Þynging og sýkna í innherjasvikamáli í Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 16:21 Kjartan Bergur Jónsson (til vinstri) var sýknaður af ákærunni. Dómur var þyngdur yfir Kjartani Jónssyni (fyrir miðju) og þriggja og hálfs árs dómur yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni staðfestur. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Kristjáni Georg Jósteinssyni í Icelandair-innhverjasvikamálinu. Þá var dómur yfir Kjartani Jónssyni þyngdur úr átján mánuðum í tvö ár. Kjartan Bergur Jónsson, sem fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði, var sýknaður í Landsrétti. Kjartan Jónsson og Kristján Georg voru ákærðir fyrir innherjasvik sem fóru þannig fram að Kristján Georg keypti og nýtti, í gegnum félag sitt Fastrek, afleiður og sölurétt samkvæmt valréttarsamningum sem byggðust á verðþróun hlutabréfa í Icelandair. Það gerði hann þrátt fyrir að búa yfir innherjaupplýsingum sem Kjartan, þá forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair, lét honum í té. Kjartan Berg var ákærður fyrir hlutdeild í innherjasvikum fyrir að hafa keypt sams konar sölurétt samkvæmt valréttarsamningi á grundvelli ráðgjafar eða hvatningar af hálfu Kristjáns Georgs. Fruminnherji hjá Icelandair Í dómi Landsréttar var rakið að Kjartan Jónsson hefði, í starfi sínu verið skilgreindur í hópi lykilstarfsmanna Icelandair og skráður fruminnherji í móðurfélaginu Icelandair Group hf. Þannig hefði hann að jafnaði haft aðgang að upplýsingum sem gátu haft marktæk áhrif á markaðsvirði félagsins. Samskipti hans og Kristjáns Georgs hafi borið með sér að Kristján Georg hefði átt viðskipti með umræddar afleiður og sölurétti, á grundvelli innherjaupplýsinga frá Kjartani Jónssyni. Þannig hefði Kjartan Jónsson tekið þátt í skiptingu áhættu og hagnaðar. Voru þeir því sakfelldir fyrir framangreind brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot þeirra voru sérstaklega alvarleg og ásetningur þeirra einbeittur. Refsing Kjartans Jónssonar var ákveðin fangelsi í tvö ár en Kristján Georg rauf með brotum sínum skilorð og var refsing hans því ákveðin þrjú ár og sex mánuðir. Með milljónir í reiðufé heima hjá sér Fallist var á upptöku á þremur milljónum króna í reiðufé sem fundust á heimili Kjartans og 38 milljónum úr félagi Kristjáns Georgs Fastreki. Milljónirnar 38 teljast hluti af fasteignum félagsins. Landsréttur taldi að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að færa sönnur á að Kjartan Berg hefði vitað eða mátt vita að Kristján Georg hefði búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann ráðlagði eða hvatti hann til viðskipta með bréf félagsins. Var Kjartan Berg því sýknaður af hlutdeild í innherjasvikabroti Kristjáns Georgs. Hann fékk þó ekki að halda þeim rúmlega tuttugu milljónum króna ávinningi af viðskiptunum. Þau töldust vera 4,3 milljónir króna sem fundust í reiðufé á heimili Kjartans Bergs og hluti af andvirði í fasteign hans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. Innherjasvik hjá Icelandair Dómsmál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Kjartan Jónsson og Kristján Georg voru ákærðir fyrir innherjasvik sem fóru þannig fram að Kristján Georg keypti og nýtti, í gegnum félag sitt Fastrek, afleiður og sölurétt samkvæmt valréttarsamningum sem byggðust á verðþróun hlutabréfa í Icelandair. Það gerði hann þrátt fyrir að búa yfir innherjaupplýsingum sem Kjartan, þá forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair, lét honum í té. Kjartan Berg var ákærður fyrir hlutdeild í innherjasvikum fyrir að hafa keypt sams konar sölurétt samkvæmt valréttarsamningi á grundvelli ráðgjafar eða hvatningar af hálfu Kristjáns Georgs. Fruminnherji hjá Icelandair Í dómi Landsréttar var rakið að Kjartan Jónsson hefði, í starfi sínu verið skilgreindur í hópi lykilstarfsmanna Icelandair og skráður fruminnherji í móðurfélaginu Icelandair Group hf. Þannig hefði hann að jafnaði haft aðgang að upplýsingum sem gátu haft marktæk áhrif á markaðsvirði félagsins. Samskipti hans og Kristjáns Georgs hafi borið með sér að Kristján Georg hefði átt viðskipti með umræddar afleiður og sölurétti, á grundvelli innherjaupplýsinga frá Kjartani Jónssyni. Þannig hefði Kjartan Jónsson tekið þátt í skiptingu áhættu og hagnaðar. Voru þeir því sakfelldir fyrir framangreind brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot þeirra voru sérstaklega alvarleg og ásetningur þeirra einbeittur. Refsing Kjartans Jónssonar var ákveðin fangelsi í tvö ár en Kristján Georg rauf með brotum sínum skilorð og var refsing hans því ákveðin þrjú ár og sex mánuðir. Með milljónir í reiðufé heima hjá sér Fallist var á upptöku á þremur milljónum króna í reiðufé sem fundust á heimili Kjartans og 38 milljónum úr félagi Kristjáns Georgs Fastreki. Milljónirnar 38 teljast hluti af fasteignum félagsins. Landsréttur taldi að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að færa sönnur á að Kjartan Berg hefði vitað eða mátt vita að Kristján Georg hefði búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann ráðlagði eða hvatti hann til viðskipta með bréf félagsins. Var Kjartan Berg því sýknaður af hlutdeild í innherjasvikabroti Kristjáns Georgs. Hann fékk þó ekki að halda þeim rúmlega tuttugu milljónum króna ávinningi af viðskiptunum. Þau töldust vera 4,3 milljónir króna sem fundust í reiðufé á heimili Kjartans Bergs og hluti af andvirði í fasteign hans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Innherjasvik hjá Icelandair Dómsmál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira