Stór eyja og lítil orkuvinnsla, hærri kostnaður – eða hvað? Jón Skafti Gestsson skrifar 8. apríl 2021 11:00 Í kjölfar víðtæks og langvarandi rafmagnsleysis eftir óveður veturinn 2019-2020 ákvað ríkisstjórnin að gera sérstakt átak í því að styrkja flutningskerfi raforku og rímaði sú ákvörðun vel við aðrar stefnur stjórnvalda um styrkingu flutningskerfisins. Þrátt fyrir það höfum við hjá Landsneti sætt nokkurri gagnrýni fyrir skort á kostnaðarvitund og erum sögð grafa undan samkeppnishæfni landsins með áætlunum okkar um að styrkja flutningskerfið í samræmi við stefnu stjórnvalda. Er það sanngjörn gagnrýni? Kostnaður við flutning raforku fer hækkandi um heim allan. Það er óumflýjanlegur fylgifiskur endurnýjanlegrar raforku. Ástæðurnar eru ekki sérstaklega flóknar og sjálfsagt að fara aðeins yfir þær. Bæði er vinnsla endurnýjanlegra raforkukosta stopulli en hefðbundinna orkugjafa á borð við gas, kol eða kjarnorku og svo eru þeir ekkert endilega staðsettir á heppilegum stöðum, ólíkt fyrrgreindum orkugjöfum sem hægt er að staðsetja að vild. Afleiðingin er að minni orka kemur frá hverjum virkjunarstað og hana þarf að flytja um lengri veg. Hvort tveggja hækkar auðvitað kostnað. Hér á Íslandi er orkuvinnsla á flatarmál undir heimsmeðaltali, öll orka unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum og flutningskerfið okkar er sprungið. Þetta eru allt saman lykilatriði sem hækka að öðru óbreyttu kostnað við flutning en rata því miður sjaldnast inn í umræðuna. Umræðan hefur því miður einblínt á valkvæðan verðsamanburð stóriðju. Mynd 1 Raforkuvinnsla að flatarmáli - Ísland er undir heimsmeðaltali Á Íslandi býr fámenn þjóð sem framleiðir mikla orku miðað við höfðatölu en litla orku miðað við landsvæði. Framangreind hækkunaráhrif koma því sterkt fram hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar. Engu að síður er flutningskostnaður raforku hér á landi undir meðaltali Evrópuríkja samkvæmt samanburði Samtaka evrópskra flutningsfyrirtækja og fór samfleytt lækkandi á árunum 2013-2021. Í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir 11% hækkun flutningskostnaðar á næsta áratug. Í Svíþjóð mun flutningfyrirtækið tvöfalda tekjur sínar á næsta áratug, Norðmenn munu hækka um fjórðung á næstu fimm árum. Sams konar niðurstöður eru fyrirséðar í Bretlandi og Þýskalandi. Allar líkur eru því á að flutningskostnaður raforku hér á landi muni lækka hlutfallslega samanborið við þessi lönd. Framtíðarsýnin: Flutningskerfið, orkuþörfin og Parísarsamkomulagið Íslendingar hafa áratugum saman búið við endurnýjanlegt húshitunar- og raforkukerfi. Sá árangur var ekki ókeypis, heldur náðist með framsýnum og umfangsmiklum fjárfestingum í hitaveitum og byggðalínunni sem tryggði raforkuflutning í alla landshluta. Síðan er liðin hartnær hálf öld og endurnýjunar er þörf, bæði vegna þess að enginn búnaður endist að eilífu en einnig því kerfið er uppselt, sprungið – fullestað. Það er ekki hægt að afhenda meiri raforku til nýrrar atvinnustarfsemi víðast hvar á Íslandi. Áskorun okkar kynslóðar er því að endurnýja byggðalínuna að loknum líftíma hennar með þarfir framtíðarinnar í huga, gera orkuskipti möguleg, tryggja landsbyggðunum viðunandi afhendingaröryggi og möguleika til atvinnuþróunar. Íslendingar eru aðilar að Parísarsamkomulaginu. Með því höfum við skuldbundið okkur til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þær skuldbindingar munum við einfaldlega ekki standa við án þess að flutningskerfið okkar stækki. Samorka gerði á síðasta ári greiningu á því hvað þarf mikla viðbótarraforku á Íslandi til þess að við getum staðið við skuldbindingar okkar sem þjóð. Svarið var að til þess að ná fram kolefnishlutleysi í samgöngum á landi munu þurfa að koma til 3.600 GWst af orku og nálægt 800 MW af afli. Til þess að ná fram kolefnishlutleysi árið 2040 í samræmi við orkustefnu okkar munum við þurfa 9.000 GWst og 1.250 MW af afli. Það er því deginum ljósara að við þurfum verulegar styrkingar á flutningskerfinu okkar ef við ætlum okkur að standa við skuldbindingar okkar. Hitaveituvæðingin og byggðalínan voru ekki óumdeild verkefni. Þá eins og nú voru uppi gagnrýnisraddir sem töluðu um bruðl og offjárfestingu. Sem betur fer urðu þau sjónarmið undir á sínum tíma og vonandi berum við sem þjóð gæfu til þess að svo fari aftur í þetta skiptið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Í kjölfar víðtæks og langvarandi rafmagnsleysis eftir óveður veturinn 2019-2020 ákvað ríkisstjórnin að gera sérstakt átak í því að styrkja flutningskerfi raforku og rímaði sú ákvörðun vel við aðrar stefnur stjórnvalda um styrkingu flutningskerfisins. Þrátt fyrir það höfum við hjá Landsneti sætt nokkurri gagnrýni fyrir skort á kostnaðarvitund og erum sögð grafa undan samkeppnishæfni landsins með áætlunum okkar um að styrkja flutningskerfið í samræmi við stefnu stjórnvalda. Er það sanngjörn gagnrýni? Kostnaður við flutning raforku fer hækkandi um heim allan. Það er óumflýjanlegur fylgifiskur endurnýjanlegrar raforku. Ástæðurnar eru ekki sérstaklega flóknar og sjálfsagt að fara aðeins yfir þær. Bæði er vinnsla endurnýjanlegra raforkukosta stopulli en hefðbundinna orkugjafa á borð við gas, kol eða kjarnorku og svo eru þeir ekkert endilega staðsettir á heppilegum stöðum, ólíkt fyrrgreindum orkugjöfum sem hægt er að staðsetja að vild. Afleiðingin er að minni orka kemur frá hverjum virkjunarstað og hana þarf að flytja um lengri veg. Hvort tveggja hækkar auðvitað kostnað. Hér á Íslandi er orkuvinnsla á flatarmál undir heimsmeðaltali, öll orka unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum og flutningskerfið okkar er sprungið. Þetta eru allt saman lykilatriði sem hækka að öðru óbreyttu kostnað við flutning en rata því miður sjaldnast inn í umræðuna. Umræðan hefur því miður einblínt á valkvæðan verðsamanburð stóriðju. Mynd 1 Raforkuvinnsla að flatarmáli - Ísland er undir heimsmeðaltali Á Íslandi býr fámenn þjóð sem framleiðir mikla orku miðað við höfðatölu en litla orku miðað við landsvæði. Framangreind hækkunaráhrif koma því sterkt fram hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar. Engu að síður er flutningskostnaður raforku hér á landi undir meðaltali Evrópuríkja samkvæmt samanburði Samtaka evrópskra flutningsfyrirtækja og fór samfleytt lækkandi á árunum 2013-2021. Í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir 11% hækkun flutningskostnaðar á næsta áratug. Í Svíþjóð mun flutningfyrirtækið tvöfalda tekjur sínar á næsta áratug, Norðmenn munu hækka um fjórðung á næstu fimm árum. Sams konar niðurstöður eru fyrirséðar í Bretlandi og Þýskalandi. Allar líkur eru því á að flutningskostnaður raforku hér á landi muni lækka hlutfallslega samanborið við þessi lönd. Framtíðarsýnin: Flutningskerfið, orkuþörfin og Parísarsamkomulagið Íslendingar hafa áratugum saman búið við endurnýjanlegt húshitunar- og raforkukerfi. Sá árangur var ekki ókeypis, heldur náðist með framsýnum og umfangsmiklum fjárfestingum í hitaveitum og byggðalínunni sem tryggði raforkuflutning í alla landshluta. Síðan er liðin hartnær hálf öld og endurnýjunar er þörf, bæði vegna þess að enginn búnaður endist að eilífu en einnig því kerfið er uppselt, sprungið – fullestað. Það er ekki hægt að afhenda meiri raforku til nýrrar atvinnustarfsemi víðast hvar á Íslandi. Áskorun okkar kynslóðar er því að endurnýja byggðalínuna að loknum líftíma hennar með þarfir framtíðarinnar í huga, gera orkuskipti möguleg, tryggja landsbyggðunum viðunandi afhendingaröryggi og möguleika til atvinnuþróunar. Íslendingar eru aðilar að Parísarsamkomulaginu. Með því höfum við skuldbundið okkur til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þær skuldbindingar munum við einfaldlega ekki standa við án þess að flutningskerfið okkar stækki. Samorka gerði á síðasta ári greiningu á því hvað þarf mikla viðbótarraforku á Íslandi til þess að við getum staðið við skuldbindingar okkar sem þjóð. Svarið var að til þess að ná fram kolefnishlutleysi í samgöngum á landi munu þurfa að koma til 3.600 GWst af orku og nálægt 800 MW af afli. Til þess að ná fram kolefnishlutleysi árið 2040 í samræmi við orkustefnu okkar munum við þurfa 9.000 GWst og 1.250 MW af afli. Það er því deginum ljósara að við þurfum verulegar styrkingar á flutningskerfinu okkar ef við ætlum okkur að standa við skuldbindingar okkar. Hitaveituvæðingin og byggðalínan voru ekki óumdeild verkefni. Þá eins og nú voru uppi gagnrýnisraddir sem töluðu um bruðl og offjárfestingu. Sem betur fer urðu þau sjónarmið undir á sínum tíma og vonandi berum við sem þjóð gæfu til þess að svo fari aftur í þetta skiptið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun