UEFA hvetur fólk til að fylgjast með Ísak afmælisstrák Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2021 17:01 Ísak Bergmann Jóhannesson lék sinn fyrsta A-landsleik í nóvember. Getty/Ian Walton Ísak Bergmann Jóhannesson er einn þeirra sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með á EM U21-landsliða í fótbolta sem hefst á morgun. Þetta er mat sérfræðinga knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Á vef sambandsins er í dag bent á einn leikmann í hverju af liðunum 16 á EM, sem vert er að fylgjast með. Ísak er þar fulltrúi Íslands. Ísak fagnar 18 ára afmæli í dag. Í umsögn UEFA segir: „Miðjumaðurinn Ísak hefur vakið rosalega athygli með frábærri framgöngu sinni í Svíþjóð. Frammistöður hans hafa verið svo góðar að hann er sagður hafa vakið athygli útsendara frá félögum á borð við Inter, Juventus og Manchester United.“ Ísak Bergmann Jóhannesson er afmælisbarn dagsins, en hann fagnar 18 ára afmæli sínu í dag! Happy 18th birthday to Ísak Bergmann Jóhannesson!#fyririsland pic.twitter.com/G74q8W4ujl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 Ísak, sem er Skagamaður, lék fjóra leiki með U21-landsliðinu í undankeppni EM. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Englandi á Wembley í nóvember síðastliðnum. Á síðasta ári skoraði hann þrjú mörk og átti níu stoðsendingar fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Þeir leikmenn sem UEFA mælir með því að fólk fylgist með í riðli Íslands eru annars Frakkinn Amine Gouiri, Daninn Oliver Christensen og Rússinn Fedor Chalov. Ísland mætir Rússlandi á fimmtudaginn, Danmörku næsta sunnudag og loks Frakklandi á miðvikudaginn í næstu viku. Tvö efstu liðin komast áfram í átta liða úrslit. Markakóngur í Rússlandi og Gammurinn frá Kerteminde Chalov er 22 ára en hefur þegar spilað fimm ár með CSKA Moskvu, þar sem hann er liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Hann varð markakóngur rússnesku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19 með 15 mörk. Christensen er einnig 22 ára gamall, markvörður OB í Danmörku. „Gammurinn frá Kerteminde,“ eins og hann er kallaður, fyllti í skarðið fyrir Kasper Schmeichel í sínum fyrsta A-landsleik síðasta haust. Hann varði mark U21-landsliðsins í öllum tíu leikjunum í undankeppni EM en Danir unnu átta leikjanna og gerðu tvö jafntefli. Gouiri var keyptur til Nice frá Lyon síðasta sumar. Hann er framherji og hefur skorað reglulega í efstu deild Frakklands og í Evrópudeildinni. „Gouiri er metnaðarfullur og hefur það sem þarf til að ná langt,“ sagði Patrick Vieira, fyrrverandi stjóri Nice. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Þetta er mat sérfræðinga knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Á vef sambandsins er í dag bent á einn leikmann í hverju af liðunum 16 á EM, sem vert er að fylgjast með. Ísak er þar fulltrúi Íslands. Ísak fagnar 18 ára afmæli í dag. Í umsögn UEFA segir: „Miðjumaðurinn Ísak hefur vakið rosalega athygli með frábærri framgöngu sinni í Svíþjóð. Frammistöður hans hafa verið svo góðar að hann er sagður hafa vakið athygli útsendara frá félögum á borð við Inter, Juventus og Manchester United.“ Ísak Bergmann Jóhannesson er afmælisbarn dagsins, en hann fagnar 18 ára afmæli sínu í dag! Happy 18th birthday to Ísak Bergmann Jóhannesson!#fyririsland pic.twitter.com/G74q8W4ujl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 Ísak, sem er Skagamaður, lék fjóra leiki með U21-landsliðinu í undankeppni EM. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Englandi á Wembley í nóvember síðastliðnum. Á síðasta ári skoraði hann þrjú mörk og átti níu stoðsendingar fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Þeir leikmenn sem UEFA mælir með því að fólk fylgist með í riðli Íslands eru annars Frakkinn Amine Gouiri, Daninn Oliver Christensen og Rússinn Fedor Chalov. Ísland mætir Rússlandi á fimmtudaginn, Danmörku næsta sunnudag og loks Frakklandi á miðvikudaginn í næstu viku. Tvö efstu liðin komast áfram í átta liða úrslit. Markakóngur í Rússlandi og Gammurinn frá Kerteminde Chalov er 22 ára en hefur þegar spilað fimm ár með CSKA Moskvu, þar sem hann er liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Hann varð markakóngur rússnesku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19 með 15 mörk. Christensen er einnig 22 ára gamall, markvörður OB í Danmörku. „Gammurinn frá Kerteminde,“ eins og hann er kallaður, fyllti í skarðið fyrir Kasper Schmeichel í sínum fyrsta A-landsleik síðasta haust. Hann varði mark U21-landsliðsins í öllum tíu leikjunum í undankeppni EM en Danir unnu átta leikjanna og gerðu tvö jafntefli. Gouiri var keyptur til Nice frá Lyon síðasta sumar. Hann er framherji og hefur skorað reglulega í efstu deild Frakklands og í Evrópudeildinni. „Gouiri er metnaðarfullur og hefur það sem þarf til að ná langt,“ sagði Patrick Vieira, fyrrverandi stjóri Nice.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira