Samfylkingin endurskrifar söguna Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. apríl 2021 16:30 Undanfarið hafa Samfylkingarþingmenn farið mikinn vegna meintra flökkusagna okkar Miðflokksfólks um fjölda þeirra íbúða sem seldar voru ofan af fólki í hruninu og í kjölfar þess. Þingmennirnir hafa einnig efast um tölur yfir fjölda einstaklinga sem misstu húsnæði sitt. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf umræðuna við atkvæðagreiðslu í þinginu og síðan hefur formaður velferðarnefndar og þingmaður SF tekið undir og talað niður þann fjölda fólks sem hér um ræðir. Samfylkingin hefur heldur engan áhuga á því hvað varð um þær eignir sem fólk missti á árunum eftir hrun. Svo undarlegt sem það nú er kemur þingflokksformaður Samfylkingar af Suðurnesjum en þar misstu einna flestir heimili sín á þessu tímabili. Flestar enduðu eignirnar í höndum risastórra leigufélaga eftir þó nokkuð brask. Þessir atburðir virðast hafa farið fram hjá þingflokksformanni Samfylkingarinnar. Það má með sanni segja að hún sé í nánu sambandi við nærumhverfi sitt eða hitt þó heldur. Ömurlegri er þó viðleitni þingmanna SF til að gera lítið úr tjóni þeirra fjölmörgu sem voru hrakin úr húsnæði sínu. Húseignir fólks voru hirtar á hrakvirði og síðan seldar ýmsum bröskurum. Íbúðalánasjóður og braskararnir græddu umtalsvert á kostnað almennings. Undirritaður hefur reynt að varpa ljósi á þessa atburðarrás með því að afla upplýsinga úr kerfinu um málið. Félags- og barnamálaráðherra var afar tregur til upplýsingagjafar og fór í bága við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp í viðleitni sinni til þöggunar. Eftir þriggja ára bið eftir upplýsingum liggur fyrir að aðeins Íbúðalánasjóður einn seldi rúmar fjögurþúsundogþrjúhundruð eignir á ellefu ára tímabili árin 2009 -2019. Ætla má að í þessum íbúðum hafi búið um tíu þúsund manns. Fjölmiðlar hafa sýnt þessum upplýsingum merkilegt fálæti. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því? Er mönnum sama um tjón þúsunda einstaklinga vegna framkomu ríkisstjórnar þess tíma og fjármálakerfisins? Á Samfylkingin máske vildarvini í hópi fjölmiðlamanna? Nýlega var undirrituðum synjað um upplýsingar um sölu Landsbankans á fullnustuíbúðum en baráttan fyrir birtingu þeirra upplýsinga heldur áfram. Það kom hins vegar fram í svari dómsmálaráðherra á þingskjali 2051/2019 við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns Miðflokksins að á árunum 2008-2018 voru fjármálafyrirtæki á einhverjum tímabilum þinglýstir eigendur frá rúmlega 600 til allt að 4.000 fasteigna á ári hverju þetta tímabil. Samtals tæplega 27 þúsund eignir. Það er því hafið yfir vafa að allt að tíu þúsund eignir voru hirtar af almenningi þessi ár. Nú er það að sumu leyti skiljanlegt að Samfylkingin reyni að klóra yfir þá staðreynd að á stjórnartíma flokksins í hruninu og árin eftir hrun sýndi flokkurinn engan áhuga á stöðu heimilanna. Það hefur greinilega ekkert breyst! Að lokum má vitna til orða löngu gegnins Hafnarfjarðarkrata sem ég þekkti en hann sagði þegar yfir hann gekk: ,,Svo kalla þeir sig Jafnaðarmenn þessir andsk…..“ Góð áminning í undanfara kosninga. Þær þúsundir sem misstu heimili sín hafa ekkert að sækja til Samfylkingar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa Samfylkingarþingmenn farið mikinn vegna meintra flökkusagna okkar Miðflokksfólks um fjölda þeirra íbúða sem seldar voru ofan af fólki í hruninu og í kjölfar þess. Þingmennirnir hafa einnig efast um tölur yfir fjölda einstaklinga sem misstu húsnæði sitt. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf umræðuna við atkvæðagreiðslu í þinginu og síðan hefur formaður velferðarnefndar og þingmaður SF tekið undir og talað niður þann fjölda fólks sem hér um ræðir. Samfylkingin hefur heldur engan áhuga á því hvað varð um þær eignir sem fólk missti á árunum eftir hrun. Svo undarlegt sem það nú er kemur þingflokksformaður Samfylkingar af Suðurnesjum en þar misstu einna flestir heimili sín á þessu tímabili. Flestar enduðu eignirnar í höndum risastórra leigufélaga eftir þó nokkuð brask. Þessir atburðir virðast hafa farið fram hjá þingflokksformanni Samfylkingarinnar. Það má með sanni segja að hún sé í nánu sambandi við nærumhverfi sitt eða hitt þó heldur. Ömurlegri er þó viðleitni þingmanna SF til að gera lítið úr tjóni þeirra fjölmörgu sem voru hrakin úr húsnæði sínu. Húseignir fólks voru hirtar á hrakvirði og síðan seldar ýmsum bröskurum. Íbúðalánasjóður og braskararnir græddu umtalsvert á kostnað almennings. Undirritaður hefur reynt að varpa ljósi á þessa atburðarrás með því að afla upplýsinga úr kerfinu um málið. Félags- og barnamálaráðherra var afar tregur til upplýsingagjafar og fór í bága við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp í viðleitni sinni til þöggunar. Eftir þriggja ára bið eftir upplýsingum liggur fyrir að aðeins Íbúðalánasjóður einn seldi rúmar fjögurþúsundogþrjúhundruð eignir á ellefu ára tímabili árin 2009 -2019. Ætla má að í þessum íbúðum hafi búið um tíu þúsund manns. Fjölmiðlar hafa sýnt þessum upplýsingum merkilegt fálæti. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því? Er mönnum sama um tjón þúsunda einstaklinga vegna framkomu ríkisstjórnar þess tíma og fjármálakerfisins? Á Samfylkingin máske vildarvini í hópi fjölmiðlamanna? Nýlega var undirrituðum synjað um upplýsingar um sölu Landsbankans á fullnustuíbúðum en baráttan fyrir birtingu þeirra upplýsinga heldur áfram. Það kom hins vegar fram í svari dómsmálaráðherra á þingskjali 2051/2019 við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns Miðflokksins að á árunum 2008-2018 voru fjármálafyrirtæki á einhverjum tímabilum þinglýstir eigendur frá rúmlega 600 til allt að 4.000 fasteigna á ári hverju þetta tímabil. Samtals tæplega 27 þúsund eignir. Það er því hafið yfir vafa að allt að tíu þúsund eignir voru hirtar af almenningi þessi ár. Nú er það að sumu leyti skiljanlegt að Samfylkingin reyni að klóra yfir þá staðreynd að á stjórnartíma flokksins í hruninu og árin eftir hrun sýndi flokkurinn engan áhuga á stöðu heimilanna. Það hefur greinilega ekkert breyst! Að lokum má vitna til orða löngu gegnins Hafnarfjarðarkrata sem ég þekkti en hann sagði þegar yfir hann gekk: ,,Svo kalla þeir sig Jafnaðarmenn þessir andsk…..“ Góð áminning í undanfara kosninga. Þær þúsundir sem misstu heimili sín hafa ekkert að sækja til Samfylkingar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun