„Er þetta nógu þjóðhollt?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. mars 2021 20:24 Lee Wong sýnir örin sem hann hlaut þegar hann þjónaði í bandaríska hernum. Vísir Undanfarin misseri hefur hatursglæpum gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna fjölgað gríðarlega. Upptök þessarar bylgju hatursglæpa rekja margir til rasisma í kjölfar kórónuveirufaraldursins í garð asískra Bandaríkjamanna. Þúsundir hafa tilkynnt ofbeldisfulla glæpi eða hatursárásir á undanförnum mánuðum og hafa þeir verið tengdir þeirri orðræðu sem myndaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins þar sem asísku fólki var kennt um útbreiðslu Covid-19. Sex konur af asískum uppruna voru myrtar í Atlanta í Bandaríkjunum í síðustu viku, auk tveggja annarra sem ekki voru af asískum uppruna. Lee Wong, 69 ára gamall hermaður, flutti tilfinningaþrungna tölu á íbúafundi í Ohio í síðustu viku þar sem hann talaði gegn rasisma í garð asískra Bandaríkjamanna. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir en á fundinum sýndi hann áhorfendum ör sem hann ber á bringunni sem hann hlaut við þjónustu sína í bandaríska hernum. „Ég ætla að sýna ykkur hvernig þjóðrækni lítur út,“ sagði hann á fundinum á meðan hann hneppti frá skyrtunni sinni og sýndi áhorfendum örin. „Hér er sönnun mín. Þessi ör hlaut ég þegar ég þjónaði í bandaríska hernum. Er þetta nógu þjóðhollt?“ Hann sagði frá því að fólk hafi dregið þjóðhollustu hans í efa og ýjaði hann að því að það væri vegna þess að hann „liti ekki út fyrir að vera nógu bandarískur.“ Wong flutti til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar til þess að ganga þar í skóla. Hann þjónaði í bandaríska hernum í 20 ár. Þá hefur hann setið í stjórn West Chester háskólans frá árinu 2005. Hann sagði í samtali við Fox News að hann hafi orðið fyrir líkamlegum og munnlegum árásum vegna kynþáttar síns. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45 Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. 18. mars 2021 10:24 Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Þúsundir hafa tilkynnt ofbeldisfulla glæpi eða hatursárásir á undanförnum mánuðum og hafa þeir verið tengdir þeirri orðræðu sem myndaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins þar sem asísku fólki var kennt um útbreiðslu Covid-19. Sex konur af asískum uppruna voru myrtar í Atlanta í Bandaríkjunum í síðustu viku, auk tveggja annarra sem ekki voru af asískum uppruna. Lee Wong, 69 ára gamall hermaður, flutti tilfinningaþrungna tölu á íbúafundi í Ohio í síðustu viku þar sem hann talaði gegn rasisma í garð asískra Bandaríkjamanna. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir en á fundinum sýndi hann áhorfendum ör sem hann ber á bringunni sem hann hlaut við þjónustu sína í bandaríska hernum. „Ég ætla að sýna ykkur hvernig þjóðrækni lítur út,“ sagði hann á fundinum á meðan hann hneppti frá skyrtunni sinni og sýndi áhorfendum örin. „Hér er sönnun mín. Þessi ör hlaut ég þegar ég þjónaði í bandaríska hernum. Er þetta nógu þjóðhollt?“ Hann sagði frá því að fólk hafi dregið þjóðhollustu hans í efa og ýjaði hann að því að það væri vegna þess að hann „liti ekki út fyrir að vera nógu bandarískur.“ Wong flutti til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar til þess að ganga þar í skóla. Hann þjónaði í bandaríska hernum í 20 ár. Þá hefur hann setið í stjórn West Chester háskólans frá árinu 2005. Hann sagði í samtali við Fox News að hann hafi orðið fyrir líkamlegum og munnlegum árásum vegna kynþáttar síns.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45 Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. 18. mars 2021 10:24 Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45
Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. 18. mars 2021 10:24
Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31