Fjölniskonur fengu Breiðablik í heimsókn og úr varð hörkuleikur. Breiðablik leiddi með þremur stigum í leikhléi en liðin skiptust á að hafa forystuna út í gegnum leikinn.
Heimakonur reyndust sterkari þegar mest á reyndi og unnu þriggja stiga sigur, 80-77 en Breiðablik fékk tækifæri til að jafna leikinn með lokaskoti leiksins.
Ariel Hearn fór fyrir liði Fjölnis í stigaskorun og gerði 37 stig auk þess að taka fjórtán fráköst.
Iva Georgieva var atkvæðamest hjá gestunum með 20 stig.