Breski tónlistarkennarinn Teitur Björn Einarsson skrifar 9. apríl 2021 08:31 Vestfirðir hafa löngum verið kraumandi pottur fjölþjóðasamfélags og það birtist okkur með ýmsum hætti. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar það rann upp fyrir mér að til væru íslenskir tónlistarkennarar. En kennarar mínir á flautu og píanó við Tónlistarskólann á Flateyri höfðu fram að því verið annars vegar frá Bretlandi og hins vegar frá Kanada. Framsýni forráðamanna skólans og útsjónarsemi á þessum árum var mikil. Á öðru starfsári skólans varð James Haughton frá Bretlandi skólastjóri og stýrði með miklum myndarskap tónlistarlegu uppeldi önfirskra barna og ungmenna á öllum aldri í sjö ár. Mögulega var skortur á íslenskum tónlistarkennurum á þessum árum en hvað sem því líður þá var það mikið heillaskref að fá þennan unga tónlistarsnilling frá Bretlandi til Flateyrar og kenna öll þessi ár. Í vikunni var sagt frá því í kvöldfréttum RÚV að breski tannlæknirinn Christian Lee hefði flutt nýverið til Ísafjarðar og hafið þar störf, eftir að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða lagðist í auglýsingaherferð út fyrir landsteinana, en lítill áhugi hafði verið meðal íslenskra tannlækna á að setja á fót stofu á Ísafirði. Forráðamenn HVEST eiga hrós skilið fyrir þetta frumkvæði og finna lausnir þegar þær er ekki að finna hér á landi. Lausnir á fleiri sviðum Skynsemi HVEST leiðir hugann að sambærilegum málum sem upp hafa komið víðar á landsbyggðinni og tengist hvimleiðum og oft viðvarandi læknaskorti. Svo virðist sem erfitt sé að fá íslenska lækna til að starfa og setjast að í hinum dreifðari byggðum á sama tíma og stjórnvöld gera lítið af því að jafna aðstöðumuninn með því að einfalda fólki að sækja sér læknisþjónustu til Reykjavíkur. Leið HVEST blasir við. Auðvitað á í auknum mæli að auglýsa eftir læknum og slíkum sérfræðingum út fyrir landsteinanna sé þess þörf og reyndar umhugsunarefni af hverju það hafi ekki tíðkast í meira mæli fram til þessa. Ástæðan liggur svo sem í augum uppi og kom fram í viðtali RÚV við hinn breska tannlækni. Hann sagði að umsóknarferlið hafi tekið langan tíma og ekki verið rakið mál - hann sótti um í júní á síðasta ári og komst loks til Ísafjarðar hálfu ári seinna. Regluverkið og stjórnsýslan gerir erlendu starfsfólki það hreinlega of erfitt að koma hingað og starfa þótt vöntun sé á starfskröftunum. Íslenskir læknar eru hvattir til og verða í flestum tilfellum að sækja sér menntun og reynslu til útlanda en erlendir læknar eru ekki jafn velkomnir að starfa hér á landi. Þá kæmi það ekki á óvart að hagsmunasamtök íslenskra lækna myndu vara mjög við því að reglum yrði breytt svo einfaldara væri fyrir erlenda lækna að starfa á Íslandi. Þetta á sennilega við um langflestar íslenskar launþegahreyfingar hver á sínu atvinnusviði. Þessum hugsunargangi þarf að breyta sem og löggjöfinni. Draga þarf úr ströngum skilyrðum og einfalda atvinnuþátttöku fólks, innan sem utan EES, og sérstaklega þegar um er að ræða skort á fólki í mikilvæg þjónustustörf á vegum hins opinbera. Opið og frjálst Fámenn þjóð á afskekktri eyju á allt undir því að eiga í sem mestum samskiptum við umheiminn. Ísland laðar að sér áhugavert fólk frá öllum heimshornum sem auðgar samfélagið með nýjum hugmyndum og menningu. Þannig skapast ný tækifæri og samfélagslegur auður. James Haughton spilaði gjarnan verk eftir Liszt á tónleikum fyrir Vestfirðinga og þeir kenndu honum sitthvað um lífsbaráttuna og vetrarhörkur. Það var gott samstarf og megi það lengi halda áfram með nýju fólki á sem flestum sviðum. Höfundur er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Teitur Björn Einarsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Vestfirðir hafa löngum verið kraumandi pottur fjölþjóðasamfélags og það birtist okkur með ýmsum hætti. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar það rann upp fyrir mér að til væru íslenskir tónlistarkennarar. En kennarar mínir á flautu og píanó við Tónlistarskólann á Flateyri höfðu fram að því verið annars vegar frá Bretlandi og hins vegar frá Kanada. Framsýni forráðamanna skólans og útsjónarsemi á þessum árum var mikil. Á öðru starfsári skólans varð James Haughton frá Bretlandi skólastjóri og stýrði með miklum myndarskap tónlistarlegu uppeldi önfirskra barna og ungmenna á öllum aldri í sjö ár. Mögulega var skortur á íslenskum tónlistarkennurum á þessum árum en hvað sem því líður þá var það mikið heillaskref að fá þennan unga tónlistarsnilling frá Bretlandi til Flateyrar og kenna öll þessi ár. Í vikunni var sagt frá því í kvöldfréttum RÚV að breski tannlæknirinn Christian Lee hefði flutt nýverið til Ísafjarðar og hafið þar störf, eftir að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða lagðist í auglýsingaherferð út fyrir landsteinana, en lítill áhugi hafði verið meðal íslenskra tannlækna á að setja á fót stofu á Ísafirði. Forráðamenn HVEST eiga hrós skilið fyrir þetta frumkvæði og finna lausnir þegar þær er ekki að finna hér á landi. Lausnir á fleiri sviðum Skynsemi HVEST leiðir hugann að sambærilegum málum sem upp hafa komið víðar á landsbyggðinni og tengist hvimleiðum og oft viðvarandi læknaskorti. Svo virðist sem erfitt sé að fá íslenska lækna til að starfa og setjast að í hinum dreifðari byggðum á sama tíma og stjórnvöld gera lítið af því að jafna aðstöðumuninn með því að einfalda fólki að sækja sér læknisþjónustu til Reykjavíkur. Leið HVEST blasir við. Auðvitað á í auknum mæli að auglýsa eftir læknum og slíkum sérfræðingum út fyrir landsteinanna sé þess þörf og reyndar umhugsunarefni af hverju það hafi ekki tíðkast í meira mæli fram til þessa. Ástæðan liggur svo sem í augum uppi og kom fram í viðtali RÚV við hinn breska tannlækni. Hann sagði að umsóknarferlið hafi tekið langan tíma og ekki verið rakið mál - hann sótti um í júní á síðasta ári og komst loks til Ísafjarðar hálfu ári seinna. Regluverkið og stjórnsýslan gerir erlendu starfsfólki það hreinlega of erfitt að koma hingað og starfa þótt vöntun sé á starfskröftunum. Íslenskir læknar eru hvattir til og verða í flestum tilfellum að sækja sér menntun og reynslu til útlanda en erlendir læknar eru ekki jafn velkomnir að starfa hér á landi. Þá kæmi það ekki á óvart að hagsmunasamtök íslenskra lækna myndu vara mjög við því að reglum yrði breytt svo einfaldara væri fyrir erlenda lækna að starfa á Íslandi. Þetta á sennilega við um langflestar íslenskar launþegahreyfingar hver á sínu atvinnusviði. Þessum hugsunargangi þarf að breyta sem og löggjöfinni. Draga þarf úr ströngum skilyrðum og einfalda atvinnuþátttöku fólks, innan sem utan EES, og sérstaklega þegar um er að ræða skort á fólki í mikilvæg þjónustustörf á vegum hins opinbera. Opið og frjálst Fámenn þjóð á afskekktri eyju á allt undir því að eiga í sem mestum samskiptum við umheiminn. Ísland laðar að sér áhugavert fólk frá öllum heimshornum sem auðgar samfélagið með nýjum hugmyndum og menningu. Þannig skapast ný tækifæri og samfélagslegur auður. James Haughton spilaði gjarnan verk eftir Liszt á tónleikum fyrir Vestfirðinga og þeir kenndu honum sitthvað um lífsbaráttuna og vetrarhörkur. Það var gott samstarf og megi það lengi halda áfram með nýju fólki á sem flestum sviðum. Höfundur er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun