Hvernig fjöllum við um barnavernd og starfsumhverfi barnaverndarstarfsmanna? Sigrún Þórarinsdóttir skrifar 29. mars 2021 09:01 Umræða um barnavernd og málefni barna hefur sjaldan verið meiri en nú. Því má þakka mörgum aðilum og ekki síst þeim metnaðarfullu áætlunum sem stjórnvöld hafa nú uppi með markvissum og stórefldum aðgerðum til þess að samþætta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Breytingar eru fyrirhugaðar á núgildandi barnaverndarlögum og verður spennandi að taka þátt í þeirri vinnu þar sem velferð barna skal höfð í forgrunni. Hinsvegar er það svo að starfsfólk barnaverndar, sem er einn viðkvæmasti og flóknasti málaflokkurinn innan velferðarþjónustunnar, fær afar sjaldan tækifæri til þess að vekja athygli á málaflokknum á almennum nótum; hversu margslunginn, flókinn og viðkvæmur hann er og hvað þá síður tækifæri til þess að upplýsa og kynna það mikilvæga starf og starfsumhverfi sem félagsráðgjafar í barnavernd en ekki síður, margar aðrar fagstéttir koma að. Af hverju ætli það sé? Af hverju er umfjöllun um barnavernd gjarnan einhliða, í æsifréttamennskustíl og því miður uppfull af rangfærslum sem einkennast af augljósum skorti þess sem um málaflokkinn fjallar, til þess að kynna sér vel, og minna sig á um hvað barnaverndin snýst? Barnavernd snýst um Vernd barna. Starfsmenn og stjórnendur barnaverndanefnda sveitarfélaga landsins geta eðli málsins skv. aldrei tjáð sig um einstaka mál. Ekki frekar en starfsfólk í leik- og grunnskólum, innan heilbrigðiskerfisins, löggæslu og svo mætti lengi telja. En við sjáum svo sannarlega umfjöllun á þeim sviðum nánast daglega þar sem starfsfólk sem best þekkir til hverju sinni, er duglegt að koma á framfæri upplýsingum um stöðuna í sínum málaflokki. Það sama þarf að gilda um barnaverndina. Þegar greinaskrif blasa svo við fagmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í barnavernd þar sem alvarlega er vegið að starfsheiðri, menntun og tilgangi fólks með störfum sínum, þarf að bregðast við því það er ábyrgðarhluti þeirra sem starfa innan barnaverndar að leiðrétta rangfærslur. Því fagna ég af heilum hug snörum viðbrögðum Félagsráðgjafafélags Íslands með mjög góðri grein formanns félagsins sem birtist þann 27. mars. sl. sem minnir réttilega á, að starfsmenn barnaverndarnefndar sveitarfélaganna og félagsráðgjafar, hafa þeim skyldum að gegna fyrst og fremst að vera málsvarar barna sem búa við óviðunandi uppeldisskilyrði sem gjarnan eru til komin vegna fíknivanda forsjáraðila, ofbeldis eða annars konar vanrækslu. Sem félagsráðgjafi og barnaverndarstarfsmaður til margra ára og þess heldur aðili sem þekkir vel til vanda einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóm, þá frábið ég mér fyrir hönd barnaverndarstarfsfólks þessa lands þann óvandaða málflutning sem viðhafður var í grein um störf barnaverndar þann 26. mars sl. Þess heldur skora ég á að alla að kynna sér störf og sérþekkingu félagsráðgjafa á barnavernd líkt og formaður Félagsráðgjafafélagsins greinir svo vel frá, og hvetja til aukinnar umræðu um málaflokkinn því ég efast um að almenningur geri sér grein fyrir umfangi og þeim fjölda barna sem búa við algjörlega óviðunandi aðstæður. Ennfremur er mikilvægt að vekja athygli á því starfsumhverfi sem hið ómetanlega og dýrmæta starfsfólk barnaverndar, býr við þar sem jafnvel fjölskyldur starfsmanna eru í mörgum tilvikum berskjaldaðar gagnvart hótunum og áreiti svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Þar sem starfsmenn búa við þá ógn í starfi að geta átt hættu á líkamsárásum og þurfa að óttast um eigið öryggi á meðan þeir vinna af heilum hug að því að tryggja öryggi barna sem eiga sér ekki annan málsvara. Þar sem starfsfólk er að brenna upp í starfi vegna álags sem bæði er tilkomið vegna málafjölda og hversu fjandsamlegt starfsumhverfið er orðið. Árlega er haldið upp á 112 daginn og í ár var dagurinn tileinkaður umfjöllun um málefni barna og barnavernd sem var löngu tímabært. Umfjöllunin var mjög vönduð og viðtöl voru við ýmsa sérfræðinga og stjórnendur í barnavernd. Sú vandaða umfjöllun féll því miður í skuggann af æsifréttamennsku sem var í gangi á sama tíma. Hversu dásamlegt væri það nú að geta opnað fjölmiðla einn daginn og séð reglulega vandaðar umfjallanir þar sem markmiðið er að fræða, skapa umræðu og kynna fyrir fólki það ómetanlega starf sem unnið er innan barnaverndar allan sólarhringinn um allt land. Höfundur er félagsráðgjafi og skrifstofustjóri ráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Umræða um barnavernd og málefni barna hefur sjaldan verið meiri en nú. Því má þakka mörgum aðilum og ekki síst þeim metnaðarfullu áætlunum sem stjórnvöld hafa nú uppi með markvissum og stórefldum aðgerðum til þess að samþætta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Breytingar eru fyrirhugaðar á núgildandi barnaverndarlögum og verður spennandi að taka þátt í þeirri vinnu þar sem velferð barna skal höfð í forgrunni. Hinsvegar er það svo að starfsfólk barnaverndar, sem er einn viðkvæmasti og flóknasti málaflokkurinn innan velferðarþjónustunnar, fær afar sjaldan tækifæri til þess að vekja athygli á málaflokknum á almennum nótum; hversu margslunginn, flókinn og viðkvæmur hann er og hvað þá síður tækifæri til þess að upplýsa og kynna það mikilvæga starf og starfsumhverfi sem félagsráðgjafar í barnavernd en ekki síður, margar aðrar fagstéttir koma að. Af hverju ætli það sé? Af hverju er umfjöllun um barnavernd gjarnan einhliða, í æsifréttamennskustíl og því miður uppfull af rangfærslum sem einkennast af augljósum skorti þess sem um málaflokkinn fjallar, til þess að kynna sér vel, og minna sig á um hvað barnaverndin snýst? Barnavernd snýst um Vernd barna. Starfsmenn og stjórnendur barnaverndanefnda sveitarfélaga landsins geta eðli málsins skv. aldrei tjáð sig um einstaka mál. Ekki frekar en starfsfólk í leik- og grunnskólum, innan heilbrigðiskerfisins, löggæslu og svo mætti lengi telja. En við sjáum svo sannarlega umfjöllun á þeim sviðum nánast daglega þar sem starfsfólk sem best þekkir til hverju sinni, er duglegt að koma á framfæri upplýsingum um stöðuna í sínum málaflokki. Það sama þarf að gilda um barnaverndina. Þegar greinaskrif blasa svo við fagmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í barnavernd þar sem alvarlega er vegið að starfsheiðri, menntun og tilgangi fólks með störfum sínum, þarf að bregðast við því það er ábyrgðarhluti þeirra sem starfa innan barnaverndar að leiðrétta rangfærslur. Því fagna ég af heilum hug snörum viðbrögðum Félagsráðgjafafélags Íslands með mjög góðri grein formanns félagsins sem birtist þann 27. mars. sl. sem minnir réttilega á, að starfsmenn barnaverndarnefndar sveitarfélaganna og félagsráðgjafar, hafa þeim skyldum að gegna fyrst og fremst að vera málsvarar barna sem búa við óviðunandi uppeldisskilyrði sem gjarnan eru til komin vegna fíknivanda forsjáraðila, ofbeldis eða annars konar vanrækslu. Sem félagsráðgjafi og barnaverndarstarfsmaður til margra ára og þess heldur aðili sem þekkir vel til vanda einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóm, þá frábið ég mér fyrir hönd barnaverndarstarfsfólks þessa lands þann óvandaða málflutning sem viðhafður var í grein um störf barnaverndar þann 26. mars sl. Þess heldur skora ég á að alla að kynna sér störf og sérþekkingu félagsráðgjafa á barnavernd líkt og formaður Félagsráðgjafafélagsins greinir svo vel frá, og hvetja til aukinnar umræðu um málaflokkinn því ég efast um að almenningur geri sér grein fyrir umfangi og þeim fjölda barna sem búa við algjörlega óviðunandi aðstæður. Ennfremur er mikilvægt að vekja athygli á því starfsumhverfi sem hið ómetanlega og dýrmæta starfsfólk barnaverndar, býr við þar sem jafnvel fjölskyldur starfsmanna eru í mörgum tilvikum berskjaldaðar gagnvart hótunum og áreiti svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Þar sem starfsmenn búa við þá ógn í starfi að geta átt hættu á líkamsárásum og þurfa að óttast um eigið öryggi á meðan þeir vinna af heilum hug að því að tryggja öryggi barna sem eiga sér ekki annan málsvara. Þar sem starfsfólk er að brenna upp í starfi vegna álags sem bæði er tilkomið vegna málafjölda og hversu fjandsamlegt starfsumhverfið er orðið. Árlega er haldið upp á 112 daginn og í ár var dagurinn tileinkaður umfjöllun um málefni barna og barnavernd sem var löngu tímabært. Umfjöllunin var mjög vönduð og viðtöl voru við ýmsa sérfræðinga og stjórnendur í barnavernd. Sú vandaða umfjöllun féll því miður í skuggann af æsifréttamennsku sem var í gangi á sama tíma. Hversu dásamlegt væri það nú að geta opnað fjölmiðla einn daginn og séð reglulega vandaðar umfjallanir þar sem markmiðið er að fræða, skapa umræðu og kynna fyrir fólki það ómetanlega starf sem unnið er innan barnaverndar allan sólarhringinn um allt land. Höfundur er félagsráðgjafi og skrifstofustjóri ráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun