Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. mars 2021 11:50 Eldgosið í Geldingadal á Reykjanesi í gær. Aukinn kraftur var á gosstöðvunum í gærkvöldi. Vísir/Villi Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. Krafturinn í eldgosinu í Geldingadal jókst þegar leið á kvöldið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ný sprunga hafi ekki opnast á svæðinu né nýr gígur. Svo virðist sem hraunrennslið í minni gíg hafi orðið kröftugra og spurning hvort það hafi sameinast við stóra gíginn. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir veðrið á svæðinu í gott og að svæðið verði opið almenningi i dag. „Það er suðvestanátt. Þá stendur vindurinn undan gönguleiðinni. Þannig að það lítur bara ágætlega út,“ segir Hjálmar. Gönguhópum var hleypt inn á svæðið klukkan 11 í morgun.Vísir/Villi Mikill áhugi er fyrir eldgosinu og líklegt að hundruð ef ekki þúsundir hafi heimsótt Geldingadal í gær og búist er við ásóknin verði svipuð áfram. Ekki er búið að skipuleggja umferð ökutækja á svæðinu umfram það sem var í gær. „Við erum með það í vinnslu. Við erum með ákveðnar tillögur hérna sem síðan þarf að taka ákvörðun um. Það er ekki einfalt að gera þetta vegna þess að við erum að hugsa um hópferðabifreiðar til þess að fara að þannig að allir hafi sem stystu gönguleið að gosstöðvunum. Í ofan á lag að þá er COVID og þetta er flókin samsetning að raða þessu öllu saman þannig að allt sé í lagi,“ segir Hjálmar. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar hafa haft í nægu að snúast á gossvæðinu síðustu daga.Vísir/Jóhann K. Hjálmar segir að unnið er að framtíðar skipulagi og horft sé orðið á gosið sem langtímaverkefni. „Við erum svona fyrst og fremst að reyna að ná utan um verkefnið en við þurfum að horfa til framtíðar. Það sem við erum að reyna að tryggja er að allir þessi sem vilja sjá og vilja koma fari öruggustu leiðina. Ekki hér og þar og við erum að ná utan um þetta. Við erum farin að hugsa þetta miklu lengra. Það þarf að gera ráð fyrir allskonar hlutum þegar svona margir vilja koma. Helgin er fram undan og svo eru páskarnir líka þannig að við erum á fullu við undirbúning,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Krafturinn í eldgosinu í Geldingadal jókst þegar leið á kvöldið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ný sprunga hafi ekki opnast á svæðinu né nýr gígur. Svo virðist sem hraunrennslið í minni gíg hafi orðið kröftugra og spurning hvort það hafi sameinast við stóra gíginn. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir veðrið á svæðinu í gott og að svæðið verði opið almenningi i dag. „Það er suðvestanátt. Þá stendur vindurinn undan gönguleiðinni. Þannig að það lítur bara ágætlega út,“ segir Hjálmar. Gönguhópum var hleypt inn á svæðið klukkan 11 í morgun.Vísir/Villi Mikill áhugi er fyrir eldgosinu og líklegt að hundruð ef ekki þúsundir hafi heimsótt Geldingadal í gær og búist er við ásóknin verði svipuð áfram. Ekki er búið að skipuleggja umferð ökutækja á svæðinu umfram það sem var í gær. „Við erum með það í vinnslu. Við erum með ákveðnar tillögur hérna sem síðan þarf að taka ákvörðun um. Það er ekki einfalt að gera þetta vegna þess að við erum að hugsa um hópferðabifreiðar til þess að fara að þannig að allir hafi sem stystu gönguleið að gosstöðvunum. Í ofan á lag að þá er COVID og þetta er flókin samsetning að raða þessu öllu saman þannig að allt sé í lagi,“ segir Hjálmar. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar hafa haft í nægu að snúast á gossvæðinu síðustu daga.Vísir/Jóhann K. Hjálmar segir að unnið er að framtíðar skipulagi og horft sé orðið á gosið sem langtímaverkefni. „Við erum svona fyrst og fremst að reyna að ná utan um verkefnið en við þurfum að horfa til framtíðar. Það sem við erum að reyna að tryggja er að allir þessi sem vilja sjá og vilja koma fari öruggustu leiðina. Ekki hér og þar og við erum að ná utan um þetta. Við erum farin að hugsa þetta miklu lengra. Það þarf að gera ráð fyrir allskonar hlutum þegar svona margir vilja koma. Helgin er fram undan og svo eru páskarnir líka þannig að við erum á fullu við undirbúning,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira