Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. mars 2021 11:51 Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að fá og með deginum í dag og fram yfir páska verði opið fyrir almenna umferð að eldgosinu í Geldingadölum frá klukkan sex að morgni til klukkan 18. Svæðið sjálft og gönguleiðin inn í Geldingadali verður svo rýmd klukkan 22. Er þetta gert með hliðsjón af reynslu síðustu daga en gríðarlegt umferðaröngþveiti skapaðist á svæðinu og náði bílaröðin allt frá Hrauni við Suðurstrandaveg, í gegnum Grindavík og að Seltjörn á Grindavíkurvegi. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu komust tæplega 5200 manns að eldgosinu í gær og í heildina hafa rúmlega 23.500 gengið í Geldingadali síðustu sjö daga. Þá eru ótaldir göngumenn fyrstu dagana eftir gosið. Bílastæði hafa meðal annars verið sett um við Ísólfsskála við Suðurstrandaveg næst gönguleiðinni inni í Geldingadali.Vísir/Sigurjón Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir ákvörðunina tekna til þess að tryggja öryggi göngufólks og til þess að hvíla björgunarfólk. „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi þannig að við erum að hugsa um að breyta opnuninni á gossvæðinu. Fólk vill sjá komast þarna í ljósaskiptum og sjá þetta í myrkri. Hins vegar náum við bara ekki að vera með þá gæslu og þær bjargir yfir nóttina og á kvöldin,“ segir Hjálmar. Loka þurfti fyrir umferð að gossvæðinu síðdegis í gær vegna gríðar mikillar aðsóknar. „Fólk var að leggja inni í Grindavík í íbúðarhverfum og Grindvíkingar sjálfur áttu erfit með að komast leiðar sinnar bæði í verslun og fleira. Þetta var röð frá Hrauni og út á miðjan Grindavíkurveg,“ segir Hjálmar Mikið umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandavegi í gær og biðu margir í allt að þrjár klukkustundir í bílum sínum áður en þeim var snúið frá þar sem svæðinu var lokað.Vísir/Jóhann K. Urgur í heimamönnum vegna umferðarteppu í Grindavík „Það var smá pirringur svona. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta verður svona mikið, segir Hjálmar og bætir við að miður sé að ekki er farið eftir tilmælum sem gefin hafa verið út til þeirra sem sækja það að ganga að eldgosinu. „Það voru gefin út fyrirmæli að vera ekki að fara með börn. Menn eru beðnir um að fara að þessum fyrirmælum. Þetta er ekkert grín þessi ganga. Þetta er tuttugu kílómetra ganga og að vera að fara með börn á kvöldin og svona þetta er bara ekki í nógu góðum málum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að fá og með deginum í dag og fram yfir páska verði opið fyrir almenna umferð að eldgosinu í Geldingadölum frá klukkan sex að morgni til klukkan 18. Svæðið sjálft og gönguleiðin inn í Geldingadali verður svo rýmd klukkan 22. Er þetta gert með hliðsjón af reynslu síðustu daga en gríðarlegt umferðaröngþveiti skapaðist á svæðinu og náði bílaröðin allt frá Hrauni við Suðurstrandaveg, í gegnum Grindavík og að Seltjörn á Grindavíkurvegi. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu komust tæplega 5200 manns að eldgosinu í gær og í heildina hafa rúmlega 23.500 gengið í Geldingadali síðustu sjö daga. Þá eru ótaldir göngumenn fyrstu dagana eftir gosið. Bílastæði hafa meðal annars verið sett um við Ísólfsskála við Suðurstrandaveg næst gönguleiðinni inni í Geldingadali.Vísir/Sigurjón Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir ákvörðunina tekna til þess að tryggja öryggi göngufólks og til þess að hvíla björgunarfólk. „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi þannig að við erum að hugsa um að breyta opnuninni á gossvæðinu. Fólk vill sjá komast þarna í ljósaskiptum og sjá þetta í myrkri. Hins vegar náum við bara ekki að vera með þá gæslu og þær bjargir yfir nóttina og á kvöldin,“ segir Hjálmar. Loka þurfti fyrir umferð að gossvæðinu síðdegis í gær vegna gríðar mikillar aðsóknar. „Fólk var að leggja inni í Grindavík í íbúðarhverfum og Grindvíkingar sjálfur áttu erfit með að komast leiðar sinnar bæði í verslun og fleira. Þetta var röð frá Hrauni og út á miðjan Grindavíkurveg,“ segir Hjálmar Mikið umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandavegi í gær og biðu margir í allt að þrjár klukkustundir í bílum sínum áður en þeim var snúið frá þar sem svæðinu var lokað.Vísir/Jóhann K. Urgur í heimamönnum vegna umferðarteppu í Grindavík „Það var smá pirringur svona. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta verður svona mikið, segir Hjálmar og bætir við að miður sé að ekki er farið eftir tilmælum sem gefin hafa verið út til þeirra sem sækja það að ganga að eldgosinu. „Það voru gefin út fyrirmæli að vera ekki að fara með börn. Menn eru beðnir um að fara að þessum fyrirmælum. Þetta er ekkert grín þessi ganga. Þetta er tuttugu kílómetra ganga og að vera að fara með börn á kvöldin og svona þetta er bara ekki í nógu góðum málum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira