Viðskipti innlent

Ráðin for­stöðu­maður Lofts­lags og um­hverfis hjá Lands­virkjun

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir.
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir. Landsvirkjun

Jóhanna Hlín Auðunsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Loftlags og umhverfis hjá Landsvirkjun.

Landsvirkjun segir frá því í tilkynningu að Jóhanna sé sjálfbærniverkfræðingur með meistaragráðu frá Heriot-Watt í Edinborg. Áður hafi hún lokið grunnnámi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands.

„Jóhanna, sem er 27 ára, hóf störf hjá Landsvirkjun árið 2015. Verkefni hennar innan fyrirtækisins hafa verið fjölbreytt en hún hefur unnið í teymi umhverfisstjórnunar síðan 2016. 

Síðustu misserin hafa loftslagsmálin átt hug hennar allan, sem verkefnistjóri aðgerðaáætlunar okkar í loftslagsmálum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×