Félagsráðgjöf, fíknisjúkdómar og barnavernd Steinunn Bergmann skrifar 27. mars 2021 07:01 Félagsráðgjafafélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna greinar Söru Pálsdóttur sem birtist þann 26. mars 2021 á visir.is undir yfirskriftinni Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Starfsfólk barnaverndarnefnda sveitarfélaga hefur það hlutverk að bregðast við þegar börn búa við óviðunandi aðstæður, til dæmis þegar foreldar eru ófærir um að annast þau vegna fíkniefnaneyslu. Mjög stór hluti þessa starfsfólks eru félagsráðgjafar. Flestir félagsráðgjafar sækja menntun sína til Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sem hefur, ein háskóladeilda hérlendis, kennt í grunnámi námskeið um barnavernd, ofbeldi í fjölskyldum, áfengis- og vímuefnamál, auk sérstakra námskeiða um vinnu með börnum og unglingum í starfsréttindanámi á MA stigi. Margir félagsráðgjafar hafa einnig sótt sér viðbótarmenntun til að sérhæfa sig eftir að þeir hefja störf, meðal annars á sviði barnaverndar, áfengis- og vímuefnamála og fjölskyldumeðferðar. Félagsráðgjafardeild býður uppá þverfaglegt diplomanám á sviði áfengis- og vímuefnamála sem fjölmargir félagsráðgjafar hafa lokið. Þá auglýsti deildin nýverið lektorsstöðu á þessu sviði til að efla enn frekar kennslu á sviðinu. Það er því ekki rétt sem fram kemur í grein Söru Pálsdóttur þegar hún fullyrðir að félagsráðgjafar sem starfa innan barnaverndar hafi ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Þá má einnig nefna að það er ekki hlutverk starfsfólks barnaverndarnefnda að veita áfengs- og vímuefnameðferð, hlutverk þeirra er að bæta aðstæður barna og liðsinna foreldrum við að leita sér viðeigandi meðferðar. Félagsráðgjafar starfa út frá heildarsýn og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi og eiga samstarf við þá sem geta lagt lið til að tryggja velferð barna. Félagsráðgjafar hafa þekkingu á fíknisjúkdómum og hafa færni til að hvetja og aðstoða foreldra við að komast í viðeigandi meðferð og eiga í samstarfi við þá sem meðferðina veita. Það er flókið að takast á við fíknisjúkdóma og það er þekkt að þeir sem glíma við þá mæta oft fordómum og skilningsleysi almennings. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur bent á að eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem herjar á þjóðir heims megi rekja til þeirra og sem dæmi má nefna að áfengisneysla er á meðal þeirra 10 þátta sem hafa mest áhrif á dánartíðni íslendinga og þá eru önnur vímuefni ótalin. Félagsráðgjafafélag Íslands tekur undir það með Söru Pálsdóttur að brýnt sé að fagfólk sem vinnur í barnavernd sé sérstaklega menntað um fíknisjúkdóma því stór hluti barnaverndarmála er tilkomin vegna þeirra. Það er því áríðandi að efla áfram menntun félagsráðgjafa á þessu sviði og gefa enn fleiri fagstéttum möguleika á að sækja sérþekkingu á áfengis og vímuefnamálum. Slík þekking eykur líkur á góðu þverfaglegu samstarf fagstétta við að tryggja hagsmuni og farsæld barna sem búa í fjölskyldum sem glíma við fíknisjúkdóma. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Félagsmál Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna greinar Söru Pálsdóttur sem birtist þann 26. mars 2021 á visir.is undir yfirskriftinni Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Starfsfólk barnaverndarnefnda sveitarfélaga hefur það hlutverk að bregðast við þegar börn búa við óviðunandi aðstæður, til dæmis þegar foreldar eru ófærir um að annast þau vegna fíkniefnaneyslu. Mjög stór hluti þessa starfsfólks eru félagsráðgjafar. Flestir félagsráðgjafar sækja menntun sína til Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sem hefur, ein háskóladeilda hérlendis, kennt í grunnámi námskeið um barnavernd, ofbeldi í fjölskyldum, áfengis- og vímuefnamál, auk sérstakra námskeiða um vinnu með börnum og unglingum í starfsréttindanámi á MA stigi. Margir félagsráðgjafar hafa einnig sótt sér viðbótarmenntun til að sérhæfa sig eftir að þeir hefja störf, meðal annars á sviði barnaverndar, áfengis- og vímuefnamála og fjölskyldumeðferðar. Félagsráðgjafardeild býður uppá þverfaglegt diplomanám á sviði áfengis- og vímuefnamála sem fjölmargir félagsráðgjafar hafa lokið. Þá auglýsti deildin nýverið lektorsstöðu á þessu sviði til að efla enn frekar kennslu á sviðinu. Það er því ekki rétt sem fram kemur í grein Söru Pálsdóttur þegar hún fullyrðir að félagsráðgjafar sem starfa innan barnaverndar hafi ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Þá má einnig nefna að það er ekki hlutverk starfsfólks barnaverndarnefnda að veita áfengs- og vímuefnameðferð, hlutverk þeirra er að bæta aðstæður barna og liðsinna foreldrum við að leita sér viðeigandi meðferðar. Félagsráðgjafar starfa út frá heildarsýn og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi og eiga samstarf við þá sem geta lagt lið til að tryggja velferð barna. Félagsráðgjafar hafa þekkingu á fíknisjúkdómum og hafa færni til að hvetja og aðstoða foreldra við að komast í viðeigandi meðferð og eiga í samstarfi við þá sem meðferðina veita. Það er flókið að takast á við fíknisjúkdóma og það er þekkt að þeir sem glíma við þá mæta oft fordómum og skilningsleysi almennings. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur bent á að eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem herjar á þjóðir heims megi rekja til þeirra og sem dæmi má nefna að áfengisneysla er á meðal þeirra 10 þátta sem hafa mest áhrif á dánartíðni íslendinga og þá eru önnur vímuefni ótalin. Félagsráðgjafafélag Íslands tekur undir það með Söru Pálsdóttur að brýnt sé að fagfólk sem vinnur í barnavernd sé sérstaklega menntað um fíknisjúkdóma því stór hluti barnaverndarmála er tilkomin vegna þeirra. Það er því áríðandi að efla áfram menntun félagsráðgjafa á þessu sviði og gefa enn fleiri fagstéttum möguleika á að sækja sérþekkingu á áfengis og vímuefnamálum. Slík þekking eykur líkur á góðu þverfaglegu samstarf fagstétta við að tryggja hagsmuni og farsæld barna sem búa í fjölskyldum sem glíma við fíknisjúkdóma. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun