Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 23:49 Aðstandendur konu sem lést úr Covid-19 syrgja hana í kirkjugarði í Río de Janeiro. Brasilíumenn falla nú í hrönnum af völdum veirunnar. Vísir/EPA Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. Fjöldi dauðsfalla á einum degi fór í fyrsta skipti yfir fjögur þúsund manns samkvæmt opinberum tölum í Brasilíu í dag. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt á heljaþröm vegna álagsins. Hröð fjölgun smita þýðir að mannskaðinn gæti farið fram úr meti sem var sett í Bandaríkjunum í janúar. Þrátt fyrir að íbúafjöldi í Brasilíu sé aðeins tveir þriðju af íbúafjölda Bandaríkjanna segja sérfræðingar við Reuters-fréttastofuna að Suður-Ameríkulandið gæti tekið fram úr í fjölda dauðsfalla von bráðar. Nú þegar hafa 337.000 manns látið lífið í Brasilíu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist í faraldrinum til þessa, um 555.000 manns. „Þetta er kjarnaofn sem hefur komið af stað keðjuverkun og er stjórnlaus. Þetta er líffræðilegt Fukushima,“ segir Miguel Nicolelis, brasilískur læknir og prófessor við Duke-háskóla í Bandaríkjunum, við Reuters. Vísar hann þar til kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan eftir náttúruhamfararnir miklu árið 2011 sem Japanir súpa enn seyði af áratug síðar. Met hafa verið slegin um daglegan fjölda dauðsfalla í Brasilíu í hverri viku frá því í febrúar. Nýtt og meira smitandi afbrigði sem er nú kennt við Brasilíu hefur farið sem eldur í sinu um samfélagið. Slakar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og almennings hafa lítið gert til að hefta útbreiðsluna. Reuters segir að eitt af hverjum fjórum dauðsföllum í kórónuveirufaraldrinum í heiminum verði nú í Brasilíu. Horfur eru á því að Brasilía taki fram úr Bandaríkjunum í sjö daga meðaltali dauðsfalla strax í næstu viku. Mest létust 3.285 manns á daga á sjö daga tímabili í Bandaríkjunum í janúar. Bolsonaro forseti hefur persónulega tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnar sinnar.AP/Eraldo Peres Ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta hefur að miklu leyti verið í afneitun og hann hefur farið í gegnum heilbrigðisráðherra eins og óhreina sokka á undanförnum misserum. Bolsonaro hefur jafnframt grafið undan þeim ámátlegu sóttvarnaaðgerðum brasilískra stjórnvalda, þar á meðal grímunotkun almennings og samkomutakmörkunum. Brasilískir embættismenn halda því enn fram að líf gæti færst aftur í eðlilegri horfur strax á næstu mánuðum á sama tíma og smituðum og látnum fjölgar ört. AP-fréttastofan segir að fjöldi ríkisstjóra, borgarstjóra og dómara slaki nú á aðgerðum þrátt fyrir að heilbrigðiskerfið sé þegar sprungið víða um landið. „Borarstjórum og ríkisstjórum er pólitískt bannað að herða á félagsforðunaraðgerðum vegna þess að þeir vita að stuðningsmenn forsetans, þar á meðal leiðtogar atvinnulífsins, munu skemma fyrir þeim,“ segir Miguel Lago, forstjóri rannsóknastofnunar í heilbrigðismálum sem veitir opinberum heilbrigðisstarfsmönnum ráðgjöf. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Fjöldi dauðsfalla á einum degi fór í fyrsta skipti yfir fjögur þúsund manns samkvæmt opinberum tölum í Brasilíu í dag. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt á heljaþröm vegna álagsins. Hröð fjölgun smita þýðir að mannskaðinn gæti farið fram úr meti sem var sett í Bandaríkjunum í janúar. Þrátt fyrir að íbúafjöldi í Brasilíu sé aðeins tveir þriðju af íbúafjölda Bandaríkjanna segja sérfræðingar við Reuters-fréttastofuna að Suður-Ameríkulandið gæti tekið fram úr í fjölda dauðsfalla von bráðar. Nú þegar hafa 337.000 manns látið lífið í Brasilíu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist í faraldrinum til þessa, um 555.000 manns. „Þetta er kjarnaofn sem hefur komið af stað keðjuverkun og er stjórnlaus. Þetta er líffræðilegt Fukushima,“ segir Miguel Nicolelis, brasilískur læknir og prófessor við Duke-háskóla í Bandaríkjunum, við Reuters. Vísar hann þar til kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan eftir náttúruhamfararnir miklu árið 2011 sem Japanir súpa enn seyði af áratug síðar. Met hafa verið slegin um daglegan fjölda dauðsfalla í Brasilíu í hverri viku frá því í febrúar. Nýtt og meira smitandi afbrigði sem er nú kennt við Brasilíu hefur farið sem eldur í sinu um samfélagið. Slakar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og almennings hafa lítið gert til að hefta útbreiðsluna. Reuters segir að eitt af hverjum fjórum dauðsföllum í kórónuveirufaraldrinum í heiminum verði nú í Brasilíu. Horfur eru á því að Brasilía taki fram úr Bandaríkjunum í sjö daga meðaltali dauðsfalla strax í næstu viku. Mest létust 3.285 manns á daga á sjö daga tímabili í Bandaríkjunum í janúar. Bolsonaro forseti hefur persónulega tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnar sinnar.AP/Eraldo Peres Ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta hefur að miklu leyti verið í afneitun og hann hefur farið í gegnum heilbrigðisráðherra eins og óhreina sokka á undanförnum misserum. Bolsonaro hefur jafnframt grafið undan þeim ámátlegu sóttvarnaaðgerðum brasilískra stjórnvalda, þar á meðal grímunotkun almennings og samkomutakmörkunum. Brasilískir embættismenn halda því enn fram að líf gæti færst aftur í eðlilegri horfur strax á næstu mánuðum á sama tíma og smituðum og látnum fjölgar ört. AP-fréttastofan segir að fjöldi ríkisstjóra, borgarstjóra og dómara slaki nú á aðgerðum þrátt fyrir að heilbrigðiskerfið sé þegar sprungið víða um landið. „Borarstjórum og ríkisstjórum er pólitískt bannað að herða á félagsforðunaraðgerðum vegna þess að þeir vita að stuðningsmenn forsetans, þar á meðal leiðtogar atvinnulífsins, munu skemma fyrir þeim,“ segir Miguel Lago, forstjóri rannsóknastofnunar í heilbrigðismálum sem veitir opinberum heilbrigðisstarfsmönnum ráðgjöf.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira