Opið bréf frá stjórn félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna til heilbrigðisráðherra Aðalbjörg Björgvinsdóttir, Dögg Hauksdóttir, Sigurlaug Benediktsdóttir, Bríet Einarsdóttir og Eva Jónasdóttir skrifa 27. mars 2021 15:01 Heilbrigðisráðherra barst bréf þann 13.desember 2020 frá stjórn FÍFK þar sem bent var á að mikið vantaði uppá að kerfið sem taka átti við skimun fyrir leghálskrabbameini væri tilbúið. Athygli var vakin á þeirri alvarlegu stöðu sem væri í uppsiglingu og óskað eftir svörum við spurningum sem settar voru fram í sama bréfi. Engin svör hafa borist og nú er ljóst að þau muni varla koma eftir hefðbundnum leiðum. Í byrjun janúar raungerðist það sem FÍFK hafði óttast, verkferlar voru ekki tilbúnir. Hægt og rólega er búið að vinna í því að laga þá þætti í kerfinu sem verða að vera til staðar en þrátt fyrir að fjórðungur úr ári sé liðinn þá er enn langt í land. Enn hafa ekki borist svör við þeim sýnum sem tekin voru í byrjun janúar í þessu nýja kerfi. Hins vegar er danska rannsóknarstofan búin að svara þessum sýnum en heilsugæslan liggur með svörin og þarf að koma þeim inn í íslenskt kerfi til að konurnar sem bíða og sýnatökuaðilar geti fengið svarið og brugðist við. Heilsugæslan gefur upplýsingar um að þegar kerfið verður komið í gagnið eins og það á að virka þá verði sýnin send til Danmerkur einu sinni í viku og svar úr sýninu eigi að berast konunni á 3-4 vikum. Nú er aprílbyrjun að nálgast og enn er ekki fyrirsjáanlegt hvenær þetta verður komið í gagnið. Hve lengi á að bíða þar til verður búið að ákveða og koma í verk því ferli sem hefði átt að vera tilbúið þegar heilsugæslan tók við þessari þjónustu? Áður voru eðlileg sýni voru geymd í 10 ár og óeðlilegum sýnum var ekki fargað heldur geymd í lífsýnabanka Krabbameinsfélags Íslands sem hafði tilskilin leyfi frá heilbrigðisráðuneyti okkar. Hvaða lífsýnabanki mun geyma sýni íslenskra kvenna ? Hve lengi verða sýni íslenskra kvenna geymd í þeim lífsýnabanka ? Hvaða lög gilda um rétt íslenskra kvenna þar sem mistök verða við greiningu á sýni ? Hvaða lög gilda fyrir sýni íslenskra kvenna sem geymd eru í erlendum lífsýnabanka ? Var gerð öryggis- og áhættumat framkvæmdinni þegar skimunarferlinu var breytt? Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið. Rannsóknarstofan ynni áfram þau sýni sem þyrfti með frumurannsókn og svarið myndi færast inn í sama kerfi þar sem sýnatökuaðilinn sér það um leið og svarið er tilbúið. Sýni konunnar myndi geymast í íslenskum lífsýnabanka sem hefði tilskilin leyfi hér á landi og enginn vafi á hvaða reglur væru í gildi um meðferð sýnisins. Hér væri enginn milliliður, engin flugferð, engin tilfærsla frá erlendum gagnabanka yfir í íslenskan, engin töf á svartíma til konunnar eða sýnatökuaðila. Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli? Höfundar sitja í stjórn FÍFK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra barst bréf þann 13.desember 2020 frá stjórn FÍFK þar sem bent var á að mikið vantaði uppá að kerfið sem taka átti við skimun fyrir leghálskrabbameini væri tilbúið. Athygli var vakin á þeirri alvarlegu stöðu sem væri í uppsiglingu og óskað eftir svörum við spurningum sem settar voru fram í sama bréfi. Engin svör hafa borist og nú er ljóst að þau muni varla koma eftir hefðbundnum leiðum. Í byrjun janúar raungerðist það sem FÍFK hafði óttast, verkferlar voru ekki tilbúnir. Hægt og rólega er búið að vinna í því að laga þá þætti í kerfinu sem verða að vera til staðar en þrátt fyrir að fjórðungur úr ári sé liðinn þá er enn langt í land. Enn hafa ekki borist svör við þeim sýnum sem tekin voru í byrjun janúar í þessu nýja kerfi. Hins vegar er danska rannsóknarstofan búin að svara þessum sýnum en heilsugæslan liggur með svörin og þarf að koma þeim inn í íslenskt kerfi til að konurnar sem bíða og sýnatökuaðilar geti fengið svarið og brugðist við. Heilsugæslan gefur upplýsingar um að þegar kerfið verður komið í gagnið eins og það á að virka þá verði sýnin send til Danmerkur einu sinni í viku og svar úr sýninu eigi að berast konunni á 3-4 vikum. Nú er aprílbyrjun að nálgast og enn er ekki fyrirsjáanlegt hvenær þetta verður komið í gagnið. Hve lengi á að bíða þar til verður búið að ákveða og koma í verk því ferli sem hefði átt að vera tilbúið þegar heilsugæslan tók við þessari þjónustu? Áður voru eðlileg sýni voru geymd í 10 ár og óeðlilegum sýnum var ekki fargað heldur geymd í lífsýnabanka Krabbameinsfélags Íslands sem hafði tilskilin leyfi frá heilbrigðisráðuneyti okkar. Hvaða lífsýnabanki mun geyma sýni íslenskra kvenna ? Hve lengi verða sýni íslenskra kvenna geymd í þeim lífsýnabanka ? Hvaða lög gilda um rétt íslenskra kvenna þar sem mistök verða við greiningu á sýni ? Hvaða lög gilda fyrir sýni íslenskra kvenna sem geymd eru í erlendum lífsýnabanka ? Var gerð öryggis- og áhættumat framkvæmdinni þegar skimunarferlinu var breytt? Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið. Rannsóknarstofan ynni áfram þau sýni sem þyrfti með frumurannsókn og svarið myndi færast inn í sama kerfi þar sem sýnatökuaðilinn sér það um leið og svarið er tilbúið. Sýni konunnar myndi geymast í íslenskum lífsýnabanka sem hefði tilskilin leyfi hér á landi og enginn vafi á hvaða reglur væru í gildi um meðferð sýnisins. Hér væri enginn milliliður, engin flugferð, engin tilfærsla frá erlendum gagnabanka yfir í íslenskan, engin töf á svartíma til konunnar eða sýnatökuaðila. Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli? Höfundar sitja í stjórn FÍFK.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun