Að gjamma burt veiruna Sigurður Albert Ármannsson skrifar 8. apríl 2021 15:00 Fyrir nokkrum árum var á vefnum Dýrahjálp auglýst eftir nýju heimili fyrir íslenskan fjárhund sem var til heimilis í Reykjanesbæ. Sá hafði tekið upp á þeim leiða sið að alltaf þegar flugvélar komu inn til lendingar eða tóku á loft þá gelti hundurinn þar til vélin var farin úr augsýn, en þá kom hann til húsbændanna ótrúlega stoltur eins og sá sem hrakið hefur óvin í burtu. Eigendur hundsins auglýstu eftir nýju heimili fyrir hundinn fjarri Keflavíkurflugvelli þar sem það væri allt of mikið álag á dýrið að þurfa að fæla allar þessar flugvélar í burtu auk þess sem það ónáðaði nágranna óendanlega. Eftir að Covid skall á höfum við séð fólk haga sér gagnvart veirunni eins og hundurinn gagnvart flugvélum. Menn virðast halda að því meira sem þeir gjamma á veiruna sem og sóttvarnaryfirvöld, oftar en ekki af fullkomnu þekkingarleysi, að þá muni veiran hverfa og að þeir muni geta þakkað sér árangurinn. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hóf það gelt með miklum hávaða en engu raunsæi og hlaut að launum þvílíka fordæmingu almennings hvar sem til hennar sást þannig að hún endaði með að beiðast lögregluverndar. Henni fylgdi að málum annar seppi, framkvæmdastjóri SAF og gelti ákaflega, en af enn minni skynsemi, ljóst er nú að grunnþættir hagfræði eru ekki á hans áhugasviði. Hans gelt hljómaði oftast eins og þessi veira væri bara á Íslandi og aðgerðir sóttvarnaryfirvalda væru skipuleg aðför að ferðaþjónustu á Íslandi – að hans mati virtist nóg bara að opna landið fyrir öllum og þá myndi allt lagast – í öllum heiminum. Svo að sjálfsögðu var hans sjónarmiðum dillað af hans húsbændum með formann SAF í forsvari. Sá er munurinn á húsbændum í þessum tveim dæmum að í því fyrra hafði húsbóndinn þá yfirsýn að hundurinn væri ekki hafandi nálægt þvi sem hann sífellt gelti á og ónáðaði nágranna sífellt. Því var honum komið því í sveit fjarri flugvöllum. Nú bíðum við eftir að formaður SAF átti sig á „hugfötlun“ síns seppa þ.e. framkvæmdastjórans, og komi honum á gott heimili fjarri þéttbýli þannig að hann þurfi ekki að gjamma lengur. Þjóðin er fyrir löngu komin með nóg af innihaldslausum hávaða og rangfærslum sem frá honum koma og við sem þjóð eigum rétt á að SAF velji sér trúverðugri málsvara til framtíðar. Þau tvö sem nú koma fram sem málsvarar fyrir SAF hafa með framgöngu sinni í þessu veirumáli öllu, fullkomlega fyrirgert öllum trúverðugleika til að vera marktækir málsvarar þeirrar atvinnugreinar sem nú þarf að endurreisa af skynsemi og með sjálfbærni að markmiði. Við sem störfum innan greinarinnar hljótum að gera ófrávíkjanlega kröfu um að fengið verði til forystu fólk sem talar af þeirri yfirvegun sem ávinnur virðingu þjóðarinnar. Þessi tvö hafa fullkomlega fyrirgert öllu sem heitir virðing og í raun troðið ferðaþjónustuna í svaðið gagnvart þjóðinni með framgöngu sinni – því miður. Við sem störfum innan greinarinnar og landsmenn allir eigum betra skilið en að þessi tvö fái endurtekin tækifæri til að dreifa yfir þjóðina fullkomlega rakalausum þvættingi um sóttvarnamál sem ítrekað hefur verið sýnt fram á að stenst engan veginn skoðun. Höfundur starfar sem leiðsögumaður og fékk sinn skammt af Covid í mars 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var á vefnum Dýrahjálp auglýst eftir nýju heimili fyrir íslenskan fjárhund sem var til heimilis í Reykjanesbæ. Sá hafði tekið upp á þeim leiða sið að alltaf þegar flugvélar komu inn til lendingar eða tóku á loft þá gelti hundurinn þar til vélin var farin úr augsýn, en þá kom hann til húsbændanna ótrúlega stoltur eins og sá sem hrakið hefur óvin í burtu. Eigendur hundsins auglýstu eftir nýju heimili fyrir hundinn fjarri Keflavíkurflugvelli þar sem það væri allt of mikið álag á dýrið að þurfa að fæla allar þessar flugvélar í burtu auk þess sem það ónáðaði nágranna óendanlega. Eftir að Covid skall á höfum við séð fólk haga sér gagnvart veirunni eins og hundurinn gagnvart flugvélum. Menn virðast halda að því meira sem þeir gjamma á veiruna sem og sóttvarnaryfirvöld, oftar en ekki af fullkomnu þekkingarleysi, að þá muni veiran hverfa og að þeir muni geta þakkað sér árangurinn. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hóf það gelt með miklum hávaða en engu raunsæi og hlaut að launum þvílíka fordæmingu almennings hvar sem til hennar sást þannig að hún endaði með að beiðast lögregluverndar. Henni fylgdi að málum annar seppi, framkvæmdastjóri SAF og gelti ákaflega, en af enn minni skynsemi, ljóst er nú að grunnþættir hagfræði eru ekki á hans áhugasviði. Hans gelt hljómaði oftast eins og þessi veira væri bara á Íslandi og aðgerðir sóttvarnaryfirvalda væru skipuleg aðför að ferðaþjónustu á Íslandi – að hans mati virtist nóg bara að opna landið fyrir öllum og þá myndi allt lagast – í öllum heiminum. Svo að sjálfsögðu var hans sjónarmiðum dillað af hans húsbændum með formann SAF í forsvari. Sá er munurinn á húsbændum í þessum tveim dæmum að í því fyrra hafði húsbóndinn þá yfirsýn að hundurinn væri ekki hafandi nálægt þvi sem hann sífellt gelti á og ónáðaði nágranna sífellt. Því var honum komið því í sveit fjarri flugvöllum. Nú bíðum við eftir að formaður SAF átti sig á „hugfötlun“ síns seppa þ.e. framkvæmdastjórans, og komi honum á gott heimili fjarri þéttbýli þannig að hann þurfi ekki að gjamma lengur. Þjóðin er fyrir löngu komin með nóg af innihaldslausum hávaða og rangfærslum sem frá honum koma og við sem þjóð eigum rétt á að SAF velji sér trúverðugri málsvara til framtíðar. Þau tvö sem nú koma fram sem málsvarar fyrir SAF hafa með framgöngu sinni í þessu veirumáli öllu, fullkomlega fyrirgert öllum trúverðugleika til að vera marktækir málsvarar þeirrar atvinnugreinar sem nú þarf að endurreisa af skynsemi og með sjálfbærni að markmiði. Við sem störfum innan greinarinnar hljótum að gera ófrávíkjanlega kröfu um að fengið verði til forystu fólk sem talar af þeirri yfirvegun sem ávinnur virðingu þjóðarinnar. Þessi tvö hafa fullkomlega fyrirgert öllu sem heitir virðing og í raun troðið ferðaþjónustuna í svaðið gagnvart þjóðinni með framgöngu sinni – því miður. Við sem störfum innan greinarinnar og landsmenn allir eigum betra skilið en að þessi tvö fái endurtekin tækifæri til að dreifa yfir þjóðina fullkomlega rakalausum þvættingi um sóttvarnamál sem ítrekað hefur verið sýnt fram á að stenst engan veginn skoðun. Höfundur starfar sem leiðsögumaður og fékk sinn skammt af Covid í mars 2020.
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun