Hlynur Andrésson: Ég er farinn að setja markið hærra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2021 14:50 Hlynur Andrésson nær andanum eftir maraþon dagsins. Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta maraþon á ferlinum í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og stórbætti Íslandsmet Kára Steins um rúmlega þrjár og hálfa mínútu. Hlynur ætlaði sér þó að gera enn betur og ná Ólympíulágmarki en það gekk því miður ekki. „Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Ég var alveg viss eftir 25 km að ég myndi ná lágmarkinu,“ sagði Hlynur Andrésson eftir hlaupið í dag. „Svo datt hérinn út og ég lenti á veggnum þegar það voru um sex kílómetrar eftir þannig að þetta var ströggl í endann.“ Hlynur var ekki nógu sáttur við að ná ekki Ólympíulágmarkinu. „Þetta eru vissulega vonbrigði. Ég var á tímapunkti alveg viss um að ég myndi ná lágmarkinu en það var svolítið mikið rok og það hefðu mátt vera betri aðstæður. Þetta voru öðruvísi aðstæður en ég er vanur.“ Hlynur segist ekki ætla að reyna aftur við Ólympíulágmarkið fyrir leikana í Tokyo í sumar og að mikill munur sé á heilu og hálfu maraþoni. „Það er í rauninni varla hægt. Ég þyrfti þá að hlaupa þrjú maraþon á hálfu ári og það er bara eiginlega ekki hægt.“ „Þetta er öðruvísi en hálft maraþon. Maður þarf að vera að taka inn kolvetni allan tímann til að halda sér gangandi sem þarf kannski ekki í hálfu. Svo lenti ég á veggnum eftir 36 kílómetra og ég hef eiginlega aldrei lent í því áður.“ Þetta var enn eitt Íslandsmetið sem Hlynur bætir, en fyrir á hann Íslandsmet í öllum vegalengdum frá 3.000 metrum upp í hálft maraþon, eða 21 km. „Það var alveg súrsætt að bæta Íslandsmetið þó að ég næði ekki Ólympíulágmarki. Ég á bara orðið svo mörg Íslandsmet að ég er eiginlega hættur að pæla í því. Ég er farinn að setja markið hærra en það og það þýðir að ná lágmörkum inn á þessi stóru mót og það er ekkert mót stærra en Ólympíuleikarnir.“ Hlaup Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
„Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Ég var alveg viss eftir 25 km að ég myndi ná lágmarkinu,“ sagði Hlynur Andrésson eftir hlaupið í dag. „Svo datt hérinn út og ég lenti á veggnum þegar það voru um sex kílómetrar eftir þannig að þetta var ströggl í endann.“ Hlynur var ekki nógu sáttur við að ná ekki Ólympíulágmarkinu. „Þetta eru vissulega vonbrigði. Ég var á tímapunkti alveg viss um að ég myndi ná lágmarkinu en það var svolítið mikið rok og það hefðu mátt vera betri aðstæður. Þetta voru öðruvísi aðstæður en ég er vanur.“ Hlynur segist ekki ætla að reyna aftur við Ólympíulágmarkið fyrir leikana í Tokyo í sumar og að mikill munur sé á heilu og hálfu maraþoni. „Það er í rauninni varla hægt. Ég þyrfti þá að hlaupa þrjú maraþon á hálfu ári og það er bara eiginlega ekki hægt.“ „Þetta er öðruvísi en hálft maraþon. Maður þarf að vera að taka inn kolvetni allan tímann til að halda sér gangandi sem þarf kannski ekki í hálfu. Svo lenti ég á veggnum eftir 36 kílómetra og ég hef eiginlega aldrei lent í því áður.“ Þetta var enn eitt Íslandsmetið sem Hlynur bætir, en fyrir á hann Íslandsmet í öllum vegalengdum frá 3.000 metrum upp í hálft maraþon, eða 21 km. „Það var alveg súrsætt að bæta Íslandsmetið þó að ég næði ekki Ólympíulágmarki. Ég á bara orðið svo mörg Íslandsmet að ég er eiginlega hættur að pæla í því. Ég er farinn að setja markið hærra en það og það þýðir að ná lágmörkum inn á þessi stóru mót og það er ekkert mót stærra en Ólympíuleikarnir.“
Hlaup Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10