Netagerðarmeistari lifir á loðnuvertíð fram eftir ári Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2021 23:14 Hugi Árbjörnsson, netagerðarmeistari hjá Hampiðjunni í Neskaupstað, dregur inn loðnunót Beitis. Einar Árnason Nýafstaðin loðnuvertíð færir netaverkstæðum kærkomna búbót sem endist þeim langt fram eftir ári. Dæmi um slíkt fundum við austur í Neskaupstað. Síðasta verkefni skipverjanna á Beiti á loðnuvertíðinni var að skola úr nótinni í Norðfjarðarflóa áður en þeir sigldu að sérstakri bryggju Hampiðjunnar þar sem nótin var tekin til geymslu, en þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Netaverkstæði Hampiðjunnar í Neskaupstað.Einar Árnason „Þetta er nýja netaverkstæði Hampiðjunnar í Neskaupstað,“ segir Hugi Árbjörnsson netagerðarmeistari og staðhæfir að það sé það langflottasta. Hér vinna sjö til níu starfsmenn, einkum að viðgerðum á veiðarfærum. Þegar við sjáum risastóra loðnunót Beitis dregna inn í húsið spyrjum við hvað svona nót kostar. „80 til 100 milljónir,“ svarar Hugi. Skipið leggst beint upp að húsi Hampiðjunnar og því handhægt að koma nótinni úr skipinu og inn í netaverkstæðið.Einar Árnason -Þið eruð náttúrlega mikilvægustu menn bransans? „Jú, jú.“ -Það væri engin loðna veidd án ykkar? „Það myndi enginn veiða neitt ef við gerðum ekki fyrir þá veiðarfærin,“ segir netagerðarmeistarinn. Stóran sal þarf til að gera við loðnunót skips eins og Beitis enda er nótin nærri 500 metra löng og 115 metra djúp.Einar Árnason En hvað liggja mikil verðmæti í veiðarfærum eins skips eins og Beitis? „Þeir eru með þrjár nætur, þrjú troll, einhverja tíu poka. Þetta eru einhverjar 400-500 milljónir.“ -Bara í veiðarfærum fyrir eitt skip? „Eitthvað svoleiðis,“ svarar Hugi. Netaverkstæðin í Fjarðabyggð fundu sannarlega fyrir loðnubresti. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Einar Árnason „Við auðvitað sjáum hér, bæði á Norðfirði og Eskifirði, stórar og miklar netagerðir, eða veiðarfæragerðir, þar sem er mikil þjónusta við flotann. Þetta hafði mikil áhrif fyrir þá í fyrra þegar loðnan er ekki og loðnunæturnar ekki teknar,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Netagerðarmeistarar fagna því loðnu. „Hún gerir það að verkum að ég hef verkefni allt sumarið, allt árið, í loðnunótum, sem er rosalega gott,“ segir Hugi Árbjörnsson. Einnig er fjallað um netaverkstæðið í þættinum Um land allt, um loðnuvertíðina, sem er endursýndur á Stöð 2 í dag, Páskadag, klukkan 13.50. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Sjávarútvegur Fjarðabyggð Hampiðjan Tengdar fréttir Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. 2. apríl 2021 07:50 Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Síðasta verkefni skipverjanna á Beiti á loðnuvertíðinni var að skola úr nótinni í Norðfjarðarflóa áður en þeir sigldu að sérstakri bryggju Hampiðjunnar þar sem nótin var tekin til geymslu, en þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Netaverkstæði Hampiðjunnar í Neskaupstað.Einar Árnason „Þetta er nýja netaverkstæði Hampiðjunnar í Neskaupstað,“ segir Hugi Árbjörnsson netagerðarmeistari og staðhæfir að það sé það langflottasta. Hér vinna sjö til níu starfsmenn, einkum að viðgerðum á veiðarfærum. Þegar við sjáum risastóra loðnunót Beitis dregna inn í húsið spyrjum við hvað svona nót kostar. „80 til 100 milljónir,“ svarar Hugi. Skipið leggst beint upp að húsi Hampiðjunnar og því handhægt að koma nótinni úr skipinu og inn í netaverkstæðið.Einar Árnason -Þið eruð náttúrlega mikilvægustu menn bransans? „Jú, jú.“ -Það væri engin loðna veidd án ykkar? „Það myndi enginn veiða neitt ef við gerðum ekki fyrir þá veiðarfærin,“ segir netagerðarmeistarinn. Stóran sal þarf til að gera við loðnunót skips eins og Beitis enda er nótin nærri 500 metra löng og 115 metra djúp.Einar Árnason En hvað liggja mikil verðmæti í veiðarfærum eins skips eins og Beitis? „Þeir eru með þrjár nætur, þrjú troll, einhverja tíu poka. Þetta eru einhverjar 400-500 milljónir.“ -Bara í veiðarfærum fyrir eitt skip? „Eitthvað svoleiðis,“ svarar Hugi. Netaverkstæðin í Fjarðabyggð fundu sannarlega fyrir loðnubresti. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Einar Árnason „Við auðvitað sjáum hér, bæði á Norðfirði og Eskifirði, stórar og miklar netagerðir, eða veiðarfæragerðir, þar sem er mikil þjónusta við flotann. Þetta hafði mikil áhrif fyrir þá í fyrra þegar loðnan er ekki og loðnunæturnar ekki teknar,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Netagerðarmeistarar fagna því loðnu. „Hún gerir það að verkum að ég hef verkefni allt sumarið, allt árið, í loðnunótum, sem er rosalega gott,“ segir Hugi Árbjörnsson. Einnig er fjallað um netaverkstæðið í þættinum Um land allt, um loðnuvertíðina, sem er endursýndur á Stöð 2 í dag, Páskadag, klukkan 13.50. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Sjávarútvegur Fjarðabyggð Hampiðjan Tengdar fréttir Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. 2. apríl 2021 07:50 Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. 2. apríl 2021 07:50
Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34
Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00
Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29