Haukur spilar með liði Andorra, frá samnefndu smáríki, í spænsku úrvalsdeildinni. Félagið greindi frá því í dag að Haukur þyrfti að fara í aðgerð vegna meiðsla í hægri ökkla.
Ef að líkum lætur gæti Haukur mögulega snúið aftur til keppni í ágúst en þá gætu næstu leikir Íslands í forkeppni HM verið á dagskrá. Það á þó eftir að skýrast.
COMUNICADO
— MoraBancAndorra (@morabancandorra) April 8, 2021
Temporada acabada para @haukurpalsson que pasará por el quirófano por su lesión en el tobillo derecho. El alero islandés tiene una rotura de los ligamentos peroneo astragalino y deltoideo con afectación ostecondral en el astrágalo. 4 meses recuperación.#ForçaHauk pic.twitter.com/FfAlkQD8F1
Haukur, sem er 28 ára, lék 19 leiki með Andorra í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann skoraði að meðaltali 8 stig í leik og tók 2,5 fráköst.
Andorra er í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni.

Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.