Volkswagen laug til um nafnabreytingu Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2021 09:37 Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá breytingunni. Getty Volkswagen í Bandaríkjunum laug að fjölmiðlum þegar sendar voru út fréttatilkynningar á mánudag og þriðjudag um að til stæði að breyta nafni starfseminnar úr „Volkswagen of America“ í „Voltswagen of America“. Var það sagt gert til að undirstrika aukna áherslu á rafbílaframleiðslu félagsins. Vísir sagði frá málinu í gær, en síðdegis staðfesti fulltrúi Volkswagen í Bandaríkjunum að málið væri gabb og kynningarbrella. Volkswagen mun halda nafninu og ekki breyta nafninu í Voltswagen, segir talsmaðurinn Mark Gillies. Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá nafnabreytingunni í gær. Bandarískir fjölmiðlar spurðu fulltrúa framleiðendans ítrekað um hvort nafnabreytingin væri sannarlega sönn og fengu þau svör að svo væri. „Við ætluðum ekki að plata neinn. Málið var kynningarbrella til að fá fólk til að tala um [rafbílinn] ID.4,“ sagði talsmaður Volkswagen við Wall Street Journal. Fréttatilkynningin hefur nú verið fjarlægð af heimasíðu Volkswagen í Bandaríkjunum. Nú hluti af falsfréttavandanum Nathan Bomey, viðskiptablaðamaður USA Today, er allt annað ánægður með framferði Volkswagen og segir félagið nú vera hluta af vandamálinu þegar komi að falsfréttum í heiminum. Dear Volkswagen: You lied to me. You lied to AP, CNBC, Reuters and various trade pubs. This was not a joke. It was deception. In case you hadn t noticed, we have a misinformation problem in this country. Now you re part of it. Why should anyone trust you again? https://t.co/1rcKT7p0u5— Nathan Bomey (@NathanBomey) March 30, 2021 Lauren Easton hjá AP segir fréttaveituna hafa fengið ítrekaðar staðfestingar frá Volkswagen um að til stæði að breyta nafninu og AP hafi komið þeim upplýsingum á framfæri. „Nú vitum við að þetta var ekki satt. Við höfum leitétt grein okkar og birt nýja eftir játningar fyrirtækisins. Þetta og allar birtingar falskra upplýsinga koma niður á góðri fréttamennsku og bitna á hagsmunum almennings.“ Í tengslum við lygar og kynningarmál Volkswagen hafa nú verið rifjaðar upp fyrri lygar félagsins um útblástur bíla fyrirtækisins þar sem sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í bílunum til að svindla á útblástursmælingum. Varð hneykslið kallað „Dieselgate“ og neyddist bílaframleiðandinn til að greiða milljarða króna í sekt. Bílar Bandaríkin Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Útblásturshneyksli Volkswagen Fjölmiðlar Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Vísir sagði frá málinu í gær, en síðdegis staðfesti fulltrúi Volkswagen í Bandaríkjunum að málið væri gabb og kynningarbrella. Volkswagen mun halda nafninu og ekki breyta nafninu í Voltswagen, segir talsmaðurinn Mark Gillies. Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá nafnabreytingunni í gær. Bandarískir fjölmiðlar spurðu fulltrúa framleiðendans ítrekað um hvort nafnabreytingin væri sannarlega sönn og fengu þau svör að svo væri. „Við ætluðum ekki að plata neinn. Málið var kynningarbrella til að fá fólk til að tala um [rafbílinn] ID.4,“ sagði talsmaður Volkswagen við Wall Street Journal. Fréttatilkynningin hefur nú verið fjarlægð af heimasíðu Volkswagen í Bandaríkjunum. Nú hluti af falsfréttavandanum Nathan Bomey, viðskiptablaðamaður USA Today, er allt annað ánægður með framferði Volkswagen og segir félagið nú vera hluta af vandamálinu þegar komi að falsfréttum í heiminum. Dear Volkswagen: You lied to me. You lied to AP, CNBC, Reuters and various trade pubs. This was not a joke. It was deception. In case you hadn t noticed, we have a misinformation problem in this country. Now you re part of it. Why should anyone trust you again? https://t.co/1rcKT7p0u5— Nathan Bomey (@NathanBomey) March 30, 2021 Lauren Easton hjá AP segir fréttaveituna hafa fengið ítrekaðar staðfestingar frá Volkswagen um að til stæði að breyta nafninu og AP hafi komið þeim upplýsingum á framfæri. „Nú vitum við að þetta var ekki satt. Við höfum leitétt grein okkar og birt nýja eftir játningar fyrirtækisins. Þetta og allar birtingar falskra upplýsinga koma niður á góðri fréttamennsku og bitna á hagsmunum almennings.“ Í tengslum við lygar og kynningarmál Volkswagen hafa nú verið rifjaðar upp fyrri lygar félagsins um útblástur bíla fyrirtækisins þar sem sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í bílunum til að svindla á útblástursmælingum. Varð hneykslið kallað „Dieselgate“ og neyddist bílaframleiðandinn til að greiða milljarða króna í sekt.
Bílar Bandaríkin Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Útblásturshneyksli Volkswagen Fjölmiðlar Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent