Sálræn vandamál í kjölfar COVID-19 Inga Hrefna Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 12:01 Óvissan er ennþá töluverð í þjóðfélaginu um þessar mundir í tengslum við COVID-19. Staða smita breytist ört og mikið óöryggi um framhaldið – erum við að ná tökum á veirunni – er allt að fara úr böndunum aftur? Þessi óvissa getur skapað óöryggi hjá fólki og ótta um sig og sína nánustu, fjölskyldu, vini, kunningja og samstarfsfólk. Þetta eru allt eðlilegar hugsanir og tilfinningar og lítið hægt að gera annað en að taka einn dag í einu, fylgja fyrirmælum yfirvalda og gera sitt besta í að vernda okkur sjálf og aðra í kringum okkur. Vissulega er gott að það er farið að bólusetja og aukin bjartsýni komin í þjóðfélagið en á móti þá hafa náttúruhamfarir svo sem aurskriður, snjóflóð, jarðskjálftar og eldgos minnt okkur á hvar við búum og hvað fylgir því. Þegar við lendum svo í því að tapa í happdrættinu um COVID-19 eins og líka getur gerst hættir okkur til að spyrja „Af hverju ég?“ en þá fara alls konar hugsanir og tilfinningar af stað en það má alveg eins spyrja „Af hverju EKKI ég?“. Þegar einhver sem við höfum verið í samskiptum við greinist smitaður og við erum send í sóttkví geta vaknað upp vangaveltur eins og „ég hefði ekki átt...“ sem getur vakið upp leiða, ótta og sektarkennd eða „þau hefðu...“ sem getur vakið upp pirring og reiði. Svo er stutt í „hörmungarhyggjuna“ að búast við hinu versta og oftúlka. Venjulegur hnerri, þurrkur í hálsi eða smá nefrennsli fær alla okkar athygli og við erum fljót að sannfærast um að við séum örugglega smituð, heilsukvíðinn magnast og við förum að leita eftir einkennum sem styðja okkar hugmyndir. Ef við förum alla leið í hörmungarhyggjunni þá erum við búin að jarða okkur sjálf eða okkar nánustu í huganum og það frekar fljótlega. Það er mjög eðlilegt að hugurinn fari á kreik en stundum þurfum við að stoppa okkur af og kippa rökhugsuninni inn í málið. Tilfinningar eru góðar sem viðvörunarmerki en þær geta leitt okkur út í ógöngur ef við skoðum ekki hvað styður þessar hugsanir sem eru á bak við tilfinningarnar. Hversu miklar líkur eru á að við séum smituð? Og ef við erum smituð, hversu miklar líkur eru á að við smitum okkar nánustu? Og ef þeir smitast, hversu miklar líkur eru á að þeir veikist alvarlega? Og ef þeir veikjast alvarlega hversu miklar líkur eru á að þeir deyji? Ef við lendum í því að smitast sjálf getur það verið mikið sálrænt áfall. Eins og þegar við lendum í öðrum áföllum eins og til dæmis ofbeldi, slysum eða náttúruhamförum eru oft fyrstu viðbrögð doði, afneitun og aftenging frá atburðinum. Við viljum ekki trúa því að við séum að lenda í þessu og við vitum ekki alveg hvernig við eigum að bregðast við. Líkamleg einkenni geta síðan verið mjög sterk þar sem streituviðbragð líkamans virkjast og býr okkur undir að berjast, flýja eða frjósa. Því fylgir einnig aukin árvekni, við upplifum hættuástand og erum á varðbergi. Margir upplifa líka „tilfinningarússíbana“ í kjölfar áfalla og algengar tilfinningar þar eru óöryggi, kvíði, ótti, pirringur, reiði, skömm, niðurlæging, sorg, viðkvæmni, vanmáttur og jafnvel skert sjálfstraust. Þarna er líka mikilvægt að minna sig á að allar tilfinningar eru eðlilegar, að vera svolítið viðkvæmur og meyr, pirraður og hræddur eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Við þurfum að passa okkur að sogast ekki alveg niður í erfiðar tilfinningar og festast. Við þurfum að skoða hvaða hugsanir eru þarna á bak við. Erum við að kenna okkur um eitthvað sem við höfðum enga stjórn á? Erum við vitur eftir á? Tókum við ekki einmitt réttar ákvarðanir miðað við þær upplýsingar sem við höfðum á þeim tíma? Hefðu aðrir brugðist öðruvísi við? Þegar við lendum í sálrænu áfalli er mikilvægt að hlúa að sér og leita til annarra. Leitaðu stuðnings hjá fólkinu þínu, það er mikill máttur falinn í nálægð ástvina. Passaðu upp á rútínu og daglegar venjur. Svefninn er undirstaða andlegs heilbrigðis. Líkaminn þarf á næringu að halda þó þú hafir ekki matarlyst. Hreyfing eykur vellíðan, minnkar streitu, eyðir orku og gefur þér færi á að hreinsa hugann eða vera með hugsunum þínum í ró og næði. Við erum félagsverur svo ekki einangra þig. Reyndu að gera hluti sem veita þér ánægju. Þakklæti er líka tilfinning sem fólk getur upplifað eftir að hafa lent í áfalli því það sér hvað það hefur og getur þrátt fyrir áfallið. Það er margt sem getur haft áhrif á sálrænan bata eftir áfall en það virðist hjálpa að hafa sveigjanlegar hugmyndir um mann sjálfan og umheiminn. Stífur og ósveigjanlegur (svart- hvítur) hugsunarháttur virðist frekar hindra bata. Það er betra að fara út í daginn með þær hugmyndir að heimurinn sé að mestu leyti öruggur frekar en að hann sé alfarið hættulegur og að maður sjálfur sé þokkalega hæfur frekar en algerlega óhæfur. Að það sé hægt að treysta sumu fólki frekar en að engum sé treystandi og einkennin sem maður er að upplifa séu komin til vegna áfallsins, þau séu eðlileg og fari með tímanum frekar en að trúa því að þau séu hættuleg. Einnig ítreka ég að það er mikilvægt fyrir batann að kenna sér ekki um það sem kom fyrir heldur minna sig á að „ég gerði það sem ég gat miðað við aðstæður“. Gott er að hafa í huga að það tekur tíma fyrir fók að komast yfir sálræn áföll ekki síður en líkamleg. Langflestir ná sér á strik aftur eftir áfall, af sjálfsdáðum eða með aðstoð fjölskyldu og vina. Það er mjög einstaklingsbundið hversu langan tíma það tekur að jafna sig en ef líðan er svipuð eða jafnvel verri en strax fyrstu dagana eftir áfall að 4-6 viknum liðnum er skynsamlegt að leita sér aðstoðar. Það sem er sérstakt við COVID-19 er að þetta er nýr sjúkdómur sem við þekkjum ekki. Óvissan er því mikil um alvarleika og eftirköst. Það er mismunandi hvernig einstaklingar upplifa veikindi sín og hversu mikil áhrif þau hafa á líf þeirra en margir kannast við öndunarörðugleika, óstjórnlega þreytu, orkuleysi, framtaksleysi, útbreidda verki, erfiðleika með einbeitingu, minni og að finna réttu orðin. Sumir eru líka að takast á við streitu, kvíða eða þunglyndi auk þess sálræna áfalls sem getur fylgt því að greinast með alvarleg veikindi. Á Reykjalundi höfum við langa reynslu af því að endurhæfa fólk með langvinna sjúkdóma og færniskerðingu í þverfaglegum sérhæfðum teymum. Fólk sem er að takast á við breytingar í lífi sínu vegna sjúkdóma, geðraskana eða slysa. Við höfum reynslu af því að hjálpa fólki sem er að glíma við sálræn vandamál, þunglyndi, kvíða, þráláta verki, síþreytu, mæði, minni líkamlega getu og virkni svo eitthvað sé nefnt. Þeir einstaklingar sem hafa fengið COVID-19 og eru ennþá að glíma við eftirköstin virðast vera í mikilli þörf fyrir endurhæfingu. Nokkrir af þessum einstaklingum hafa nú þegar komið í þverfaglega endurhæfingu á Reykjalund. Þeir hafa verið mjög ánægðir með að fá það tækifæri og árangurinn lofar góðu en fyrir marga getur það tekið langan tíma að ná sér aftur enda margt sem spilar þar inn í eins og alvarleiki veikindanna, fyrri veikindi, streita og álag og fleiri einstaklingsbundnir þættir. Verið er að skoða möguleika á að taka á móti enn fleiri einstaklingum með eftirköst COVID-19 í endurhæfingu á Reykjalund. Á síðunni covid.is undir Líðan okkar https://www.covid.is/undirflokkar/lidan-okkar er sjálfshjálparefni og gagnlegar upplýsingar um hvert er hægt að leita. Höfundur er forstöðusálfræðingur á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Óvissan er ennþá töluverð í þjóðfélaginu um þessar mundir í tengslum við COVID-19. Staða smita breytist ört og mikið óöryggi um framhaldið – erum við að ná tökum á veirunni – er allt að fara úr böndunum aftur? Þessi óvissa getur skapað óöryggi hjá fólki og ótta um sig og sína nánustu, fjölskyldu, vini, kunningja og samstarfsfólk. Þetta eru allt eðlilegar hugsanir og tilfinningar og lítið hægt að gera annað en að taka einn dag í einu, fylgja fyrirmælum yfirvalda og gera sitt besta í að vernda okkur sjálf og aðra í kringum okkur. Vissulega er gott að það er farið að bólusetja og aukin bjartsýni komin í þjóðfélagið en á móti þá hafa náttúruhamfarir svo sem aurskriður, snjóflóð, jarðskjálftar og eldgos minnt okkur á hvar við búum og hvað fylgir því. Þegar við lendum svo í því að tapa í happdrættinu um COVID-19 eins og líka getur gerst hættir okkur til að spyrja „Af hverju ég?“ en þá fara alls konar hugsanir og tilfinningar af stað en það má alveg eins spyrja „Af hverju EKKI ég?“. Þegar einhver sem við höfum verið í samskiptum við greinist smitaður og við erum send í sóttkví geta vaknað upp vangaveltur eins og „ég hefði ekki átt...“ sem getur vakið upp leiða, ótta og sektarkennd eða „þau hefðu...“ sem getur vakið upp pirring og reiði. Svo er stutt í „hörmungarhyggjuna“ að búast við hinu versta og oftúlka. Venjulegur hnerri, þurrkur í hálsi eða smá nefrennsli fær alla okkar athygli og við erum fljót að sannfærast um að við séum örugglega smituð, heilsukvíðinn magnast og við förum að leita eftir einkennum sem styðja okkar hugmyndir. Ef við förum alla leið í hörmungarhyggjunni þá erum við búin að jarða okkur sjálf eða okkar nánustu í huganum og það frekar fljótlega. Það er mjög eðlilegt að hugurinn fari á kreik en stundum þurfum við að stoppa okkur af og kippa rökhugsuninni inn í málið. Tilfinningar eru góðar sem viðvörunarmerki en þær geta leitt okkur út í ógöngur ef við skoðum ekki hvað styður þessar hugsanir sem eru á bak við tilfinningarnar. Hversu miklar líkur eru á að við séum smituð? Og ef við erum smituð, hversu miklar líkur eru á að við smitum okkar nánustu? Og ef þeir smitast, hversu miklar líkur eru á að þeir veikist alvarlega? Og ef þeir veikjast alvarlega hversu miklar líkur eru á að þeir deyji? Ef við lendum í því að smitast sjálf getur það verið mikið sálrænt áfall. Eins og þegar við lendum í öðrum áföllum eins og til dæmis ofbeldi, slysum eða náttúruhamförum eru oft fyrstu viðbrögð doði, afneitun og aftenging frá atburðinum. Við viljum ekki trúa því að við séum að lenda í þessu og við vitum ekki alveg hvernig við eigum að bregðast við. Líkamleg einkenni geta síðan verið mjög sterk þar sem streituviðbragð líkamans virkjast og býr okkur undir að berjast, flýja eða frjósa. Því fylgir einnig aukin árvekni, við upplifum hættuástand og erum á varðbergi. Margir upplifa líka „tilfinningarússíbana“ í kjölfar áfalla og algengar tilfinningar þar eru óöryggi, kvíði, ótti, pirringur, reiði, skömm, niðurlæging, sorg, viðkvæmni, vanmáttur og jafnvel skert sjálfstraust. Þarna er líka mikilvægt að minna sig á að allar tilfinningar eru eðlilegar, að vera svolítið viðkvæmur og meyr, pirraður og hræddur eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Við þurfum að passa okkur að sogast ekki alveg niður í erfiðar tilfinningar og festast. Við þurfum að skoða hvaða hugsanir eru þarna á bak við. Erum við að kenna okkur um eitthvað sem við höfðum enga stjórn á? Erum við vitur eftir á? Tókum við ekki einmitt réttar ákvarðanir miðað við þær upplýsingar sem við höfðum á þeim tíma? Hefðu aðrir brugðist öðruvísi við? Þegar við lendum í sálrænu áfalli er mikilvægt að hlúa að sér og leita til annarra. Leitaðu stuðnings hjá fólkinu þínu, það er mikill máttur falinn í nálægð ástvina. Passaðu upp á rútínu og daglegar venjur. Svefninn er undirstaða andlegs heilbrigðis. Líkaminn þarf á næringu að halda þó þú hafir ekki matarlyst. Hreyfing eykur vellíðan, minnkar streitu, eyðir orku og gefur þér færi á að hreinsa hugann eða vera með hugsunum þínum í ró og næði. Við erum félagsverur svo ekki einangra þig. Reyndu að gera hluti sem veita þér ánægju. Þakklæti er líka tilfinning sem fólk getur upplifað eftir að hafa lent í áfalli því það sér hvað það hefur og getur þrátt fyrir áfallið. Það er margt sem getur haft áhrif á sálrænan bata eftir áfall en það virðist hjálpa að hafa sveigjanlegar hugmyndir um mann sjálfan og umheiminn. Stífur og ósveigjanlegur (svart- hvítur) hugsunarháttur virðist frekar hindra bata. Það er betra að fara út í daginn með þær hugmyndir að heimurinn sé að mestu leyti öruggur frekar en að hann sé alfarið hættulegur og að maður sjálfur sé þokkalega hæfur frekar en algerlega óhæfur. Að það sé hægt að treysta sumu fólki frekar en að engum sé treystandi og einkennin sem maður er að upplifa séu komin til vegna áfallsins, þau séu eðlileg og fari með tímanum frekar en að trúa því að þau séu hættuleg. Einnig ítreka ég að það er mikilvægt fyrir batann að kenna sér ekki um það sem kom fyrir heldur minna sig á að „ég gerði það sem ég gat miðað við aðstæður“. Gott er að hafa í huga að það tekur tíma fyrir fók að komast yfir sálræn áföll ekki síður en líkamleg. Langflestir ná sér á strik aftur eftir áfall, af sjálfsdáðum eða með aðstoð fjölskyldu og vina. Það er mjög einstaklingsbundið hversu langan tíma það tekur að jafna sig en ef líðan er svipuð eða jafnvel verri en strax fyrstu dagana eftir áfall að 4-6 viknum liðnum er skynsamlegt að leita sér aðstoðar. Það sem er sérstakt við COVID-19 er að þetta er nýr sjúkdómur sem við þekkjum ekki. Óvissan er því mikil um alvarleika og eftirköst. Það er mismunandi hvernig einstaklingar upplifa veikindi sín og hversu mikil áhrif þau hafa á líf þeirra en margir kannast við öndunarörðugleika, óstjórnlega þreytu, orkuleysi, framtaksleysi, útbreidda verki, erfiðleika með einbeitingu, minni og að finna réttu orðin. Sumir eru líka að takast á við streitu, kvíða eða þunglyndi auk þess sálræna áfalls sem getur fylgt því að greinast með alvarleg veikindi. Á Reykjalundi höfum við langa reynslu af því að endurhæfa fólk með langvinna sjúkdóma og færniskerðingu í þverfaglegum sérhæfðum teymum. Fólk sem er að takast á við breytingar í lífi sínu vegna sjúkdóma, geðraskana eða slysa. Við höfum reynslu af því að hjálpa fólki sem er að glíma við sálræn vandamál, þunglyndi, kvíða, þráláta verki, síþreytu, mæði, minni líkamlega getu og virkni svo eitthvað sé nefnt. Þeir einstaklingar sem hafa fengið COVID-19 og eru ennþá að glíma við eftirköstin virðast vera í mikilli þörf fyrir endurhæfingu. Nokkrir af þessum einstaklingum hafa nú þegar komið í þverfaglega endurhæfingu á Reykjalund. Þeir hafa verið mjög ánægðir með að fá það tækifæri og árangurinn lofar góðu en fyrir marga getur það tekið langan tíma að ná sér aftur enda margt sem spilar þar inn í eins og alvarleiki veikindanna, fyrri veikindi, streita og álag og fleiri einstaklingsbundnir þættir. Verið er að skoða möguleika á að taka á móti enn fleiri einstaklingum með eftirköst COVID-19 í endurhæfingu á Reykjalund. Á síðunni covid.is undir Líðan okkar https://www.covid.is/undirflokkar/lidan-okkar er sjálfshjálparefni og gagnlegar upplýsingar um hvert er hægt að leita. Höfundur er forstöðusálfræðingur á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð ehf.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun