„Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2021 08:00 Ivan í leik gegn ÍR fyrr í vetur. Leik sem Þórsarar töpuðu naumlega en þeir hafa komið öllum í opna skjöldu með frábæru gengi sínu. vísir/vilhelm Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. Liðin í sjötta sæti Domino´s deildarinnar, Þór, er lið sem flestir héldu að yrði að berjast mun neðar í töflunni en eru þess í stað í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppni. Einn þeirra sem hefur farið á kostum er Ivan Aurrecoechea Alcolado. „Ivan er búinn að vera sturlað góður. Það sem hann er að gefa til liðsins, burt séð frá tölunum, hvað varðar vinnusemi og dugnað. Þetta er þvílíkur gullmoli. Hann er einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Hann er svo ofboðslega duglegur og svoleiðis leikmenn eru gulls ígildi í okkar deild. Þegar að það blandast við einhverjir smá hæfileikar líka þá ertu kominn með frábæran leikmann. Hann er mikið í leiknum, hleypur fram og til baka og ég veit ekki hversu oft í vetur að hann sé kominn með tvöfalda tvennu í hálfleik,“ bætti Teitur Örlygsson við. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsliðinu í byrjun tímabilsins og Teitur segir að orka Bjarka skili sér út í liðið. „Þetta skiptir Bjarka miklu máli og þetta smitast út í leikmenn. Hann er með þessa karakter í Ivan og Basil. Ég hef oft sagt það að þegar bestu leikmennirnir berjast mest þá er það draumur fyrir þjálfara. Því aðrir leikmenn líta út eins og bjánar á vellinum ef þú fylgir ekki með og þá finnurðu það strax.“ „Það er „beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu leikmennirnir,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Þór Ak. og Grindavík Grindavík er í fimmta sæti deildarinnar og þetta sagði Teitur um Grindavík: „Þeir fóru algjörlega „under the radar“ með hálf lamað í byrjun og ég held að þeir hafa verið heppnir hvernig leikirnir röðuðust. Þeir unnu fullt af sigrum og unnu fjóra fyrstu leikina.“ „Þeir eru dálítið búnir að lifa á því en svo erum við búnir að sjá tvær hliðar á Grindavík. Sú versta var í fyrsta leikhluta í síðasta leik en svo hafa þeir líka leikið virkilega vel. Mér finnst þetta frábært að vera í fimmta sæti í þessari deild.“ Benedikt veit ekki hvort að þeir séu hins vegar fimmta besta lið deildarinnar, þrátt fyrir töfluna, sem er sögð aldrei ljúga. „Þetta er frábær árangur hjá þeim en eru þeir fimmta besta liðið? Ég veit það ekki. Ég held ekki.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Þór Akureyri Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Liðin í sjötta sæti Domino´s deildarinnar, Þór, er lið sem flestir héldu að yrði að berjast mun neðar í töflunni en eru þess í stað í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppni. Einn þeirra sem hefur farið á kostum er Ivan Aurrecoechea Alcolado. „Ivan er búinn að vera sturlað góður. Það sem hann er að gefa til liðsins, burt séð frá tölunum, hvað varðar vinnusemi og dugnað. Þetta er þvílíkur gullmoli. Hann er einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Hann er svo ofboðslega duglegur og svoleiðis leikmenn eru gulls ígildi í okkar deild. Þegar að það blandast við einhverjir smá hæfileikar líka þá ertu kominn með frábæran leikmann. Hann er mikið í leiknum, hleypur fram og til baka og ég veit ekki hversu oft í vetur að hann sé kominn með tvöfalda tvennu í hálfleik,“ bætti Teitur Örlygsson við. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsliðinu í byrjun tímabilsins og Teitur segir að orka Bjarka skili sér út í liðið. „Þetta skiptir Bjarka miklu máli og þetta smitast út í leikmenn. Hann er með þessa karakter í Ivan og Basil. Ég hef oft sagt það að þegar bestu leikmennirnir berjast mest þá er það draumur fyrir þjálfara. Því aðrir leikmenn líta út eins og bjánar á vellinum ef þú fylgir ekki með og þá finnurðu það strax.“ „Það er „beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu leikmennirnir,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Þór Ak. og Grindavík Grindavík er í fimmta sæti deildarinnar og þetta sagði Teitur um Grindavík: „Þeir fóru algjörlega „under the radar“ með hálf lamað í byrjun og ég held að þeir hafa verið heppnir hvernig leikirnir röðuðust. Þeir unnu fullt af sigrum og unnu fjóra fyrstu leikina.“ „Þeir eru dálítið búnir að lifa á því en svo erum við búnir að sjá tvær hliðar á Grindavík. Sú versta var í fyrsta leikhluta í síðasta leik en svo hafa þeir líka leikið virkilega vel. Mér finnst þetta frábært að vera í fimmta sæti í þessari deild.“ Benedikt veit ekki hvort að þeir séu hins vegar fimmta besta lið deildarinnar, þrátt fyrir töfluna, sem er sögð aldrei ljúga. „Þetta er frábær árangur hjá þeim en eru þeir fimmta besta liðið? Ég veit það ekki. Ég held ekki.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Þór Akureyri Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira