Telja AstraZeneca hafa notað úrelt gögn við rannsókn vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 08:41 Athugasemdir bandarískra yfirvalda við rannsókn AstraZeneca á virkni bóluefnisins eru líklegar til að tefja það að efnið fái markaðsleyfi vestanhafs. AP/Matthias Schrader Bandarísk yfirvöld telja að niðurstöður úr umfangsmikilli rannsókn á kórónuveirubóluefni AstraZeneca í Bandaríkjunum hafi stuðst við „úrelt gögn“. Því hafi fyrirtækið mögulega gefið ófullkomna mynd af virkni bóluefnisins. Bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca greindi frá niðurstöðum rannsóknar með um 30.000 sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Perú og Síle í gær. Bóluefnið var sagt veita 79% vernd gegn einkennum Covid-19 og algera gegn alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum. Þá var efnið sagt veita eldra fólki góða vernd en ófullnægjandi gögn höfðu verið til staðar um það fram að þessu. Engar alvarlegar aukaverkanir voru sagðar hafa komið fram við rannsóknina. Nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun á bóluefninu tímabundið vegna nokkurra tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið. AP-fréttastofan segir nú að sérstök upplýsinga- og öryggiseftirlitsnefnd sem heyrir undir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna hafi gert athugasemdir við að gögn AstraZeneca kynnu að gefa ófullnægjandi mynd af virkni bóluefnisins. Hvatti hún fyrirtækið til þess að fara yfir gögnin og tryggja að nýjustu og nákvæmustu gögnin verði gerð opinber um leið og kostur er á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bóluefni AstraZeneca er með skilyrt markaðsleyfi í Evrópu en hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum bandarískra lyfjayfirvalda. Trúverðugleiki bóluefnisins hefur átt undir högg að sækja, fyrst eftir mistök fyrirtækisins þegar það sótti fyrst um leyfi vestanhafs, síðan vegna áhyggna af því að það veitti eldra fólki ekki nægilega vernd og nú síðast vegna mögulegra alvarlega aukaverkana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28 AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca greindi frá niðurstöðum rannsóknar með um 30.000 sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Perú og Síle í gær. Bóluefnið var sagt veita 79% vernd gegn einkennum Covid-19 og algera gegn alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum. Þá var efnið sagt veita eldra fólki góða vernd en ófullnægjandi gögn höfðu verið til staðar um það fram að þessu. Engar alvarlegar aukaverkanir voru sagðar hafa komið fram við rannsóknina. Nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun á bóluefninu tímabundið vegna nokkurra tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið. AP-fréttastofan segir nú að sérstök upplýsinga- og öryggiseftirlitsnefnd sem heyrir undir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna hafi gert athugasemdir við að gögn AstraZeneca kynnu að gefa ófullnægjandi mynd af virkni bóluefnisins. Hvatti hún fyrirtækið til þess að fara yfir gögnin og tryggja að nýjustu og nákvæmustu gögnin verði gerð opinber um leið og kostur er á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bóluefni AstraZeneca er með skilyrt markaðsleyfi í Evrópu en hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum bandarískra lyfjayfirvalda. Trúverðugleiki bóluefnisins hefur átt undir högg að sækja, fyrst eftir mistök fyrirtækisins þegar það sótti fyrst um leyfi vestanhafs, síðan vegna áhyggna af því að það veitti eldra fólki ekki nægilega vernd og nú síðast vegna mögulegra alvarlega aukaverkana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28 AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28
AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent