Fóru út að borða og fá 2,3 milljóna króna sekt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2021 22:49 Parísarbúar virðast óþreyjufullir og vilja komast aftur út á lífið. Getty/Kiran Ridley Meira en 100 gestir á veitingastað í París hafa verið sektaðir fyrir að hafa brotið sóttvarnareglur. Þá hefur veitingastjórinn á staðnum verið handtekinn vegna málsins. Lögreglumenn voru kallaðir út eftir að mikil læti bárust frá veitingastaðnum og komu þeir að þéttsetnum staðnum. Öll fyrirtæki, sem ekki teljast sem nauðsynleg, eiga að vera lokuð samkvæmt sóttvarnareglum. Lögreglan í Frakklandi hóf fyrr í vikunni viðamikla rannsókn vegna veitingastaða sem sagðir eru bjóða gestum inn fyrir sínar dyr þrátt fyrir takmarkanir. Kampavín og kavíar Í síðustu viku birti sjónvarpsstöðin M6 myndbandsupptökur sem sagðar eru vera af veitingastað sem átti að vera lokaður. Myndavélin var falin og sjást gestir borða kavíar, drekka kampavín og trufflur á fínum veitingastað. Þá heyrast veitingamenn segja gestum að þeir geti tekið niður vitgrímur á veitingastaðnum. Í kjölfarið skipaði innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, lögreglunni að rannsaka slíkar samkomur – sem ganga þvert gegn sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins – og sagði slíkar samkomur óásættanlegar. Síðast á föstudag þurfti lögregla að grípa inn í þegar í ljós kom að meira en 110 manns voru saman komin á veitingastað í 19. hverfi borgarinnar. Háar fjárhæðir og fangelsisvist Brjóti fólk sóttvarnareglur í Frakklandi getur það átt yfir höfði sér allt að árs langa fangelsisvist og 15 þúsund evra sekt, sem samsvarar um 2,3 milljónum íslenskra króna. Með sóttvarnabrotum stefni fólk lífi annarra í hættu. Gestir veitingastaðarins gætu því átt von á himinháum sektum en við gæti bæst 135 evru, eða um 20 þúsund króna, sekt fyrir að virða ekki útivistarbann, og aðra 135 evru sekt fyrir að bera ekki grímur fyrir vitum. Útbreiðsla faraldursins í Frakklandi virðist lítið hægja á sér og eftir nokkrar erfiðar vikur voru hertar takmarkanir settar á um land allt. Yfirvöld óttuðust að héldi faraldurinn áfram á þeirri leið sem hann var gætu sjúkrahús átt það á hættu að geta ekki haldið í við fjölda sjúklinga. Allir skólar og ónauðsynlegar búðir hafa lokað og útgöngubann er í gildi á milli klukkan 19 og 06. Meira en fimm milljónir hafa smitast af kórónuveirunni í Frakklandi og minnst 98.202 dáið af völdum hennar. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Lögreglumenn voru kallaðir út eftir að mikil læti bárust frá veitingastaðnum og komu þeir að þéttsetnum staðnum. Öll fyrirtæki, sem ekki teljast sem nauðsynleg, eiga að vera lokuð samkvæmt sóttvarnareglum. Lögreglan í Frakklandi hóf fyrr í vikunni viðamikla rannsókn vegna veitingastaða sem sagðir eru bjóða gestum inn fyrir sínar dyr þrátt fyrir takmarkanir. Kampavín og kavíar Í síðustu viku birti sjónvarpsstöðin M6 myndbandsupptökur sem sagðar eru vera af veitingastað sem átti að vera lokaður. Myndavélin var falin og sjást gestir borða kavíar, drekka kampavín og trufflur á fínum veitingastað. Þá heyrast veitingamenn segja gestum að þeir geti tekið niður vitgrímur á veitingastaðnum. Í kjölfarið skipaði innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, lögreglunni að rannsaka slíkar samkomur – sem ganga þvert gegn sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins – og sagði slíkar samkomur óásættanlegar. Síðast á föstudag þurfti lögregla að grípa inn í þegar í ljós kom að meira en 110 manns voru saman komin á veitingastað í 19. hverfi borgarinnar. Háar fjárhæðir og fangelsisvist Brjóti fólk sóttvarnareglur í Frakklandi getur það átt yfir höfði sér allt að árs langa fangelsisvist og 15 þúsund evra sekt, sem samsvarar um 2,3 milljónum íslenskra króna. Með sóttvarnabrotum stefni fólk lífi annarra í hættu. Gestir veitingastaðarins gætu því átt von á himinháum sektum en við gæti bæst 135 evru, eða um 20 þúsund króna, sekt fyrir að virða ekki útivistarbann, og aðra 135 evru sekt fyrir að bera ekki grímur fyrir vitum. Útbreiðsla faraldursins í Frakklandi virðist lítið hægja á sér og eftir nokkrar erfiðar vikur voru hertar takmarkanir settar á um land allt. Yfirvöld óttuðust að héldi faraldurinn áfram á þeirri leið sem hann var gætu sjúkrahús átt það á hættu að geta ekki haldið í við fjölda sjúklinga. Allir skólar og ónauðsynlegar búðir hafa lokað og útgöngubann er í gildi á milli klukkan 19 og 06. Meira en fimm milljónir hafa smitast af kórónuveirunni í Frakklandi og minnst 98.202 dáið af völdum hennar.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira