Borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar í Airbnb-máli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 16:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar og segir dóminn staðfesta sterkan rétt borgarinnar til að stýra sínu skipulagi. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í gær sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var sýknuð af kröfum Reykjavík Developement ehf. Málið snerist um synjun á leyfisumtóskn félagsins til reksturs Airbnb-íbúðargistingar í íbúð í eigu félagsins. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni. Félagið höfðaði mál á hendur Reykjavíkurborg til þess að fá ógilt sérákvæði um gistiþjónustu í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030. Ákvæðið tók gildi með breytingu á aðalskipulagi borgarinnar árið 2017 og fól í sér hömlur á gististarfsemi í miðborg Reykjavíkur. Umsókn Reykjavík Developement um leyfi til reksturs íbúðargistingar var synjað á grundvelli neikvæðrar umsagnar Reykjavíkurborgar, sem taldi starfsemina ekki samræmast aðalskipulaginu. Ágreiningur í málinu laut að gildi breytingarinnar sem gerð hafði verið á aðalskipulagi. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur hefur nú staðfest, var ekki talið að sérákvæðið sem deilt var um bryti í bága við skipulagslög þó gististarfsemi væru settar hömlur í aðalskipulagi, í stað deiliskipulags. Eins var ekki talið að meðferð umsóknarinnar, eða breytingarinnar á aðalskipulaginu, væri til þess fallin að til ógildingar ákvæðisins gæti komið. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar á Facebook-síðu sinni. „Einn stærsti verktaki bæjarins stefndi Reykjavíkurborg til að hnekkja þeim takmörkunum sem við höfum sett á hóteluppbyggingu á völdum stöðum og gera að engu skipulagsreglur um hvar megi vera Airbnb-íbúðir og hvar ekki. Í daglegu tali hefur þetta verið kallað reglur um "ekki fleiri hótel í Kvos" og reglur um að ekki megi vera Airbnb íbúðir íbúðahverfum, nema þær séu sérstaklega leyfðar í skipulagi eða standi við [svokallaðar] aðalgötur. Hóteltakmarkanir hafa líka verið settar við Laugaveg og Hverfisgötu. Airbnb-reglur gilda hins vegar í öllum íbúðahverfum. Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi viðkomandi til að greiða okkur málskostnað,“ skrifar Dagur. Dagur segir um tímamótamál að ræða, sem staðfesti sterkan rétt Reykjavíkur til að stýra skipulagi, þar með talið hvar reka megi gistiþjónustu. Í hans huga sé það í þágu almannahagsmuna og góðrar sambúðar ferðaþjónustu, fjölbreytilegrar borgar og líflegra en friðsælla íbúaðhverfa. „Reykjavík hefur verið í nánu samstarfi við aðrar ferðamannaborgir á undanförnum árum og hefur verið fremst í flokki við að stýra álagi, s.s. af rútum og gistingu, í gegnum skipulag. Þetta prófmál hefur því umtalsverða þýðingu, jafnvel út fyrir landsteinanna. Með þessu er staðfest að borginni er heimilt að grípa inni í og bregðast við þegar álag af gististöðum og ferðaþjónustu eða uppbygging þeim tengt er komin úr hófi og farin að hafa neikvæð áhrif á borgarbúa eða fjölbreytni í borgarlífinu,“ skrifar Dagur. Hann kveðst þá sannfærður um að í þessu felist mikilvægir langtímahagsmunir fyrir alla, þar með talda ferðaþjónustuna. „Virkileg mikilvæg og ánægjuleg niðurstaða,“ skrifar borgarstjórinn að lokum. Skipulag Reykjavík Dómsmál Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Félagið höfðaði mál á hendur Reykjavíkurborg til þess að fá ógilt sérákvæði um gistiþjónustu í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030. Ákvæðið tók gildi með breytingu á aðalskipulagi borgarinnar árið 2017 og fól í sér hömlur á gististarfsemi í miðborg Reykjavíkur. Umsókn Reykjavík Developement um leyfi til reksturs íbúðargistingar var synjað á grundvelli neikvæðrar umsagnar Reykjavíkurborgar, sem taldi starfsemina ekki samræmast aðalskipulaginu. Ágreiningur í málinu laut að gildi breytingarinnar sem gerð hafði verið á aðalskipulagi. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur hefur nú staðfest, var ekki talið að sérákvæðið sem deilt var um bryti í bága við skipulagslög þó gististarfsemi væru settar hömlur í aðalskipulagi, í stað deiliskipulags. Eins var ekki talið að meðferð umsóknarinnar, eða breytingarinnar á aðalskipulaginu, væri til þess fallin að til ógildingar ákvæðisins gæti komið. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar á Facebook-síðu sinni. „Einn stærsti verktaki bæjarins stefndi Reykjavíkurborg til að hnekkja þeim takmörkunum sem við höfum sett á hóteluppbyggingu á völdum stöðum og gera að engu skipulagsreglur um hvar megi vera Airbnb-íbúðir og hvar ekki. Í daglegu tali hefur þetta verið kallað reglur um "ekki fleiri hótel í Kvos" og reglur um að ekki megi vera Airbnb íbúðir íbúðahverfum, nema þær séu sérstaklega leyfðar í skipulagi eða standi við [svokallaðar] aðalgötur. Hóteltakmarkanir hafa líka verið settar við Laugaveg og Hverfisgötu. Airbnb-reglur gilda hins vegar í öllum íbúðahverfum. Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi viðkomandi til að greiða okkur málskostnað,“ skrifar Dagur. Dagur segir um tímamótamál að ræða, sem staðfesti sterkan rétt Reykjavíkur til að stýra skipulagi, þar með talið hvar reka megi gistiþjónustu. Í hans huga sé það í þágu almannahagsmuna og góðrar sambúðar ferðaþjónustu, fjölbreytilegrar borgar og líflegra en friðsælla íbúaðhverfa. „Reykjavík hefur verið í nánu samstarfi við aðrar ferðamannaborgir á undanförnum árum og hefur verið fremst í flokki við að stýra álagi, s.s. af rútum og gistingu, í gegnum skipulag. Þetta prófmál hefur því umtalsverða þýðingu, jafnvel út fyrir landsteinanna. Með þessu er staðfest að borginni er heimilt að grípa inni í og bregðast við þegar álag af gististöðum og ferðaþjónustu eða uppbygging þeim tengt er komin úr hófi og farin að hafa neikvæð áhrif á borgarbúa eða fjölbreytni í borgarlífinu,“ skrifar Dagur. Hann kveðst þá sannfærður um að í þessu felist mikilvægir langtímahagsmunir fyrir alla, þar með talda ferðaþjónustuna. „Virkileg mikilvæg og ánægjuleg niðurstaða,“ skrifar borgarstjórinn að lokum.
Skipulag Reykjavík Dómsmál Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira