Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2021 14:54 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Sigurjón Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Hann segir að starfsmaðurinn vinni á rannsóknarsviði spítalans og enginn sjúklingur hafi verið útsettur fyrir smiti. Að sögn Más hafa á bilinu sjö til níu starfsmenn verið sendir í sóttkví. Már sat fund farsóttarnefndar Landspítala í hádeginu þar sem meðal annars var rætt að færa starfsemi spítalans á hærra viðbúnaðarstig í ljósi stöðunnar, af óvissustigi yfir á hættustig. „Miðað við gögnin sem við höfum á þessari stundu þá fannst okkur ekki ástæða til þess en það kann að breytast ef verkefnastaðan breytist á spítalanum.“ Staðan geti ávallt breyst hratt Þrír sjúklingar eru nú með virkt smit inni á Landspítala en ekki hefur þurft að leggja inn neinn af þeim tíu skipverjum sem hafa greinst um borð í súrálsskipinu sem liggur við höfn á Reyðarfirði. Nítján voru um borð í skipinu sem kom frá Brasilíu og sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. Már veltir því upp að staðan á spítalanum gæti breyst ef einhverjir þeirra þarfnist skyndilega sjúkrahúsvistar. „Okkar hlutverk er að velta upp möguleikum og vera þá í stakk búinn ef við þurfum.“ Viðbúnaðarstig spítalans verði því endurmetið reglulega næstu daga. Fimm einstaklingar greindust innanlands með Covid-19 í gær en alls hafa sjö greinst síðustu þrjá sólarhringa. Þrír þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir sem greindust um helgina voru í sóttkví. Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands og nítján smit við landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Hann segir að starfsmaðurinn vinni á rannsóknarsviði spítalans og enginn sjúklingur hafi verið útsettur fyrir smiti. Að sögn Más hafa á bilinu sjö til níu starfsmenn verið sendir í sóttkví. Már sat fund farsóttarnefndar Landspítala í hádeginu þar sem meðal annars var rætt að færa starfsemi spítalans á hærra viðbúnaðarstig í ljósi stöðunnar, af óvissustigi yfir á hættustig. „Miðað við gögnin sem við höfum á þessari stundu þá fannst okkur ekki ástæða til þess en það kann að breytast ef verkefnastaðan breytist á spítalanum.“ Staðan geti ávallt breyst hratt Þrír sjúklingar eru nú með virkt smit inni á Landspítala en ekki hefur þurft að leggja inn neinn af þeim tíu skipverjum sem hafa greinst um borð í súrálsskipinu sem liggur við höfn á Reyðarfirði. Nítján voru um borð í skipinu sem kom frá Brasilíu og sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. Már veltir því upp að staðan á spítalanum gæti breyst ef einhverjir þeirra þarfnist skyndilega sjúkrahúsvistar. „Okkar hlutverk er að velta upp möguleikum og vera þá í stakk búinn ef við þurfum.“ Viðbúnaðarstig spítalans verði því endurmetið reglulega næstu daga. Fimm einstaklingar greindust innanlands með Covid-19 í gær en alls hafa sjö greinst síðustu þrjá sólarhringa. Þrír þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir sem greindust um helgina voru í sóttkví. Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands og nítján smit við landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15
Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29
Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46