Iðnaðarmenn lögðu milljónamæring í deilu um innréttingar á Fjölnisvegi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2021 08:01 Ingólfur Abrahim Shahin hefur efnast vel hjá Guide to Iceland. Guide to Iceland Athafnamanninum Ingólfi Abrahim Shain, eiganda bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, hefur verið gert að greiða trésmíðaverkstæðinu Sérsmíði tæplega 700 þúsund krónur í kjölfar ágreinings um innréttingar á heimili hans við Fjölnisveg 11 í Reykjavík. Trésmíðaverkstæðið kvaðst hafa staðið við allar sínar skuldbindingar á meðan Ingólfur vildi meina að fyrirtækið hafi reynt að hlunnfara sig. Dómarinn sagði málavexti Ingólfs ekki eiga við nein rök að styðjast. Málavextir eru þeir að Ingólfur samdi við trésmíðaverkstæðið um nýjar baðinnréttingar skömmu eftir að hann festi kaup á hinu þekkta glæsihýsi við Fjölnisveg árið 2018. Ágreiningurinn snerist um tvo reikninga sem Sérsmíði gaf út sem hljóðuðu upp á 206 þúsund krónur og 476 þúsund krónur, eða samtals 681 þúsund krónur, sem Ingólfur hafði neitað að greiða en þess í stað farið fram á endurgreiðslu á innborgun sinni þar sem hann hafði ekki fengið innréttinguna afhenta. Trésmiðaverkstæðið bar því hins vegar við að innréttingin hafi verið til reiðu frá því að greiðslan hafi verið innt af hendi – en að aldrei hafi verið samið um afhendingu eða uppsetningu hennar. Ósannað með öllu að varan hafi ekki verið afhent Dómurinn var ósammála öllum málatilbúnaði Ingólfs og sagði hann ekki eiga við nein rök að styðjast. „Ósannað er með öllu, og reyndar engum gögnum stutt, að stefnandi hafi ekki afhent allt það efni sem stefndi hafi greitt fyrir,“ segir í niðurstöðu dómsins. „Dómurinn telur að ekki verði annað ráðið en að stefnda [Ingólfi] hafi mátt vera kunnugt um að innréttingin hefði verið til reiðu á starfsstöð stefnanda [Sérsmíði]um langa hríð, ágreiningslaust er að hann er búinn að greiða fyrir hana og engin ástæða hafi verið fyrir hann að ætla annað en að hana gæti hann fengið afhenda á starfsstöð stefnanda eins og upphaflega var samið um,“ segir enn fremur. Ingólfi var gert að greiða reikningana tvo að fullu en til viðbótar lagðist á málskostnaður upp á 725 þúsund krónur. Heildargreiðsla var því um 1,4 milljónir króna. Glæsihýsið við Fjölnisveg 11 er eitt þekktasta hús borgarinnar. Skúli Mogensen átti það um tíma áður en hann seldi athafnamanninum Boga Pálssyni það. Guðmundur í Brim keypti það í framhaldinu og seldi síðan Hannesi Smárasyni það. Ingólfur Shahin keypti húsið í ágúst 2018. Ingólfur stofnaði bókunarfyrirtækið Guide to Iceland árið 2012 en fyrirtækið er það stærsta sinnar tegundar hér á landi. Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Ingólfur greiðir sér 300 milljónir í skugga launalækkana starfsmanna Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 795 milljónir króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið á undan var 690 milljónir króna. 14. október 2019 12:07 Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13 Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27 Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Trésmíðaverkstæðið kvaðst hafa staðið við allar sínar skuldbindingar á meðan Ingólfur vildi meina að fyrirtækið hafi reynt að hlunnfara sig. Dómarinn sagði málavexti Ingólfs ekki eiga við nein rök að styðjast. Málavextir eru þeir að Ingólfur samdi við trésmíðaverkstæðið um nýjar baðinnréttingar skömmu eftir að hann festi kaup á hinu þekkta glæsihýsi við Fjölnisveg árið 2018. Ágreiningurinn snerist um tvo reikninga sem Sérsmíði gaf út sem hljóðuðu upp á 206 þúsund krónur og 476 þúsund krónur, eða samtals 681 þúsund krónur, sem Ingólfur hafði neitað að greiða en þess í stað farið fram á endurgreiðslu á innborgun sinni þar sem hann hafði ekki fengið innréttinguna afhenta. Trésmiðaverkstæðið bar því hins vegar við að innréttingin hafi verið til reiðu frá því að greiðslan hafi verið innt af hendi – en að aldrei hafi verið samið um afhendingu eða uppsetningu hennar. Ósannað með öllu að varan hafi ekki verið afhent Dómurinn var ósammála öllum málatilbúnaði Ingólfs og sagði hann ekki eiga við nein rök að styðjast. „Ósannað er með öllu, og reyndar engum gögnum stutt, að stefnandi hafi ekki afhent allt það efni sem stefndi hafi greitt fyrir,“ segir í niðurstöðu dómsins. „Dómurinn telur að ekki verði annað ráðið en að stefnda [Ingólfi] hafi mátt vera kunnugt um að innréttingin hefði verið til reiðu á starfsstöð stefnanda [Sérsmíði]um langa hríð, ágreiningslaust er að hann er búinn að greiða fyrir hana og engin ástæða hafi verið fyrir hann að ætla annað en að hana gæti hann fengið afhenda á starfsstöð stefnanda eins og upphaflega var samið um,“ segir enn fremur. Ingólfi var gert að greiða reikningana tvo að fullu en til viðbótar lagðist á málskostnaður upp á 725 þúsund krónur. Heildargreiðsla var því um 1,4 milljónir króna. Glæsihýsið við Fjölnisveg 11 er eitt þekktasta hús borgarinnar. Skúli Mogensen átti það um tíma áður en hann seldi athafnamanninum Boga Pálssyni það. Guðmundur í Brim keypti það í framhaldinu og seldi síðan Hannesi Smárasyni það. Ingólfur Shahin keypti húsið í ágúst 2018. Ingólfur stofnaði bókunarfyrirtækið Guide to Iceland árið 2012 en fyrirtækið er það stærsta sinnar tegundar hér á landi.
Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Ingólfur greiðir sér 300 milljónir í skugga launalækkana starfsmanna Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 795 milljónir króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið á undan var 690 milljónir króna. 14. október 2019 12:07 Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13 Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27 Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Ingólfur greiðir sér 300 milljónir í skugga launalækkana starfsmanna Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 795 milljónir króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið á undan var 690 milljónir króna. 14. október 2019 12:07
Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13
Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27
Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00