjörinna fulltrúa á báðum stjórnsýslustigum. Það er ekki vænlegt til árangurs ef grasrótin, sem er öflugasti talsmaður framsóknarstefnunnar um allt land, upplifir slíkt í flokki sem byggir grundvallarhugsjón sína á samvinnu. Því er mikilvægt að við reynum með öllum ráðum að treysta sambandið við grasrótina og tryggja að raddir flokksmanna heyrist. Norðausturkjördæmi er stórt, líkt og landsbyggðarkjördæmin eru öll, og það er kannski ekki óeðlilegt að menn upplifi fjarlægð við kjörna fulltrúa sína í svo víðfeðmu kjördæmi. En eitt af því sem yfirstandandi heimsfaraldur hefur kennt okkur er að fjarlægð milli fólks þarf ekki að þýða skort á tengslum. Með því að nýta tæknina má á auðveldan hátt viðhalda góðu sambandi við fólk óháð staðsetningu. Öll erum við að verða vön því að nýta okkur fjarfundatæknina á svo mörgum sviðum í starfi og leik og þannig getum við líka nýtt okkur hana í reglulegt samtal við flokksmenn um þau mál sem brenna á hverju sinni. Það er nefnilega í hreinskiptum samskiptum meðal flokksmanna sem við brýnum og eflum stefnumál Framsóknarflokksins hverju sinni. Þannig myndum við öfluga breiðfylkingu á bakvið kjörna fulltrúa flokksins, sem skilar sér síðan í umræðuna út í samfélaginu. Kjörnir fulltrúar verða að hlusta, þeir verða að taka gagnrýni og svara henni, og standa síðan fyrir máli sínu gagnvart þeim sem veittu þeim umboð sitt til starfa. Þeir eru talsmenn þeirra og þetta samband má ekki trosna eða slitna. Þá er til lítils á stað farið. Verum í sambandi! Eins og hér er sagt að framan þá er það þungamiðja vexti og viðgangi Framsóknarflokksins til framtíðar að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina séu sterk. Þau tengsl þarf að rækta vel. Það verður því eitt af fyrstu verkefnum, í upphafi nýs kjörtímabils, þingmanna Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi að byggja upp öflugt samband við fólkið sitt í kjördæminu sem og alla íbúa þess. Það er þangað sem umboðið er sótt. Og munum að það er hlutverk okkar allra sem Framsóknarflokkinn myndum að vera talsmenn Framsóknarstefnunnar. Stefnu sem mynduð er í breiðri samvinnu og af grunngildum sem svo sannarlega hafa staðist tímans tönn í langri sögu flokksins okkar - Það er máttur hinna mörgu. Verum í sambandi! Höfundur er ritari Framsóknarflokksins og sækist eftir 2.sæti á lista flokksins í NA-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Jón Björn Hákonarson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og hefur verið það um langt skeið enda elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn hefur undanfarin fjögur ár, eins og oft áður, verið kjölfestan í farsælu ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka og er þar brú á milli ólíkra sjónarmiða. En það eru ekki bara ráðherrar og þingmenn sem eiga heiðurinn að því, heldur ekki síður öflug fylking framsóknarfólks um allt land sem af sannfæringu talar máli flokksins og stefnu hans. Hin öfluga grasrót, sem finna má innan flokksins, er nefnilega einn helsti styrkur hans og auður og í henni endurspeglast svo sannarlega eitt af kjörorðum samvinnustefnunnar; „Máttur hinna mörgu“. Ég hef í störfum mínum sem ritari Framsóknarflokksins undanfarin ár fengið að kynnast því öfluga flokkstarfi sem finna má um allt land sem er lífæð flokksins. Framsóknarflokkurinn byggir á öflugri samvinnu flokksmanna enda vitum við að þannig náum við bestum árangri; með góðri samvinnu og samtali þar sem ólík sjónarmið eru leidd fram og náum við best sameiginlegri og farsælli niðurstöðu. Það er því nauðsynlegt fyrir kjörna fulltrúa að rækta sambandið við fólki í flokknum og tryggja þannig gott og öflugt samstarf við grasrótina. „Að vera í sambandi við annað fólk, er mér lífsnauðsyn.“ Svo kváðu Stuðmenn í frægum söngtexta sem fjallar um mikilvægi þess að efla góð sambönd við annað fólk. Á fundum mínum með framsóknarfólki í Norðausturkjördæmi nú í aðdraganda póstkosningar flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis, sem og á fundum með flokksfólki um land allt land, heyri ég þá miklu áherslu sem það leggur á að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina heima í héraði sé góð. Þannig er það upplifun einhverra að þessi tengsl hafi minnkað með samfara stækkandi kjördæmum og auknum skyldum sem lagðar hafa verið á hendur kjörinna fulltrúa á báðum stjórnsýslustigum. Það er ekki vænlegt til árangurs ef grasrótin, sem er öflugasti talsmaður framsóknarstefnunnar um allt land, upplifir slíkt í flokki sem byggir grundvallarhugsjón sína á samvinnu. Því er mikilvægt að við reynum með öllum ráðum að treysta sambandið við grasrótina og tryggja að raddir flokksmanna heyrist. Norðausturkjördæmi er stórt, líkt og landsbyggðarkjördæmin eru öll, og það er kannski ekki óeðlilegt að menn upplifi fjarlægð við kjörna fulltrúa sína í svo víðfeðmu kjördæmi. En eitt af því sem yfirstandandi heimsfaraldur hefur kennt okkur er að fjarlægð milli fólks þarf ekki að þýða skort á tengslum. Með því að nýta tæknina má á auðveldan hátt viðhalda góðu sambandi við fólk óháð staðsetningu. Öll erum við að verða vön því að nýta okkur fjarfundatæknina á svo mörgum sviðum í starfi og leik og þannig getum við líka nýtt okkur hana í reglulegt samtal við flokksmenn um þau mál sem brenna á hverju sinni. Það er nefnilega í hreinskiptum samskiptum meðal flokksmanna sem við brýnum og eflum stefnumál Framsóknarflokksins hverju sinni. Þannig myndum við öfluga breiðfylkingu á bakvið kjörna fulltrúa flokksins, sem skilar sér síðan í umræðuna út í samfélaginu. Kjörnir fulltrúar verða að hlusta, þeir verða að taka gagnrýni og svara henni, og standa síðan fyrir máli sínu gagnvart þeim sem veittu þeim umboð sitt til starfa. Þeir eru talsmenn þeirra og þetta samband má ekki trosna eða slitna. Þá er til lítils á stað farið. Verum í sambandi! Eins og hér er sagt að framan þá er það þungamiðja vexti og viðgangi Framsóknarflokksins til framtíðar að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina séu sterk. Þau tengsl þarf að rækta vel. Það verður því eitt af fyrstu verkefnum, í upphafi nýs kjörtímabils, þingmanna Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi að byggja upp öflugt samband við fólkið sitt í kjördæminu sem og alla íbúa þess. Það er þangað sem umboðið er sótt. Og munum að það er hlutverk okkar allra sem Framsóknarflokkinn myndum að vera talsmenn Framsóknarstefnunnar. Stefnu sem mynduð er í breiðri samvinnu og af grunngildum sem svo sannarlega hafa staðist tímans tönn í langri sögu flokksins okkar - Það er máttur hinna mörgu. Verum í sambandi! Höfundur er ritari Framsóknarflokksins og sækist eftir 2.sæti á lista flokksins í NA-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun