„Síminn hefur ekki stoppað“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2021 17:14 Rósý Sigþórsdóttir verkefnastýra kaffistofu Samhjálpar segir að síminn hafi ekki stoppað eftir að fregnir bárust að því að ekki væri til nóg af páskaeggjum handa skjólstæðingum samtakanna. Vísir Verkefnastýra kaffistofu Samhjálpar segir að síminn hjá sér hafi ekki stoppað eftir að fregnir bárust af því að ekki væri til nóg af páskaeggjum fyrir skjólstæðinga samtakanna á páskadag. Fólk hafi verið að koma með egg í gær og í dag. Hún telur að flestir ef ekki allir geti átt von á páskaeggi á morgun og er afar þakklát fyrir stuðninginn. Búist er við fjölmenni í mat hjá Samhjálp á páskadag en daglega koma hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns í hádegismat að sögn Rósýar Sigþórsdóttur verkefnastýru kaffistofunnar. Fjölgað hafi í hóp þeirra sem þurfi á aðstoð að halda. Hún segir að á páskadag verði lambaveisla sem góðir bakhjarlar Samhjálpar bjóði uppá. Í gær kom fram í viðtali við Rósý að því miður væri ekki til nóg af páskaeggjum fyrir alla skjólstæðinga Samhjálpar á páskadag. Góðhjartaðir lesendur Vísis voru fljótir til og komu færandi hendi í Borgartún 1 þar sem kaffistofa Samhjálpar er staðsett. „Síminn hefur varla stoppað og ég tel að það muni berast nóg fyrir alla okkar gesti. Við erum afskaplega þakklát öllum þeim sem hafa lagt ferð sína til okkar í gær og í dag,“ segir Rósý. Svo virðist vera sem páskaegg hafi sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og í ár en þau kláruðust í mörgum verslunum í dag þrátt fyrir að framleiðendur hafi haft sig alla við að koma sem flestum eggjum í verslanir. Páskar Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Brjóta páskaeggin svo flestir skjólstæðingar fái mola Búist er við fjölmenni í mat hjá Samhjálp á páskadag en daglega koma hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns í hádegismat að sögn verkefnastýru kaffistofunnar. Fjölgað hafi í hóp þeirra sem þurfi á aðstoð að halda. Ekki er til nóg af páskaeggjum fyrir alla á páskadag. 2. apríl 2021 14:10 Páskaeggin við það að klárast Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld. 3. apríl 2021 15:20 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Búist er við fjölmenni í mat hjá Samhjálp á páskadag en daglega koma hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns í hádegismat að sögn Rósýar Sigþórsdóttur verkefnastýru kaffistofunnar. Fjölgað hafi í hóp þeirra sem þurfi á aðstoð að halda. Hún segir að á páskadag verði lambaveisla sem góðir bakhjarlar Samhjálpar bjóði uppá. Í gær kom fram í viðtali við Rósý að því miður væri ekki til nóg af páskaeggjum fyrir alla skjólstæðinga Samhjálpar á páskadag. Góðhjartaðir lesendur Vísis voru fljótir til og komu færandi hendi í Borgartún 1 þar sem kaffistofa Samhjálpar er staðsett. „Síminn hefur varla stoppað og ég tel að það muni berast nóg fyrir alla okkar gesti. Við erum afskaplega þakklát öllum þeim sem hafa lagt ferð sína til okkar í gær og í dag,“ segir Rósý. Svo virðist vera sem páskaegg hafi sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og í ár en þau kláruðust í mörgum verslunum í dag þrátt fyrir að framleiðendur hafi haft sig alla við að koma sem flestum eggjum í verslanir.
Páskar Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Brjóta páskaeggin svo flestir skjólstæðingar fái mola Búist er við fjölmenni í mat hjá Samhjálp á páskadag en daglega koma hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns í hádegismat að sögn verkefnastýru kaffistofunnar. Fjölgað hafi í hóp þeirra sem þurfi á aðstoð að halda. Ekki er til nóg af páskaeggjum fyrir alla á páskadag. 2. apríl 2021 14:10 Páskaeggin við það að klárast Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld. 3. apríl 2021 15:20 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Brjóta páskaeggin svo flestir skjólstæðingar fái mola Búist er við fjölmenni í mat hjá Samhjálp á páskadag en daglega koma hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns í hádegismat að sögn verkefnastýru kaffistofunnar. Fjölgað hafi í hóp þeirra sem þurfi á aðstoð að halda. Ekki er til nóg af páskaeggjum fyrir alla á páskadag. 2. apríl 2021 14:10
Páskaeggin við það að klárast Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld. 3. apríl 2021 15:20