Lilja Alfreðsdóttir: „Þetta er mér mikið hjartansmál“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. apríl 2021 18:58 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, segir það vera mikið fagnaðarefni að æfingar og keppni í íþróttum séu leyfðar á ný. Vísir/Vilhelm Fyrr í dag var það staðfest að æfingar og keppni í íþróttum yrði leyft á nýjan leik næstkomandi fimmtudag. Skömmu seinna kom tilkynning um að dregin hefði verið til baka sú ákvörðun að banna áhorfendur á íþróttaviðburðum og munu hundrað manns geta komið saman á pöllum íþróttamannvirkja landsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir þetta mikið fagnaðarefni. „Ráðherra íþróttamála er virkilega ánægður með fréttir dagsins,“ sagði Lilja í samtali við Vísi fyrr í dag. „Við erum búin að vinna hörðum höndum að þessu með íþróttahreyfingunni og mér finnst það mjög gott að það sé verið að opna á þetta.“ „Mér hefur fundist það mikilvægt að það sé sambærileg staða fyrir íþróttafólkið okkar hér heima og í löndunum í kringum okkur.“ Lilja segir að þó að sé búið að opna á æfingar og keppni í íþróttum þurfi að huga vel að heilsu íþróttafólks og allra í kringum þær. „Við höfum unnið hörðum höndum að þessu með íþróttahreyfingunni, en auðvitað þarf að tryggja heilsu og velferð allra. Aðstæður eru sem betur fer að batna vegna þess hversu vel hefur gengið að bólusetja.“ Fyrst um sinn voru áhorfendur ekki leyfðir, en þeirri ákvörðun þó breytt þegar líða tók á daginn. Nú hefur verið staðfest að 100 manns megi mæta á íþróttaviðburði, að uppfylltum skilyrðum. En hvað breyttist? „Það sem var verið að gera var að það er verið að samræma á milli íþrótta og sviðslista. Í sviðslistum var heimilt að hafa áhorfendur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og ég hef lagt mikla áherslu á að þetta verði samræmt. Það er mikið fagnaðarefni að það hafi náðst í gegn.“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort og þá hvenær næsta bann skelli á. „Það þarf að fara vel með stöðuna eins og hún er núna. Það að fólk sé að velta því fyrir sér, segir okkur hvað íþróttir skipta miklu máli.“ „Ég tel að þau samfélög sem ná að tryggja sem mesta virkni komist fyrst út úr þessu. Þar tel ég að íþróttir og hreyfing spili stóra rullu. Ég hef gríðarlega trú á íþróttum og hreyfingu almennt og þetta er geðheilbrigðismál.“ Umfangsmiklar aðgerðir hafa verið síðustu misseri til að bæta íþróttafélögum fjárhagslegan skaða sem hlotist hefur af þessum stoppum sem orðið hafa. En eru einhverjar áætlanir varðandi það að bæta þeim þann skaða sem af því hlýst að mikið brottfall verði frá íþróttafélögunum? „Þetta er mér mikið hjartansmál,“ sagði Lilja. „Hvort sem verið er að ræða um brottfall úr íþróttum eða skólum er mjög stórt mál.“ „Ég óskaði eftir því í upphafi faraldursins að félögin héldu utan um alla tölfræði hvað varðar brottfall og annað svo að við gætum aðstoðað þau. Hugsunin með þessum styrkjum var og er að halda félögunum gangandi, en við eigum eftir að sjá hvernig landið liggur og þetta er eitthvað sem má alls ekki gerast.“ Lilja er bjartsýn á að ástandið og faraldurinn sem að við erum að ganga í gegnum eigi bara eftir að styrkja íþróttastarf á landinu. „Markmiðið er að það verði fleiri sem stunda íþróttir og aðrar tómstundir nú þegar þessum faraldri líkur heldur en þegar hann fór af stað.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tengdar fréttir Íþróttir leyfðar að nýju Æfingar og keppni í íþróttum verður að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2021 12:05 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Sjá meira
„Ráðherra íþróttamála er virkilega ánægður með fréttir dagsins,“ sagði Lilja í samtali við Vísi fyrr í dag. „Við erum búin að vinna hörðum höndum að þessu með íþróttahreyfingunni og mér finnst það mjög gott að það sé verið að opna á þetta.“ „Mér hefur fundist það mikilvægt að það sé sambærileg staða fyrir íþróttafólkið okkar hér heima og í löndunum í kringum okkur.“ Lilja segir að þó að sé búið að opna á æfingar og keppni í íþróttum þurfi að huga vel að heilsu íþróttafólks og allra í kringum þær. „Við höfum unnið hörðum höndum að þessu með íþróttahreyfingunni, en auðvitað þarf að tryggja heilsu og velferð allra. Aðstæður eru sem betur fer að batna vegna þess hversu vel hefur gengið að bólusetja.“ Fyrst um sinn voru áhorfendur ekki leyfðir, en þeirri ákvörðun þó breytt þegar líða tók á daginn. Nú hefur verið staðfest að 100 manns megi mæta á íþróttaviðburði, að uppfylltum skilyrðum. En hvað breyttist? „Það sem var verið að gera var að það er verið að samræma á milli íþrótta og sviðslista. Í sviðslistum var heimilt að hafa áhorfendur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og ég hef lagt mikla áherslu á að þetta verði samræmt. Það er mikið fagnaðarefni að það hafi náðst í gegn.“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort og þá hvenær næsta bann skelli á. „Það þarf að fara vel með stöðuna eins og hún er núna. Það að fólk sé að velta því fyrir sér, segir okkur hvað íþróttir skipta miklu máli.“ „Ég tel að þau samfélög sem ná að tryggja sem mesta virkni komist fyrst út úr þessu. Þar tel ég að íþróttir og hreyfing spili stóra rullu. Ég hef gríðarlega trú á íþróttum og hreyfingu almennt og þetta er geðheilbrigðismál.“ Umfangsmiklar aðgerðir hafa verið síðustu misseri til að bæta íþróttafélögum fjárhagslegan skaða sem hlotist hefur af þessum stoppum sem orðið hafa. En eru einhverjar áætlanir varðandi það að bæta þeim þann skaða sem af því hlýst að mikið brottfall verði frá íþróttafélögunum? „Þetta er mér mikið hjartansmál,“ sagði Lilja. „Hvort sem verið er að ræða um brottfall úr íþróttum eða skólum er mjög stórt mál.“ „Ég óskaði eftir því í upphafi faraldursins að félögin héldu utan um alla tölfræði hvað varðar brottfall og annað svo að við gætum aðstoðað þau. Hugsunin með þessum styrkjum var og er að halda félögunum gangandi, en við eigum eftir að sjá hvernig landið liggur og þetta er eitthvað sem má alls ekki gerast.“ Lilja er bjartsýn á að ástandið og faraldurinn sem að við erum að ganga í gegnum eigi bara eftir að styrkja íþróttastarf á landinu. „Markmiðið er að það verði fleiri sem stunda íþróttir og aðrar tómstundir nú þegar þessum faraldri líkur heldur en þegar hann fór af stað.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tengdar fréttir Íþróttir leyfðar að nýju Æfingar og keppni í íþróttum verður að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2021 12:05 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Sjá meira
Íþróttir leyfðar að nýju Æfingar og keppni í íþróttum verður að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2021 12:05