Það er komið vor Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 24. mars 2021 20:26 Því miður erum við enn á ný að hlaupa í skjól. Við fórum úr jólakúlunni í að halda okkur í páskaeggi næstu þrjár vikur. Íslenska þjóðin er vön því að búa við óútreiknanlegt veður. Þessi faraldur hagar sér með svipuðu móti. Nú er ekkert annað í boði en að tryggja aðstæður, fara í skjól og standa af sér veðrið. Lengi skal manninn reyna, sagði Megas. Þessi lína skýtur upp kollinum þegar maður fer yfir undanfarin misseri. Lífið hefur verið lyftuhús en þjóðin hefur sýnt mikla þrautseigju og samstöðu í baráttunni við heimsfaraldurinn síðastliðið ár. Við höfum öll þurft að færa einhverjar fórnir og aðlaga okkur að þeim aðstæðunum sem ríkja hverju sinni. Staðan er viðkvæm og lítið má út af bregða eins og dagurinn í dag sýnir. Við megum ekki gleyma því, en enn glittir í ljósið við enda gangana. Bólusetning þjóðarinnar er komin á skrið. Áætlanir gera ráð fyrir að meginþorri þjóðarinnar verði bólusettur um mitt sumar. Ríkisstjórnin hefur brugðist við efnahagslegum afleiðingum faraldursins með fjölmörgum og fjölbreyttum aðgerðum. Hlutabótaleiðin, tekjufallsstyrkir, lokunarstyrkir, tekjutengdar atvinnuleysisbætur og margt fleira. Þessar aðgerðir hafa sannað gildi sitt undanfarið ár og dempað höggið. Staðan er viðkvæm en traust Því miður er staðan ennþá erfið og faraldurinn hefur dregist á langinn. Við höfum þó verið lánsöm hér á landi síðustu vikur, en þegar atvinnuleysið er komið þá getur tognað úr því í annan endann. Það skiptir verulegu máli að draga ekki úr aðgerðum of snemma. Það getur haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar þegar litið er til lengri tíma. Við getum sótt í reynslubanka fyrri ára. Við vitum hvað virkar og hvað þarf að gera. Atvinnulífið þarf að vera í stakk búið til að taka þátt í viðspyrnunni í kjölfar bólusetninga. Það er afar mikilvægt að halda áfram efnahagslegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og bæta í. Sérstöku atvinnuátaki hefur verið hrint af stað undir yfirskriftinni „hefjum störf“. Markmiðið með átakinu er að skapa allt að 7.000 tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Til þessa aðgerða er ráðgert að verja um 4.500 – 5.000 milljónum króna. Fleiri aðgerðum má koma í gang, t.d. sumarstörf fyrir námsmenn, aðgerðir við að koma atvinnuleitendum í virkni, framlenging hlutabótaleiðarinnar, vegleg ferðaávísun fyrir sumarið. Allt eru þetta aðgerðir sem draga úr langtímaáhrifum heimsfaraldursins á efnahagslífið. Við gefum ekki eftir á örlagastundu sem þessari. Klárum leikinn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Því miður erum við enn á ný að hlaupa í skjól. Við fórum úr jólakúlunni í að halda okkur í páskaeggi næstu þrjár vikur. Íslenska þjóðin er vön því að búa við óútreiknanlegt veður. Þessi faraldur hagar sér með svipuðu móti. Nú er ekkert annað í boði en að tryggja aðstæður, fara í skjól og standa af sér veðrið. Lengi skal manninn reyna, sagði Megas. Þessi lína skýtur upp kollinum þegar maður fer yfir undanfarin misseri. Lífið hefur verið lyftuhús en þjóðin hefur sýnt mikla þrautseigju og samstöðu í baráttunni við heimsfaraldurinn síðastliðið ár. Við höfum öll þurft að færa einhverjar fórnir og aðlaga okkur að þeim aðstæðunum sem ríkja hverju sinni. Staðan er viðkvæm og lítið má út af bregða eins og dagurinn í dag sýnir. Við megum ekki gleyma því, en enn glittir í ljósið við enda gangana. Bólusetning þjóðarinnar er komin á skrið. Áætlanir gera ráð fyrir að meginþorri þjóðarinnar verði bólusettur um mitt sumar. Ríkisstjórnin hefur brugðist við efnahagslegum afleiðingum faraldursins með fjölmörgum og fjölbreyttum aðgerðum. Hlutabótaleiðin, tekjufallsstyrkir, lokunarstyrkir, tekjutengdar atvinnuleysisbætur og margt fleira. Þessar aðgerðir hafa sannað gildi sitt undanfarið ár og dempað höggið. Staðan er viðkvæm en traust Því miður er staðan ennþá erfið og faraldurinn hefur dregist á langinn. Við höfum þó verið lánsöm hér á landi síðustu vikur, en þegar atvinnuleysið er komið þá getur tognað úr því í annan endann. Það skiptir verulegu máli að draga ekki úr aðgerðum of snemma. Það getur haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar þegar litið er til lengri tíma. Við getum sótt í reynslubanka fyrri ára. Við vitum hvað virkar og hvað þarf að gera. Atvinnulífið þarf að vera í stakk búið til að taka þátt í viðspyrnunni í kjölfar bólusetninga. Það er afar mikilvægt að halda áfram efnahagslegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og bæta í. Sérstöku atvinnuátaki hefur verið hrint af stað undir yfirskriftinni „hefjum störf“. Markmiðið með átakinu er að skapa allt að 7.000 tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Til þessa aðgerða er ráðgert að verja um 4.500 – 5.000 milljónum króna. Fleiri aðgerðum má koma í gang, t.d. sumarstörf fyrir námsmenn, aðgerðir við að koma atvinnuleitendum í virkni, framlenging hlutabótaleiðarinnar, vegleg ferðaávísun fyrir sumarið. Allt eru þetta aðgerðir sem draga úr langtímaáhrifum heimsfaraldursins á efnahagslífið. Við gefum ekki eftir á örlagastundu sem þessari. Klárum leikinn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun