Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2021 09:06 Karen tók við starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar í september 2018. Aðsend Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. „Á síðasta landsfundi kusu flokksmenn nýjan formann framkvæmdastjórnar, það liggur í eðli starfseminnar að framkvæmdarstjóri og formaður framkvæmdastjórnar þurfi að eiga mjög náið samstarf. Fljótlega kom í ljós að hugmyndir okkar um samstarfið væru of ólíkar til að það gæti gengið. Ég tel því farsælast fyrir Samfylkinguna að leiðir skilji á þessum tímamótum og áður en kosningabarátta hefst af fullum krafti,“ segir í yfirlýsingu Karenar sem hún birtir á vettvangi Samfylkingarfólks á Facebook. Samkvæmt þessu er ástæða starfsloka Karenar ágreiningur við Kjartan Valgarðsson sem var nýverið kjörinn framkvæmdastjóri framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Karen vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar eftir því var leitað. Sagði að hún væri bundin trúnaði vegna starfslokanna. Yfirlýsingin sem hún birti á Facebookvettvangi Samfylkingarinnar tali fyrir sig. Kjartan Valgarðsson. Í kveðjubréfi Karenar tekur hún það sérstaklega fram að hugmyndir hennar og Kjartans séu of ólíkar til að á vetur sé setjandi.Samfylkingin Þar óskar Karen Samfylkingarfólki til hamingju með öfluga framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar í haust, en þeir liggi nú flestir fyrir. „Á sama tíma vil ég þakka öllu flokksfólki fyrir samfylgdina undanfarin tvö og hálft ár en ég hef óskað eftir starfslokum sem framkvæmdastjóri flokksins og hefur formaður flokksins fallist á þá ósk mína.“ Þá þakkar Karen Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni og Ingu Björk Bjarnadóttur, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar, fyrir góð samskipti og ánægjulegt samstarf. „Samfylkingarfélögum óska ég velfarnaðar og flokknum velgengni í komandi kosningum.“ Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið veruleg ólga innan Samfylkingarinnar meðal annars vegna fyrirkomulags um hvernig skipa skuli á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Gripið var til þess, að undirlagi Kjartans, að freista þess að lægja öldur með því að taka upp ritskoðun á Facebookvettvangi flokksins: „Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist,“ segir í fyrstu grein reglna sem þar hafa verið teknar upp. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
„Á síðasta landsfundi kusu flokksmenn nýjan formann framkvæmdastjórnar, það liggur í eðli starfseminnar að framkvæmdarstjóri og formaður framkvæmdastjórnar þurfi að eiga mjög náið samstarf. Fljótlega kom í ljós að hugmyndir okkar um samstarfið væru of ólíkar til að það gæti gengið. Ég tel því farsælast fyrir Samfylkinguna að leiðir skilji á þessum tímamótum og áður en kosningabarátta hefst af fullum krafti,“ segir í yfirlýsingu Karenar sem hún birtir á vettvangi Samfylkingarfólks á Facebook. Samkvæmt þessu er ástæða starfsloka Karenar ágreiningur við Kjartan Valgarðsson sem var nýverið kjörinn framkvæmdastjóri framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Karen vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar eftir því var leitað. Sagði að hún væri bundin trúnaði vegna starfslokanna. Yfirlýsingin sem hún birti á Facebookvettvangi Samfylkingarinnar tali fyrir sig. Kjartan Valgarðsson. Í kveðjubréfi Karenar tekur hún það sérstaklega fram að hugmyndir hennar og Kjartans séu of ólíkar til að á vetur sé setjandi.Samfylkingin Þar óskar Karen Samfylkingarfólki til hamingju með öfluga framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar í haust, en þeir liggi nú flestir fyrir. „Á sama tíma vil ég þakka öllu flokksfólki fyrir samfylgdina undanfarin tvö og hálft ár en ég hef óskað eftir starfslokum sem framkvæmdastjóri flokksins og hefur formaður flokksins fallist á þá ósk mína.“ Þá þakkar Karen Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni og Ingu Björk Bjarnadóttur, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar, fyrir góð samskipti og ánægjulegt samstarf. „Samfylkingarfélögum óska ég velfarnaðar og flokknum velgengni í komandi kosningum.“ Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið veruleg ólga innan Samfylkingarinnar meðal annars vegna fyrirkomulags um hvernig skipa skuli á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Gripið var til þess, að undirlagi Kjartans, að freista þess að lægja öldur með því að taka upp ritskoðun á Facebookvettvangi flokksins: „Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist,“ segir í fyrstu grein reglna sem þar hafa verið teknar upp.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48
Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01
Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32
Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28