Veiran og að viðurkenna að maður veit ekki neitt Helgi Áss Grétarsson skrifar 9. apríl 2021 14:00 Í bók Platóns, „Síðustu dagar Sókratesar“, er m.a. lýst atburðum sem að lokum leiða til þeirrar ályktunar Sókratesar að hann, ólíkt öðrum, viðurkenni að vita ekki neitt og af þessum ástæðum haldi völvan í Delfi að hann sé vitrasti maður heims. Sú viðurkenning, að vita ekki neitt um tiltekið málefni, er mikilvæg, bæði í dag sem og á tímum Sókratesar. Aðferðafræðin sem leiðir af slíkri viðurkenningu er að sá sem rannsakar tiltekið úrlausnarefni á jafnan að halda sig við það sem hann þekkir og fullyrða ekki meira en það sem sönnunargögn heimila á hverjum tíma. Sem dæmi, snjallasti læknir í heimi þarf ekki endilega að vita hvernig byggja á brú, rétt eins og frábær lögfræðingur hefur vart kunnáttu til að skera upp sjúkling. Covid-19 og opinber umræða Þegar Covid-19 faraldurinn hófst fyrir rúmu ári ákvað ég fljótlega að hafa ekki skoðun á ráðstöfunum sóttvarnaryfirvalda, hvort sem það væri hér á landi eða um heim allan. Þessi nálgun stafaði einfaldlega af því að málefnið er svo flókið að ég vildi hvorki eyða tíma né orku í að afla mér fullnægjandi þekkingar til að hafa skoðun á því. Af því leiðir að skást væri fyrir mig að gæta að persónulegum sóttvörnum. Þá von hef ég einnig ávallt borið í brjósti að yfirvöld vernduðu almannahagsmuni með sóttvarnarráðstöfunum sem reistar væru á traustum vísindalegum grundvelli. Um þessar ráðstafanir eru hins vegar skiptar skoðanir, sumir telja að sóttvarnir eigi að vera afar strangar á meðan aðrir telja að þær eigi að vera mun frjálslegri. Í opinberri umræðu um þetta málefni tel ég æskilegt að þeir sem fara með völd eða hafa mikil áhrif á stefnumótun, gæti hófsemdar í sinni orðræðu. Málefnið er viðkvæmt og traust skiptir verulegu máli. Einn þeirra sem hafa unnið sér rétt til að tjá sig um veiruna skæðuna og sóttvarnir, er Kári Stefánsson. Um færni hans sem læknis og vísindamanns hef ég engar forsendur til að efast, ferill hans talar sínu máli. Á hinn bóginn tel ég að hann hafi á ýmsan hátt leikið af sér í nýjasta viðtalinu sem tekið var við hann í Kastljósi RÚV 8. apríl síðastliðinn, m.a. tjáði hann sig ógætilega um nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvarðanir um skyldu tiltekinna einstaklinga til að dvelja á sóttvarnarhúsi voru felldar úr gildi. Hvers vegna var orðræða Kára óvarfærin? Fyrrnefndir úrskurðir héraðsdóms virðast reistir á því einfalda atriði að þegar yfirvöld svipta einstakling frelsi þurfi lög að vera skýr og ófullnægjandi er að reglugerð mæli fyrir um slíka skipan mála þegar lögin sjálf geyma ekki slíka heimild. Um þetta grundvallaratriði er m.a. kveðið í stjórnarskránni. Þrátt fyrir að Kári hafi mátt vita þetta gaf hann til kynna í viðtalinu að niðurstaðan í úrskurðum héraðsdóms væri röng og til að styrkja þann málflutning vísaði hann til persónulegra samtala sinna við ýmsa lögfræðinga, m.a. sumra sem væru „dómarar á æðri dómstigum“. Líta verður á þessa heimild Kára sem sögusögn er enga þýðingu hefur. Frekari fullyrðingar voru settar fram af Kára í viðtalinu sem furðu vekja, t.d. hreyfði hann við því að lögmenn þeirra sem borið hefðu mál umbjóðenda sinna fyrir dómstóla hefðu með ásettu ráði girt fyrir að úrskurðir héraðsdóms kæmust til endurskoðunar á æðra dómstigi. Einnig hljóta ýmis önnur ummæli hans vera umdeilanleg, t.d. þau að „alla hafa reiknað með að lögin væru sett til að hægt væri að skikka fólk í sóttvarnarhús“ en nú þegar hefur einn þingmaður rökstutt það með ítarlegum hætti að síðastnefnda atriðið sé rangt. Lokaorð Nú getur hver sem er haft skoðun á niðurstöðum dómstóla en mér þykir óheppilegt að áhrifamikill læknir tjái sig um lagaatriði af þessum toga á þann hátt sem gert var í áðurnefndum kastljóssþætti. Rökréttara er að leggja áherslu á að þar til bærir sérfræðingar og stjórnmálamenn leiti leiða til að ná tökum á Covid-19 faraldrinum hér á landi en á sama tíma virði grunnreglur réttarríkisins. Það er engum greiði gerður að of langt sé gengið í að höggva skorð í mannréttindi einstaklinga. Vart er ástæða heldur til að draga heilindi dómara í efa en samkvæmt stjórnarskránni ber dómendum í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í bók Platóns, „Síðustu dagar Sókratesar“, er m.a. lýst atburðum sem að lokum leiða til þeirrar ályktunar Sókratesar að hann, ólíkt öðrum, viðurkenni að vita ekki neitt og af þessum ástæðum haldi völvan í Delfi að hann sé vitrasti maður heims. Sú viðurkenning, að vita ekki neitt um tiltekið málefni, er mikilvæg, bæði í dag sem og á tímum Sókratesar. Aðferðafræðin sem leiðir af slíkri viðurkenningu er að sá sem rannsakar tiltekið úrlausnarefni á jafnan að halda sig við það sem hann þekkir og fullyrða ekki meira en það sem sönnunargögn heimila á hverjum tíma. Sem dæmi, snjallasti læknir í heimi þarf ekki endilega að vita hvernig byggja á brú, rétt eins og frábær lögfræðingur hefur vart kunnáttu til að skera upp sjúkling. Covid-19 og opinber umræða Þegar Covid-19 faraldurinn hófst fyrir rúmu ári ákvað ég fljótlega að hafa ekki skoðun á ráðstöfunum sóttvarnaryfirvalda, hvort sem það væri hér á landi eða um heim allan. Þessi nálgun stafaði einfaldlega af því að málefnið er svo flókið að ég vildi hvorki eyða tíma né orku í að afla mér fullnægjandi þekkingar til að hafa skoðun á því. Af því leiðir að skást væri fyrir mig að gæta að persónulegum sóttvörnum. Þá von hef ég einnig ávallt borið í brjósti að yfirvöld vernduðu almannahagsmuni með sóttvarnarráðstöfunum sem reistar væru á traustum vísindalegum grundvelli. Um þessar ráðstafanir eru hins vegar skiptar skoðanir, sumir telja að sóttvarnir eigi að vera afar strangar á meðan aðrir telja að þær eigi að vera mun frjálslegri. Í opinberri umræðu um þetta málefni tel ég æskilegt að þeir sem fara með völd eða hafa mikil áhrif á stefnumótun, gæti hófsemdar í sinni orðræðu. Málefnið er viðkvæmt og traust skiptir verulegu máli. Einn þeirra sem hafa unnið sér rétt til að tjá sig um veiruna skæðuna og sóttvarnir, er Kári Stefánsson. Um færni hans sem læknis og vísindamanns hef ég engar forsendur til að efast, ferill hans talar sínu máli. Á hinn bóginn tel ég að hann hafi á ýmsan hátt leikið af sér í nýjasta viðtalinu sem tekið var við hann í Kastljósi RÚV 8. apríl síðastliðinn, m.a. tjáði hann sig ógætilega um nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvarðanir um skyldu tiltekinna einstaklinga til að dvelja á sóttvarnarhúsi voru felldar úr gildi. Hvers vegna var orðræða Kára óvarfærin? Fyrrnefndir úrskurðir héraðsdóms virðast reistir á því einfalda atriði að þegar yfirvöld svipta einstakling frelsi þurfi lög að vera skýr og ófullnægjandi er að reglugerð mæli fyrir um slíka skipan mála þegar lögin sjálf geyma ekki slíka heimild. Um þetta grundvallaratriði er m.a. kveðið í stjórnarskránni. Þrátt fyrir að Kári hafi mátt vita þetta gaf hann til kynna í viðtalinu að niðurstaðan í úrskurðum héraðsdóms væri röng og til að styrkja þann málflutning vísaði hann til persónulegra samtala sinna við ýmsa lögfræðinga, m.a. sumra sem væru „dómarar á æðri dómstigum“. Líta verður á þessa heimild Kára sem sögusögn er enga þýðingu hefur. Frekari fullyrðingar voru settar fram af Kára í viðtalinu sem furðu vekja, t.d. hreyfði hann við því að lögmenn þeirra sem borið hefðu mál umbjóðenda sinna fyrir dómstóla hefðu með ásettu ráði girt fyrir að úrskurðir héraðsdóms kæmust til endurskoðunar á æðra dómstigi. Einnig hljóta ýmis önnur ummæli hans vera umdeilanleg, t.d. þau að „alla hafa reiknað með að lögin væru sett til að hægt væri að skikka fólk í sóttvarnarhús“ en nú þegar hefur einn þingmaður rökstutt það með ítarlegum hætti að síðastnefnda atriðið sé rangt. Lokaorð Nú getur hver sem er haft skoðun á niðurstöðum dómstóla en mér þykir óheppilegt að áhrifamikill læknir tjái sig um lagaatriði af þessum toga á þann hátt sem gert var í áðurnefndum kastljóssþætti. Rökréttara er að leggja áherslu á að þar til bærir sérfræðingar og stjórnmálamenn leiti leiða til að ná tökum á Covid-19 faraldrinum hér á landi en á sama tíma virði grunnreglur réttarríkisins. Það er engum greiði gerður að of langt sé gengið í að höggva skorð í mannréttindi einstaklinga. Vart er ástæða heldur til að draga heilindi dómara í efa en samkvæmt stjórnarskránni ber dómendum í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögum. Höfundur er lögfræðingur.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun