Karitas fimmti leikmaður KFR til að spila fyrir kvennalandsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 13:31 Karitas sést hér reyna stöðva Sveindísi Jane Jónsdóttur. Karitas mun leika með Blikum næsta sumar og þó Sveindís Jane sé farin í atvinnumennsku eru þær samherjar í íslenska landsliðinu í dag. Vísir/Vilhelm Þegar Karitas Tómasdóttir kom inn af varamannabekk íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu á dögunum varð hún fimmti leikmaður Knattspyrnufélags Rangæinga til að landsleik. Alls hafa fimm leikmenn sem hófu feril sinn hjá KFR spilað fyrir A-landslið kvenna í knattspyrnu. Ekki hefur verið sami uppgangur hjá körlunum en KFR bíður enn eftir sínum fyrsta A-landsliðsmanni þar. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu ytra í æfingaleik um helgina. Var þetta fyrsti leikur íslenska kvennalandsiðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Karitas Tómasdóttir, núverandi leikmaður Breiðabliks, kom inn af varamannabekk Íslands í hálfleik. Karitas er fædd og uppalin á Suðurlandi og skipti aðeins yfir í Breiðablik fyrr á þessu ári. Þó hún hafi spilað á Selfossi nær allan sinn feril hér á landi – ásamt því að spila í bandaríska háskólaboltanum – þá er Karitas frá Hellu í Rangárvallasýslu. Þar er KFR staðsett og er hún fimmti leikmaðurinn íslenska kvennalandsliðsins sem á rætur að rekja þangað. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni sem og íslenska landsliðsins, vakti athygli frá þessu á Twitter-síðu sinni. Dagný er einnig frá Hellu og því meðal þeirra fimm sem hafa leikið með íslenska landsliðinu. Til að gera tölfræðina enn áhugaverðari eru tvær af þremur markahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi úr Rangárvallasýslu. Til hamingju með fyrsta landsleikinn þinn @karitas14 Til fjölmiðlamanna landsins þá er hún ekki Selfyssingur né hefur spilað þar allan sinn feril. Fædd og uppalin í Rangárvallasýslunni í götunni við hliðiná heima á Hellu. Fimmti leikmaður KFR sem spilar A-landsleik! — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) April 11, 2021 Dagný er önnur en hún hefur skorað 29 mörk í 90 leikjum fyrir Íslands hönd. Þar á eftir kemur Hólmfríður Magnúsdóttir. Hún lagði skóna á hilluna nýverið en lék á ferli sínum alls 113 A-landsleiki og skoraði í þeim 37 mörk. Margrét Lára Viðarsdóttir trónir á toppi listans með 79 mörk og virðist vera nokkuð langt í að það met verði slegið. Hinar tvær sem á eftir að nefna eru Hrafnhildur Hauksdóttir og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Hrafnhildur lék fjóra A-landsleiki á árunum 2016 og 2017. Hún leikur í dag með FH sem féll úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Markvörðurinn Bryndís Lára kom svo inn af varamannabekknum í æfingaleik gegn Skotlandi í janúar 2019. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA sumarið 2017 en hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri. Hún samdi við Víking nýverið og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni. Karítas gæti leikið sinn annan landsleik á morgun er Ísland og Ítalía mætast á nýjan leik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 13.40 og leikurinn sjálfur klukkan 14.00. Fótbolti Rangárþing ytra Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Alls hafa fimm leikmenn sem hófu feril sinn hjá KFR spilað fyrir A-landslið kvenna í knattspyrnu. Ekki hefur verið sami uppgangur hjá körlunum en KFR bíður enn eftir sínum fyrsta A-landsliðsmanni þar. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu ytra í æfingaleik um helgina. Var þetta fyrsti leikur íslenska kvennalandsiðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Karitas Tómasdóttir, núverandi leikmaður Breiðabliks, kom inn af varamannabekk Íslands í hálfleik. Karitas er fædd og uppalin á Suðurlandi og skipti aðeins yfir í Breiðablik fyrr á þessu ári. Þó hún hafi spilað á Selfossi nær allan sinn feril hér á landi – ásamt því að spila í bandaríska háskólaboltanum – þá er Karitas frá Hellu í Rangárvallasýslu. Þar er KFR staðsett og er hún fimmti leikmaðurinn íslenska kvennalandsliðsins sem á rætur að rekja þangað. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni sem og íslenska landsliðsins, vakti athygli frá þessu á Twitter-síðu sinni. Dagný er einnig frá Hellu og því meðal þeirra fimm sem hafa leikið með íslenska landsliðinu. Til að gera tölfræðina enn áhugaverðari eru tvær af þremur markahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi úr Rangárvallasýslu. Til hamingju með fyrsta landsleikinn þinn @karitas14 Til fjölmiðlamanna landsins þá er hún ekki Selfyssingur né hefur spilað þar allan sinn feril. Fædd og uppalin í Rangárvallasýslunni í götunni við hliðiná heima á Hellu. Fimmti leikmaður KFR sem spilar A-landsleik! — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) April 11, 2021 Dagný er önnur en hún hefur skorað 29 mörk í 90 leikjum fyrir Íslands hönd. Þar á eftir kemur Hólmfríður Magnúsdóttir. Hún lagði skóna á hilluna nýverið en lék á ferli sínum alls 113 A-landsleiki og skoraði í þeim 37 mörk. Margrét Lára Viðarsdóttir trónir á toppi listans með 79 mörk og virðist vera nokkuð langt í að það met verði slegið. Hinar tvær sem á eftir að nefna eru Hrafnhildur Hauksdóttir og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Hrafnhildur lék fjóra A-landsleiki á árunum 2016 og 2017. Hún leikur í dag með FH sem féll úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Markvörðurinn Bryndís Lára kom svo inn af varamannabekknum í æfingaleik gegn Skotlandi í janúar 2019. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA sumarið 2017 en hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri. Hún samdi við Víking nýverið og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni. Karítas gæti leikið sinn annan landsleik á morgun er Ísland og Ítalía mætast á nýjan leik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 13.40 og leikurinn sjálfur klukkan 14.00.
Fótbolti Rangárþing ytra Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti