Svæðisborgin Akureyri og menningarhlutverk hennar Hilda Jana Gísladóttir skrifar 24. mars 2021 15:00 Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu. Eitt þeirra mikilvægu hlutverka sem svæðisborgin Akureyri hefur er á sviði menningarmála. Þrátt fyrir að þjóðarstofnanir séu reknar af ríkinu í Reykjavík, líkt og Þjóðleikhúsið, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands, þá hafa þær stofnanir, vegna fjarlægðar við landshlutann, ekki náð að sinna sínu hlutverki þar. Á Akureyri eru Leikfélag Akureyrar, Listasafn Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem gegna mjög mikilvægu svæðisbundnu hlutverki. Ríkið hefur gert menningarsamning við Akureyrarbæ um rekstur þessara stofnanna sem er okkur mjög mikilvægur. Framlag ríkisins nemur um 30% af kostnaði við rekstur þessara stofnanna en sveitarfélagið ber 70% af kostnaðinum. Þetta framlag ríkisins í gegnum menningarsamning við Akureyrarbæ nemur um 5% af því sem þjóðarstofnanirnar í Reykjavík fá. Í viðræðum um nýjan menningarsamning lögðum við ríka áherslu á að mikilvægt sé að greina svæðisbundið hlutverk menningarstofnanna á Akureyri og horfa til þess hlutfalls þjóðarinnar sem þessar stofnanir þjóna. Í því samhengi ætti framlag ríkisins til menningarsamnings við Akureyrarbæ að nema nær 10% af fjárframlagi þess til þjóðarstofnanana í Reykjavík í stað 5% eins og nú er. Það gefur auga leið að sveitarfélög í námunda við höfuðborgina þurfa ekki að verja miklum fjármunum til menningarmála þegar Þjóðleikhús, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands starfa í næsta nágrenni. Þjónustuna er einfaldlega hægt að sækja til Reykjavíkur og njóta þeirrar menningar sem þar blómstrar á kostnað ríkisins. Fólkið á Norðurlandi eystra býr við allt annan veruleika. Akureyrarbær ver árlega um 920 milljónum króna til menningarmála og ríflega helmingur þeirrar fjárhæðar fer til reksturs Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Til samanburðar ver Garðabær, sem er aðeins fámennara sveitarfélag, um 220 milljónir króna árlega til menningarmála. Það sama á við önnur nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar sem verja að jafnaði um fjórum sinnum minna fjármagni til menningarmála á hvern íbúa en Akureyrarbær. Ef við höfum raunverulegan vilja til þess að bæta búsetuskilyrði um land allt þá er efling á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar gríðarlega mikilvægur þáttur í því stóra verkefni. Þá ber að taka skýrt fram að í mínum huga er svæðisbundið hlutverk Akureyrar ekki einkamál Akureyrarbæjar, heldur sameiginlegt verkefni landshlutans og ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra eru sammála um það í Sóknaráætlun sinni að Akureyri verði opinberlega skilgreind sem svæðisborg, enda eigi slíkt hlutverk að þjóna landshlutanum öllum og því hlutverki fylgi einnig ábyrgð og skyldur. Nú er að störfum hópur á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE sem vinnur að greiningu á þessu svæðisbundna hlutverki Akureyrar og innan tíðar leggur hópurinn fram tillögur sínar til eflingar á því hlutverki. Ég bind miklar vonir við að niðurstaða þeirrar vinnu leiði til þess að okkur lánist að efla svæðisbundið hlutverk Akureyrar til heilla fyrir landshlutann og landið allt. Höfundur er formaður stjórnar Akureyrarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Menning Akureyri Mest lesið 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu. Eitt þeirra mikilvægu hlutverka sem svæðisborgin Akureyri hefur er á sviði menningarmála. Þrátt fyrir að þjóðarstofnanir séu reknar af ríkinu í Reykjavík, líkt og Þjóðleikhúsið, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands, þá hafa þær stofnanir, vegna fjarlægðar við landshlutann, ekki náð að sinna sínu hlutverki þar. Á Akureyri eru Leikfélag Akureyrar, Listasafn Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem gegna mjög mikilvægu svæðisbundnu hlutverki. Ríkið hefur gert menningarsamning við Akureyrarbæ um rekstur þessara stofnanna sem er okkur mjög mikilvægur. Framlag ríkisins nemur um 30% af kostnaði við rekstur þessara stofnanna en sveitarfélagið ber 70% af kostnaðinum. Þetta framlag ríkisins í gegnum menningarsamning við Akureyrarbæ nemur um 5% af því sem þjóðarstofnanirnar í Reykjavík fá. Í viðræðum um nýjan menningarsamning lögðum við ríka áherslu á að mikilvægt sé að greina svæðisbundið hlutverk menningarstofnanna á Akureyri og horfa til þess hlutfalls þjóðarinnar sem þessar stofnanir þjóna. Í því samhengi ætti framlag ríkisins til menningarsamnings við Akureyrarbæ að nema nær 10% af fjárframlagi þess til þjóðarstofnanana í Reykjavík í stað 5% eins og nú er. Það gefur auga leið að sveitarfélög í námunda við höfuðborgina þurfa ekki að verja miklum fjármunum til menningarmála þegar Þjóðleikhús, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands starfa í næsta nágrenni. Þjónustuna er einfaldlega hægt að sækja til Reykjavíkur og njóta þeirrar menningar sem þar blómstrar á kostnað ríkisins. Fólkið á Norðurlandi eystra býr við allt annan veruleika. Akureyrarbær ver árlega um 920 milljónum króna til menningarmála og ríflega helmingur þeirrar fjárhæðar fer til reksturs Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Til samanburðar ver Garðabær, sem er aðeins fámennara sveitarfélag, um 220 milljónir króna árlega til menningarmála. Það sama á við önnur nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar sem verja að jafnaði um fjórum sinnum minna fjármagni til menningarmála á hvern íbúa en Akureyrarbær. Ef við höfum raunverulegan vilja til þess að bæta búsetuskilyrði um land allt þá er efling á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar gríðarlega mikilvægur þáttur í því stóra verkefni. Þá ber að taka skýrt fram að í mínum huga er svæðisbundið hlutverk Akureyrar ekki einkamál Akureyrarbæjar, heldur sameiginlegt verkefni landshlutans og ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra eru sammála um það í Sóknaráætlun sinni að Akureyri verði opinberlega skilgreind sem svæðisborg, enda eigi slíkt hlutverk að þjóna landshlutanum öllum og því hlutverki fylgi einnig ábyrgð og skyldur. Nú er að störfum hópur á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE sem vinnur að greiningu á þessu svæðisbundna hlutverki Akureyrar og innan tíðar leggur hópurinn fram tillögur sínar til eflingar á því hlutverki. Ég bind miklar vonir við að niðurstaða þeirrar vinnu leiði til þess að okkur lánist að efla svæðisbundið hlutverk Akureyrar til heilla fyrir landshlutann og landið allt. Höfundur er formaður stjórnar Akureyrarstofu.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun